Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. Félagið hagnaðist um tæplega 80 milljónir króna.
Stærsta eign félagsins er dótturfélagið Eyja fjárfestingafélag II sem hélt utan um 28 prósenta hlut þeirra hjóna í Pizza-Pizza, rekstrarfélagi Domino's á Íslandi. Dótturfélagið hagnaðist um 1,6 milljarða króna á síðasta ári þegar breska félagið Domino's Pizza Group nýtti kauprétt á 44 prósenta hlut Íslendinga í pitsukeðjunni í lok árs 2017.
Eyja fjárfestingafélag heldur utan um ýmsar fjárfestingar í veitingarekstri. Þar á meðal eru veitingastaðirnir Café Paris og Snaps, veitingakeðjurnar Joe & the juice og Gló, og bakaríin Brauð og co.
Birgir sagði í síðustu viku í samtali við Markaðinn að veitingarekstur hefði verið erfiður síðustu misseri. Unnið væri að því að styrkja stöðu veitingastaðanna með því að lækka skuldir.
Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's

Tengdar fréttir

Selja Café Paris og með minnihluta í Snaps
Eignarhlutur stofnenda Snaps, þeirra Sigurgísla og Stefáns Melsted, hefur minnkað og fara þeir nú með minnihluta í staðnum á móti fjárfestinum Birgi Þór Bieltvedt. Keypti jafnframt allan hlut þeirra í Café Paris. Hætta öllum afskiptum af daglegum rekstri Snaps.

Solla selur Birgi Gló
Hjónin Sólveig Eiríksdóttir og Elías Guðmundsson hafa selt hjónunum Birgi Bieltvedt og Eygló Björk Kjartansdóttur 30 prósenta hlut sinn í veitingastaðakeðjunni Gló.

Einn af stofnendum Brauðs & Co selur hlut sinn í fyrirtækinu
Bakarinn Ágúst Einþórsson hefur selt hlut sinn í fyrirtækinu Brauð & Co sem hann stofnaði fyrir nokkrum árum ásamt þeim Birgi Þór Bieltvedt og Þóri Snæ Sigurjónssyni.