Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Hörður Ægisson skrifar 23. október 2019 06:00 Heildarkaupverðið nemur 1.750 milljónum króna. Fréttablaðið/Ernir Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Frá þessu er greint í tilkynningu sem félagið sendi til kauphallarinnar þar í landi í síðustu viku. Heildarvirði samningsins, eins og greint var frá í Markaðinum í febrúar þegar samkomulagið var undirritað með fyrirvörum, nemur 14 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.750 milljóna króna. Þar af kaupir malasíska félagið, sem ber heitið Berjaya Land Berhad, allt hlutafé í eignarhaldsfélaginu Geirsgötu 11 ehf. fyrir 1,4 milljónir dala og greiðir auk þess upp 12,6 milljóna dala skuld umrædds eignarhaldsfélags við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Seljendur eru félögin Fiskitangi og Útgerðarfélag Reykjavíkur sem eru að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns og forstjóra HB Granda. Berjaya, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, hefur sagt að kaupin á Geirsgötu 11 myndu gefa félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar, svo sem á sviði fasteignaþróunar og sér í lagi hótelstarfsemi, á Íslandi. Félagið, sem átti í lok október í fyrra eignir upp á alls 390 milljarða króna, rekur hótel víða í suðausturhluta Asíu sem og í Lundúnum. Fasteignin, sem er gömul vöruskemma, hefur staðið að mestu ónotuð undanfarin ár og er farin að láta á sjá. Ekki hefur legið fyrir hvort leyfi fáist til byggingar hótels á svæðinu. Þannig samþykkti stjórn Faxaflóahafna haustið 2018, að tillögu skipulagsfulltrúa hafnarinnar, að bíða með framkvæmdir og uppbyggingu á Miðbakka þar til framkvæmdum við Austurhöfn lýkur og ljóst yrði með hvaða hætti skipulag umferðar um Austurbakka og starfsemi á jarðhæð hússins verður. Birtist í Fréttablaðinu Malasía Reykjavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni. 2. mars 2019 07:15 Malasískur risi vill kaupa Geirsgötu 11 Malasískt stórfyrirtæki vill kaupa húseignina að Geirsgötu 11 við Gömlu höfnina. Fyrirtækið segir kaupin gefa því tækifæri til þess að hefja fjárfestingar hér á landi, sér í lagi á sviði hóelstarfsemi. 27. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. Frá þessu er greint í tilkynningu sem félagið sendi til kauphallarinnar þar í landi í síðustu viku. Heildarvirði samningsins, eins og greint var frá í Markaðinum í febrúar þegar samkomulagið var undirritað með fyrirvörum, nemur 14 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 1.750 milljóna króna. Þar af kaupir malasíska félagið, sem ber heitið Berjaya Land Berhad, allt hlutafé í eignarhaldsfélaginu Geirsgötu 11 ehf. fyrir 1,4 milljónir dala og greiðir auk þess upp 12,6 milljóna dala skuld umrædds eignarhaldsfélags við Útgerðarfélag Reykjavíkur. Seljendur eru félögin Fiskitangi og Útgerðarfélag Reykjavíkur sem eru að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, útgerðarmanns og forstjóra HB Granda. Berjaya, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, hefur sagt að kaupin á Geirsgötu 11 myndu gefa félaginu tækifæri til þess að hefja fjárfestingar, svo sem á sviði fasteignaþróunar og sér í lagi hótelstarfsemi, á Íslandi. Félagið, sem átti í lok október í fyrra eignir upp á alls 390 milljarða króna, rekur hótel víða í suðausturhluta Asíu sem og í Lundúnum. Fasteignin, sem er gömul vöruskemma, hefur staðið að mestu ónotuð undanfarin ár og er farin að láta á sjá. Ekki hefur legið fyrir hvort leyfi fáist til byggingar hótels á svæðinu. Þannig samþykkti stjórn Faxaflóahafna haustið 2018, að tillögu skipulagsfulltrúa hafnarinnar, að bíða með framkvæmdir og uppbyggingu á Miðbakka þar til framkvæmdum við Austurhöfn lýkur og ljóst yrði með hvaða hætti skipulag umferðar um Austurbakka og starfsemi á jarðhæð hússins verður.
Birtist í Fréttablaðinu Malasía Reykjavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni. 2. mars 2019 07:15 Malasískur risi vill kaupa Geirsgötu 11 Malasískt stórfyrirtæki vill kaupa húseignina að Geirsgötu 11 við Gömlu höfnina. Fyrirtækið segir kaupin gefa því tækifæri til þess að hefja fjárfestingar hér á landi, sér í lagi á sviði hóelstarfsemi. 27. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Útiloka stórt hótel eitt og sér á Geirsgötu 11 Malasískt risafyrirtæki hyggst kaupa lóð við Geirsgötu við gömlu höfnina í Reykjavík. Félagið ætlar að fjárfesta í hótelstarfsemi og fasteignaþróun hér á landi. Formaður skipulagsráðs segir ekki hægt að byggja stórt hótel á lóðinni. 2. mars 2019 07:15
Malasískur risi vill kaupa Geirsgötu 11 Malasískt stórfyrirtæki vill kaupa húseignina að Geirsgötu 11 við Gömlu höfnina. Fyrirtækið segir kaupin gefa því tækifæri til þess að hefja fjárfestingar hér á landi, sér í lagi á sviði hóelstarfsemi. 27. febrúar 2019 06:00