„Lögreglunni leist ekki á grjótflugið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 19:22 Á korti Vegagerðarinnar má sjá lokun vegarins. Afar hvasst er á Suðausturlandi þessa stundina. Skjáskot/vegagerðin Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi til hádegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitir staðið í ströngu vegna veðurs víða um land síðan í gærkvöldi. „Lögreglunni leist ekki á grjótflugið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lokunina í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bálhvasst veður var og er í Suðursveit í dag. Vindurinn hreif með sér bæði sand og steina sem fuku í bíla og brutu rúður.Suðausturland: Hringvegurinn er lokaður á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikls hvassviðris og hættu á sandfoki. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 24, 2019 Einar sagði að áfram liti út fyrir hvassviðri á Suðausturlandi í kvöld. Appelsínugul viðvörun er í gildi í landshlutanum til hádegis á morgun, þar sem hviður gætu jafnvel farið yfir 50 metra á sekúndu. Ekki er mikil von á að snjói meira í höfuðborginni, að sögn Einars, en borgarbúar vöknuðu við dálitla fönn í morgun. „Það er nú óvenjulegt að snjói í norðanáttinni,“ sagði Einar og benti á að ansi hvasst væri nú á Kjalarnesi, hviður yfir 40 metrum á sekúndum, og yrði áfram. Þá muni ganga á með éljum fyrir norðan í kvöld, þar verði víða skafrenningur og blint, sem gæti gert ökumönnum erfitt fyrir.Viðtal við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Útköllin nánast stöðug síðan í gærkvöldi Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitum hafi borist veðurtengd útköll víða um land. „Útköllin hafa verið nánast stöðug síðan í gærkvöldi,“ segir Davíð. Aðallega hefur verið tilkynnt um foktjón, þar sem þakklæðningar, þakplötur og lausamunir hafa verið að fjúka. Þá hafi einnig verið mikið um bíla í vandræðum vegna ófærðar. Í tveimur tilfellum hafi ökumenn hreinlega misst bíla sína út af veginum vegna blindhríðar. Davíð áréttar að mikilvægt sé að fólk hugi að færð á vegum, veðurspá og útbúnaði bíla sinna áður en lagt er í ferðalög. „Veturinn kom og skall svolítið á eins og gerist oft, það kemur fólki stundum á óvart.“ Upp úr klukkan fimm fóru svo að berast beiðnir á suðvesturhorninu, einkum í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, þar sem munir eru byrjaðir að fjúka. Davíð segir að björgunarsveitir verði í viðbragðsstöðu fram eftir kvöldi.Hægt er að fylgjast með færð á vegum og veðurspá á vefjum Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands. Björgunarsveitir Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23 Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58 Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að loka hringveginum á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikils hvassviðris og hættu á sandfoki. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi til hádegis á morgun. Þá hafa björgunarsveitir staðið í ströngu vegna veðurs víða um land síðan í gærkvöldi. „Lögreglunni leist ekki á grjótflugið,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lokunina í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bálhvasst veður var og er í Suðursveit í dag. Vindurinn hreif með sér bæði sand og steina sem fuku í bíla og brutu rúður.Suðausturland: Hringvegurinn er lokaður á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði vegna mikls hvassviðris og hættu á sandfoki. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 24, 2019 Einar sagði að áfram liti út fyrir hvassviðri á Suðausturlandi í kvöld. Appelsínugul viðvörun er í gildi í landshlutanum til hádegis á morgun, þar sem hviður gætu jafnvel farið yfir 50 metra á sekúndu. Ekki er mikil von á að snjói meira í höfuðborginni, að sögn Einars, en borgarbúar vöknuðu við dálitla fönn í morgun. „Það er nú óvenjulegt að snjói í norðanáttinni,“ sagði Einar og benti á að ansi hvasst væri nú á Kjalarnesi, hviður yfir 40 metrum á sekúndum, og yrði áfram. Þá muni ganga á með éljum fyrir norðan í kvöld, þar verði víða skafrenningur og blint, sem gæti gert ökumönnum erfitt fyrir.Viðtal við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að neðan.Útköllin nánast stöðug síðan í gærkvöldi Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að björgunarsveitum hafi borist veðurtengd útköll víða um land. „Útköllin hafa verið nánast stöðug síðan í gærkvöldi,“ segir Davíð. Aðallega hefur verið tilkynnt um foktjón, þar sem þakklæðningar, þakplötur og lausamunir hafa verið að fjúka. Þá hafi einnig verið mikið um bíla í vandræðum vegna ófærðar. Í tveimur tilfellum hafi ökumenn hreinlega misst bíla sína út af veginum vegna blindhríðar. Davíð áréttar að mikilvægt sé að fólk hugi að færð á vegum, veðurspá og útbúnaði bíla sinna áður en lagt er í ferðalög. „Veturinn kom og skall svolítið á eins og gerist oft, það kemur fólki stundum á óvart.“ Upp úr klukkan fimm fóru svo að berast beiðnir á suðvesturhorninu, einkum í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, þar sem munir eru byrjaðir að fjúka. Davíð segir að björgunarsveitir verði í viðbragðsstöðu fram eftir kvöldi.Hægt er að fylgjast með færð á vegum og veðurspá á vefjum Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands.
Björgunarsveitir Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23 Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58 Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Appelsínugul stormviðvörun á Suðausturlandi Gera má ráð fyrir áframhaldandi sand- eða jafnvel grjótfoki á Suðausturlandi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausamunum. 24. október 2019 17:23
Grjótfok splundraði rúðum bíla í Suðursveit Fjöldi bíla skemmdur eftir storm morgunsins. 24. október 2019 13:58
Skólahald fellt niður vegna veðurs Skólahald í Þelamerkurskóla í Eyjafirði fellur niður í dag vegna slæmrar færðar og versnandi veðurs. 24. október 2019 07:34