Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Hörður Ægisson skrifar 23. október 2019 06:00 Heildarkaupverðið nemur 1.750 milljónum króna. Fréttablaðið/Ernir Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Frá þessu er greint í tilkynningu sem félagið sendi til kauphallarinnar þar í landi í síðustu viku. Heildarvirði samningsins, eins og greint var frá í Markaðinum í febrúar þegar samkomulagið var undirritað með fyrirvörum, nemur 14 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.750 milljóna króna. Þar af kaupir malasíska félagið, sem ber heitið Berjaya Land Berhad, allt hlutafé í eignarhaldsfélaginu Geirsgötu 11 ehf. fyrir 1,4 milljónir dala og greiðir auk þess upp 12,6 milljóna dala skuld umrædds eignarhaldsfélags við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Seljendur eru félögin Fiskitangi og Útgerðarfélag Reykjavíkur sem eru að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns og forstjóra HB Granda. Berjaya, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, hefur sagt að kaupin á Geirsgötu 11 myndu gefa félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar, svo sem á sviði fasteignaþróunar og sér í lagi hótelstarfsemi, á Íslandi. Félagið, sem átti í lok október í fyrra eignir upp á alls 390 milljarða króna, rekur hótel víða í suðausturhluta Asíu sem og í Lundúnum. Fasteignin, sem er gömul vöruskemma, hefur staðið að mestu ónotuð undanfarin ár og er farin að láta á sjá. Ekki hefur legið fyrir hvort leyfi fáist til byggingar hótels á svæðinu. Þannig samþykkti stjórn Faxaflóahafna haustið 2018, að tillögu skipulagsfulltrúa hafnarinnar, að bíða með framkvæmdir og uppbyggingu á Miðbakka þar til framkvæmdum við Austurhöfn lýkur og ljóst yrði með hvaða hætti skipulag umferðar um Austurbakka og starfsemi á jarðhæð hússins verður. Birtist í Fréttablaðinu Malasía Reykjavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni. 2. mars 2019 07:15 Malasískur risi vill kaupa Geirsgötu 11 Malasískt stórfyrirtæki vill kaupa húseignina að Geirsgötu 11 við Gömlu höfnina. Fyrirtækið segir kaupin gefa því tækifæri til þess að hefja fjárfestingar hér á landi, sér í lagi á sviði hóelstarfsemi. 27. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira
Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Frá þessu er greint í tilkynningu sem félagið sendi til kauphallarinnar þar í landi í síðustu viku. Heildarvirði samningsins, eins og greint var frá í Markaðinum í febrúar þegar samkomulagið var undirritað með fyrirvörum, nemur 14 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.750 milljóna króna. Þar af kaupir malasíska félagið, sem ber heitið Berjaya Land Berhad, allt hlutafé í eignarhaldsfélaginu Geirsgötu 11 ehf. fyrir 1,4 milljónir dala og greiðir auk þess upp 12,6 milljóna dala skuld umrædds eignarhaldsfélags við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Seljendur eru félögin Fiskitangi og Útgerðarfélag Reykjavíkur sem eru að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns og forstjóra HB Granda. Berjaya, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, hefur sagt að kaupin á Geirsgötu 11 myndu gefa félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar, svo sem á sviði fasteignaþróunar og sér í lagi hótelstarfsemi, á Íslandi. Félagið, sem átti í lok október í fyrra eignir upp á alls 390 milljarða króna, rekur hótel víða í suðausturhluta Asíu sem og í Lundúnum. Fasteignin, sem er gömul vöruskemma, hefur staðið að mestu ónotuð undanfarin ár og er farin að láta á sjá. Ekki hefur legið fyrir hvort leyfi fáist til byggingar hótels á svæðinu. Þannig samþykkti stjórn Faxaflóahafna haustið 2018, að tillögu skipulagsfulltrúa hafnarinnar, að bíða með framkvæmdir og uppbyggingu á Miðbakka þar til framkvæmdum við Austurhöfn lýkur og ljóst yrði með hvaða hætti skipulag umferðar um Austurbakka og starfsemi á jarðhæð hússins verður.
Birtist í Fréttablaðinu Malasía Reykjavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni. 2. mars 2019 07:15 Malasískur risi vill kaupa Geirsgötu 11 Malasískt stórfyrirtæki vill kaupa húseignina að Geirsgötu 11 við Gömlu höfnina. Fyrirtækið segir kaupin gefa því tækifæri til þess að hefja fjárfestingar hér á landi, sér í lagi á sviði hóelstarfsemi. 27. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Sjá meira
Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni. 2. mars 2019 07:15
Malasískur risi vill kaupa Geirsgötu 11 Malasískt stórfyrirtæki vill kaupa húseignina að Geirsgötu 11 við Gömlu höfnina. Fyrirtækið segir kaupin gefa því tækifæri til þess að hefja fjárfestingar hér á landi, sér í lagi á sviði hóelstarfsemi. 27. febrúar 2019 06:00