Forseti Alþingis íhugar heimboð forseta rússnesku Dúmunnar Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2019 12:01 Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. Vísir/vilhelm Forseti Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur boðið Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis að koma í formlega heimsókn. Steingrímur segir mikilvægt að halda samskiptaleiðum við Rússland opnum en ætlar að ráðfæra sig við íslensk stjórnvöld áður en hann tekur afstöðu til heimboðsins. Rússneska fréttastofan TASS greinir frá því að Vyacheslav Volodin forseti Dúmunnar hafi átt fund með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis þar sem þeir sækja báðir ráðstefnu forseta þjóðþinga Evrópuráðsins í Strasbourg. Endurkoma Rússa með atkvæðarétt í Evrópuráðinu var samþykkt á þingi ráðsins í júní og var sú ákvörðun mjög umdeild, en þeir voru sviftir atkvæðarétti sínum eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Evrópuráðið heldur upp á sjötíu ára afmæli sitt um þessar mundir en það er elsta stofnun Evrópu sem miðar að því að mannréttindi, lýðræði og almenn lög séu í heiðri höfð í álfunni. Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. „Jú, hann bauð mér í heimsókn og ég náttúrlega bara kurteisislega tók við því boði. En þáði það ekki heldur sagðist myndu skoða það og ráðfæra mig við stjórnvöld um það,“ segir Steingrímur.Mikilvægt að halda línum opnum Íslensk stjórnvöld hafa allt frá innlimun Rússa á Krímskaga tekið þátt í refsiaðgerðum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins gegn Rússum sem þeir hafa meðal annars svarað með banni á innflutningi á íslenskum fiski og kjöti. Steingrímur segir samskipti við Rússa vandasöm við þessar aðstæður. „En að sama skapi er líka mikilvægt að menn haldi einhverjum línum opnum. Ég held að það sé fyrir Ísland, meðal annars vegna formennskunnar í Norðurheimskautaráðinu mikilvægt að við höldum opnum línum en gerum það af varfærni,“ segir forseti Alþingis. En það hafi verið stefnan bæði í Norðurheimskautaráðinu og Norðurlandaráði að reyna að halda stórveldapólitíkinni og deilum stórveldanna utan við og til hliðar við það samstarf. Hins vegar hafi Íslendingar lengst af átt í ágætum viðskiptasamskiptum við Sovétríkin sálugu og Rússland, sem hafi komið sér vel varðandi fiskútflutning þegar Íslendingar og Bretar áttu í landhelgisdeilum. Aðalumræðuefni þingforseta Evrópuráðs-ríkjanna í gær og í dag hafa verið framtíðarsýn þess til næstu 70 ára, þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og staða kvenna í stjórnmálum í ljósi úttekta ráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins þar sem fram kemur að konur sæta í miklum mæli hótunum, kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. „Og það voru miklar heitstrengingar um að forsetar þjóðþinga bæru náttúrlega mikla ábyrgð í þeim efnum. Að þingin væru öruggur og heilbrigður vinnustaður fyrir bæði kyn og fyrir alla,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Rússland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira
Forseti Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur boðið Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis að koma í formlega heimsókn. Steingrímur segir mikilvægt að halda samskiptaleiðum við Rússland opnum en ætlar að ráðfæra sig við íslensk stjórnvöld áður en hann tekur afstöðu til heimboðsins. Rússneska fréttastofan TASS greinir frá því að Vyacheslav Volodin forseti Dúmunnar hafi átt fund með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis þar sem þeir sækja báðir ráðstefnu forseta þjóðþinga Evrópuráðsins í Strasbourg. Endurkoma Rússa með atkvæðarétt í Evrópuráðinu var samþykkt á þingi ráðsins í júní og var sú ákvörðun mjög umdeild, en þeir voru sviftir atkvæðarétti sínum eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Evrópuráðið heldur upp á sjötíu ára afmæli sitt um þessar mundir en það er elsta stofnun Evrópu sem miðar að því að mannréttindi, lýðræði og almenn lög séu í heiðri höfð í álfunni. Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. „Jú, hann bauð mér í heimsókn og ég náttúrlega bara kurteisislega tók við því boði. En þáði það ekki heldur sagðist myndu skoða það og ráðfæra mig við stjórnvöld um það,“ segir Steingrímur.Mikilvægt að halda línum opnum Íslensk stjórnvöld hafa allt frá innlimun Rússa á Krímskaga tekið þátt í refsiaðgerðum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins gegn Rússum sem þeir hafa meðal annars svarað með banni á innflutningi á íslenskum fiski og kjöti. Steingrímur segir samskipti við Rússa vandasöm við þessar aðstæður. „En að sama skapi er líka mikilvægt að menn haldi einhverjum línum opnum. Ég held að það sé fyrir Ísland, meðal annars vegna formennskunnar í Norðurheimskautaráðinu mikilvægt að við höldum opnum línum en gerum það af varfærni,“ segir forseti Alþingis. En það hafi verið stefnan bæði í Norðurheimskautaráðinu og Norðurlandaráði að reyna að halda stórveldapólitíkinni og deilum stórveldanna utan við og til hliðar við það samstarf. Hins vegar hafi Íslendingar lengst af átt í ágætum viðskiptasamskiptum við Sovétríkin sálugu og Rússland, sem hafi komið sér vel varðandi fiskútflutning þegar Íslendingar og Bretar áttu í landhelgisdeilum. Aðalumræðuefni þingforseta Evrópuráðs-ríkjanna í gær og í dag hafa verið framtíðarsýn þess til næstu 70 ára, þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og staða kvenna í stjórnmálum í ljósi úttekta ráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins þar sem fram kemur að konur sæta í miklum mæli hótunum, kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. „Og það voru miklar heitstrengingar um að forsetar þjóðþinga bæru náttúrlega mikla ábyrgð í þeim efnum. Að þingin væru öruggur og heilbrigður vinnustaður fyrir bæði kyn og fyrir alla,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Rússland Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Þjóðarsorg í Suður-Kóreu og fimbulkuldi um allt land Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sjá meira