Forseti Alþingis íhugar heimboð forseta rússnesku Dúmunnar Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2019 12:01 Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. Vísir/vilhelm Forseti Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur boðið Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis að koma í formlega heimsókn. Steingrímur segir mikilvægt að halda samskiptaleiðum við Rússland opnum en ætlar að ráðfæra sig við íslensk stjórnvöld áður en hann tekur afstöðu til heimboðsins. Rússneska fréttastofan TASS greinir frá því að Vyacheslav Volodin forseti Dúmunnar hafi átt fund með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis þar sem þeir sækja báðir ráðstefnu forseta þjóðþinga Evrópuráðsins í Strasbourg. Endurkoma Rússa með atkvæðarétt í Evrópuráðinu var samþykkt á þingi ráðsins í júní og var sú ákvörðun mjög umdeild, en þeir voru sviftir atkvæðarétti sínum eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Evrópuráðið heldur upp á sjötíu ára afmæli sitt um þessar mundir en það er elsta stofnun Evrópu sem miðar að því að mannréttindi, lýðræði og almenn lög séu í heiðri höfð í álfunni. Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. „Jú, hann bauð mér í heimsókn og ég náttúrlega bara kurteisislega tók við því boði. En þáði það ekki heldur sagðist myndu skoða það og ráðfæra mig við stjórnvöld um það,“ segir Steingrímur.Mikilvægt að halda línum opnum Íslensk stjórnvöld hafa allt frá innlimun Rússa á Krímskaga tekið þátt í refsiaðgerðum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins gegn Rússum sem þeir hafa meðal annars svarað með banni á innflutningi á íslenskum fiski og kjöti. Steingrímur segir samskipti við Rússa vandasöm við þessar aðstæður. „En að sama skapi er líka mikilvægt að menn haldi einhverjum línum opnum. Ég held að það sé fyrir Ísland, meðal annars vegna formennskunnar í Norðurheimskautaráðinu mikilvægt að við höldum opnum línum en gerum það af varfærni,“ segir forseti Alþingis. En það hafi verið stefnan bæði í Norðurheimskautaráðinu og Norðurlandaráði að reyna að halda stórveldapólitíkinni og deilum stórveldanna utan við og til hliðar við það samstarf. Hins vegar hafi Íslendingar lengst af átt í ágætum viðskiptasamskiptum við Sovétríkin sálugu og Rússland, sem hafi komið sér vel varðandi fiskútflutning þegar Íslendingar og Bretar áttu í landhelgisdeilum. Aðalumræðuefni þingforseta Evrópuráðs-ríkjanna í gær og í dag hafa verið framtíðarsýn þess til næstu 70 ára, þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og staða kvenna í stjórnmálum í ljósi úttekta ráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins þar sem fram kemur að konur sæta í miklum mæli hótunum, kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. „Og það voru miklar heitstrengingar um að forsetar þjóðþinga bæru náttúrlega mikla ábyrgð í þeim efnum. Að þingin væru öruggur og heilbrigður vinnustaður fyrir bæði kyn og fyrir alla,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Rússland Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Forseti Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur boðið Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis að koma í formlega heimsókn. Steingrímur segir mikilvægt að halda samskiptaleiðum við Rússland opnum en ætlar að ráðfæra sig við íslensk stjórnvöld áður en hann tekur afstöðu til heimboðsins. Rússneska fréttastofan TASS greinir frá því að Vyacheslav Volodin forseti Dúmunnar hafi átt fund með Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis þar sem þeir sækja báðir ráðstefnu forseta þjóðþinga Evrópuráðsins í Strasbourg. Endurkoma Rússa með atkvæðarétt í Evrópuráðinu var samþykkt á þingi ráðsins í júní og var sú ákvörðun mjög umdeild, en þeir voru sviftir atkvæðarétti sínum eftir innlimun Krímskaga árið 2014. Evrópuráðið heldur upp á sjötíu ára afmæli sitt um þessar mundir en það er elsta stofnun Evrópu sem miðar að því að mannréttindi, lýðræði og almenn lög séu í heiðri höfð í álfunni. Steingrímur segist hafa átt stuttan fund með Volodin í gær enda ekkert því til fyrirstöðu að menn ræði saman á ráðstefnum sem þessum. „Jú, hann bauð mér í heimsókn og ég náttúrlega bara kurteisislega tók við því boði. En þáði það ekki heldur sagðist myndu skoða það og ráðfæra mig við stjórnvöld um það,“ segir Steingrímur.Mikilvægt að halda línum opnum Íslensk stjórnvöld hafa allt frá innlimun Rússa á Krímskaga tekið þátt í refsiaðgerðum Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins gegn Rússum sem þeir hafa meðal annars svarað með banni á innflutningi á íslenskum fiski og kjöti. Steingrímur segir samskipti við Rússa vandasöm við þessar aðstæður. „En að sama skapi er líka mikilvægt að menn haldi einhverjum línum opnum. Ég held að það sé fyrir Ísland, meðal annars vegna formennskunnar í Norðurheimskautaráðinu mikilvægt að við höldum opnum línum en gerum það af varfærni,“ segir forseti Alþingis. En það hafi verið stefnan bæði í Norðurheimskautaráðinu og Norðurlandaráði að reyna að halda stórveldapólitíkinni og deilum stórveldanna utan við og til hliðar við það samstarf. Hins vegar hafi Íslendingar lengst af átt í ágætum viðskiptasamskiptum við Sovétríkin sálugu og Rússland, sem hafi komið sér vel varðandi fiskútflutning þegar Íslendingar og Bretar áttu í landhelgisdeilum. Aðalumræðuefni þingforseta Evrópuráðs-ríkjanna í gær og í dag hafa verið framtíðarsýn þess til næstu 70 ára, þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og staða kvenna í stjórnmálum í ljósi úttekta ráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins þar sem fram kemur að konur sæta í miklum mæli hótunum, kynferðisofbeldi og áreitni í stjórnmálum. „Og það voru miklar heitstrengingar um að forsetar þjóðþinga bæru náttúrlega mikla ábyrgð í þeim efnum. Að þingin væru öruggur og heilbrigður vinnustaður fyrir bæði kyn og fyrir alla,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Rússland Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira