Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. október 2019 08:00 Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Fréttablaðið/Ernir Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna.Ísland fellur úr fyrsta sætinu niður í það fimmta á lista yfir þau lönd þar sem konur njóta jafnréttis og öryggis. Listinn var unninn af Georgetown-háskóla og Friðarrannsóknarstofnun Oslóborgar og nær til 167 landa. Síðasti listi var birtur árið 2017. Noregur er nú besta land heims fyrir konur að búa í, en þar á eftir koma Sviss, Danmörk og Finnland.Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, segir of snemmt að fullyrða að bakslag sé komið í jafnréttisbaráttuna. Ísland sé lítið flöktandi mengi og breytingar séu fljótar að hafa áhrif á heildarniðurstöður. Þegar hafi verið tekin stór skref í jafnréttismálum sem ekki sé auðveldlega hægt að taka til baka. „Þetta er þó áminning um að við þurfum að vera vakandi,“ segir hann.Þegar rýnt er í tölurnar eru það einkum þrír þættir sem draga Ísland niður. Atvinnuþátttaka kvenna, öryggi og hlutfall á þjóðþingi.Atvinnuþátttakan sem endurspeglar atvinnutækifæri kvenna, hrynur úr 77,2 prósentum niður í 68,6 en mælt er hlutfall allra kvenna 25 ára og eldri. Rímar þetta nokkuð við nýlega rannsókn félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar um að konur yfir fimmtugu fari í auknum mæli á örorku. Þrátt fyrir þetta hrap er Ísland enn ofarlega á lista meðal þróaðra ríkja.Öryggið fellur einnig skarplega niður um tæp 10 prósent, úr 79,6 í 69,9. Þessi tala var fengin úr könnun Gallup þar sem konur og stúlkur, eldri en 15 ára, voru spurðar hvort þeim fyndist þær öruggar einar á gangi um nótt nálægt heimili sínu. Í þessum flokki er Ísland tæpum 20 prósentum á eftir Svisslendingum, þar sem öryggið mældist mest á Vesturlöndum.Hvað öryggið varðar dettur Tryggva einna helst í hug að samfélagsumræðan haf i áhrif og #metoo-byltingin á vissan hátt. Ekki sé óhugsandi að einstök mál, eins og morðið á Birnu Brjánsdóttur sem lagði undir sig fjölmiðlaumfjöllun á löngum tíma, hafi áhrif. „Þetta er vísan til áhyggna kvenna af að verða fyrir ofbeldi. Við getum gert miklu betur í úrvinnslukerfinu og rétti brotaþola til að sækja mál. Út frá þessu mætti spyrja hvort konur séu farnar að vantreysta réttarkerfinu og u og réttarvörslukerfinu,“ segir Tryggvi.Þriðja þáttinn má skýra af alþingiskosningunum árið 2017 þegar konum fækkaði um sex, úr 30 í 24.Merkjanlegur munur varð í tveimur öðrum þáttum rannsóknarinnar. Farsímanotkun íslenskra kvenna minnkaði úr 98,7 prósentum í 93,9, en hún er er talin nauðsynleg fyrir efnahagslega, stjórnmálalega og samfélagslega þátttöku. Sá hluti sem kom best út fyrir íslenskar konur var efling jafnréttislöggjafar. Telja þar inn í bæði reglur um jafnlaunavottun og löggjöf um bann við mismunun á vinnumarkaði og í þjónustu. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna.Ísland fellur úr fyrsta sætinu niður í það fimmta á lista yfir þau lönd þar sem konur njóta jafnréttis og öryggis. Listinn var unninn af Georgetown-háskóla og Friðarrannsóknarstofnun Oslóborgar og nær til 167 landa. Síðasti listi var birtur árið 2017. Noregur er nú besta land heims fyrir konur að búa í, en þar á eftir koma Sviss, Danmörk og Finnland.Tryggvi Hallgrímsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, segir of snemmt að fullyrða að bakslag sé komið í jafnréttisbaráttuna. Ísland sé lítið flöktandi mengi og breytingar séu fljótar að hafa áhrif á heildarniðurstöður. Þegar hafi verið tekin stór skref í jafnréttismálum sem ekki sé auðveldlega hægt að taka til baka. „Þetta er þó áminning um að við þurfum að vera vakandi,“ segir hann.Þegar rýnt er í tölurnar eru það einkum þrír þættir sem draga Ísland niður. Atvinnuþátttaka kvenna, öryggi og hlutfall á þjóðþingi.Atvinnuþátttakan sem endurspeglar atvinnutækifæri kvenna, hrynur úr 77,2 prósentum niður í 68,6 en mælt er hlutfall allra kvenna 25 ára og eldri. Rímar þetta nokkuð við nýlega rannsókn félagsfræðingsins Kolbeins Stefánssonar um að konur yfir fimmtugu fari í auknum mæli á örorku. Þrátt fyrir þetta hrap er Ísland enn ofarlega á lista meðal þróaðra ríkja.Öryggið fellur einnig skarplega niður um tæp 10 prósent, úr 79,6 í 69,9. Þessi tala var fengin úr könnun Gallup þar sem konur og stúlkur, eldri en 15 ára, voru spurðar hvort þeim fyndist þær öruggar einar á gangi um nótt nálægt heimili sínu. Í þessum flokki er Ísland tæpum 20 prósentum á eftir Svisslendingum, þar sem öryggið mældist mest á Vesturlöndum.Hvað öryggið varðar dettur Tryggva einna helst í hug að samfélagsumræðan haf i áhrif og #metoo-byltingin á vissan hátt. Ekki sé óhugsandi að einstök mál, eins og morðið á Birnu Brjánsdóttur sem lagði undir sig fjölmiðlaumfjöllun á löngum tíma, hafi áhrif. „Þetta er vísan til áhyggna kvenna af að verða fyrir ofbeldi. Við getum gert miklu betur í úrvinnslukerfinu og rétti brotaþola til að sækja mál. Út frá þessu mætti spyrja hvort konur séu farnar að vantreysta réttarkerfinu og u og réttarvörslukerfinu,“ segir Tryggvi.Þriðja þáttinn má skýra af alþingiskosningunum árið 2017 þegar konum fækkaði um sex, úr 30 í 24.Merkjanlegur munur varð í tveimur öðrum þáttum rannsóknarinnar. Farsímanotkun íslenskra kvenna minnkaði úr 98,7 prósentum í 93,9, en hún er er talin nauðsynleg fyrir efnahagslega, stjórnmálalega og samfélagslega þátttöku. Sá hluti sem kom best út fyrir íslenskar konur var efling jafnréttislöggjafar. Telja þar inn í bæði reglur um jafnlaunavottun og löggjöf um bann við mismunun á vinnumarkaði og í þjónustu.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira