Tálmanir í umgengnismálum „meinsemd á okkar samfélagi“ Sylvía Hall skrifar 27. október 2019 12:30 Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Vísir/Sigurjón Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson segir umræðu um tálmun ekki nægilega mikla í okkar þjóðfélagi. Tálmunin beinist oftar en ekki gegn feðrum þar sem kerfið gerir yfirleitt ráð fyrir því að börn séu hjá mæðrum sínum eftir skilnað foreldra. Þetta kom fram í viðtali við Sævar á Sprengisandi í dag. Sævar segir ljóst að ráðast þurfi í breytingar á kerfinu og breyta þurfi verklagi til þess að gera ferlið auðveldara fyrir aðila máls. Nú sé oft ákveðin hringavitleysa í gangi þar sem fólk neyðist til að fara í gegnum sama ferli aftur og aftur. „Menn leika þann leik í þessu kerfi okkar að menn beita tálmunum. Svo er farið í dagsektir og svo þegar er komið fyrir dómstóla þá láta menn af þessari tálmun í nokkur skipti og þá náttúrulega fellur málið niður fyrir dómstólum því það er ekki tilefni til að taka á því, því tálmunin á sér ekki stað lengur. En þá er byrjað með leikinn upp á nýtt,“ segir Sævar. Hann segir slíkt ferli vera erfitt, bæði fyrir foreldra og börnin sjálf. Það verði þreytandi til lengdar og það ætti ekki að vera erfitt að koma í veg fyrir slíka gjörninga eins og hann orðar það sjálfur, ef ráðist yrði í breytingar á verklaginu. „Það sem ég er að benda á auðvitað er það að til þess að koma í veg fyrir þetta, þá þurfum við annað hvort að endurskoða þessa verkferla og líka, ég mælist til þess að menn noti þá leið sem er þekkt innan dómstóla að gera réttarsátt. Þá er bara búið að gera réttarsátt fyrir dómi sem er aðfararhæf þannig ef aðilar byrja þetta aftur, þá er hægt að fara strax í aðgerðir í staðinn fyrir að byrja ferlið allt upp á nýtt,“ segir Sævar, en hann hefur þó ekki séð mörg dæmi um slíkt í tálmunarmálum.Hlusta má á viðtalið við Sævar hér að neðan.Gallarnir felast í kerfinu sjálfu Sævar segir kerfið sjálft bera stóra ábyrgð á þessu ástandi sem ríkir í forræðis- og umgengnisdeilum foreldra. Ýmislegt gangi á hjá fólki við hjónaskilnað en kerfið valdi því oft að það skapar frekari spennu, óróa eða jafnvel stríð milli fólks. „Þetta er bara raunveruleikinn. Málið er að í okkar umræðu í dag, þessi þjóðfélagsumræða sem er í gangi, þá upplifir maður þetta stundum þannig að þetta snýst um rétt konunnar frekar en rétt föðurins. Auðvitað hefur gengið eitthvað á hjá fullorðnu fólki í skilnaði, það gefur augaleið,“ segir Sævar. „Þetta er oftar en ekki mjög íþyngjandi fyrir þá feður sem lenda í þessu, og því miður verðum við bara að horfast í augu við það að í flestum tilfellum eru það feður sem lenda í þessu frekar en mæður.“ Hann tekur þó fram að í einhverjum tilvikum sé réttmætt að mæður beiti tálmun sem úrræði til þess að koma í veg fyrir umgengni. Ákvörðun um slíkt þurfi þó að taka í samráði við aðra, og þá sérstaklega fagaðila. „Það er ekki hægt að gera það einhliða. Það þarf þá að leita til fagaðila og aðila sem hafa með hagsmuni barnsins, eins og til dæmis til barnaverndaryfirvalda og félagsmálayfirvalda, en ekki bara einhver einhliða ákvörðun hjá foreldri að meina öðru foreldri að umgangast börnin sín, það gengur ekki upp.“Sævar segir nauðsynlegt að ráðast í breytingar á kerfinu sjálfu í svona málum.Vísir/VilhelmEfins um að það eigi að gera tálmun saknæma Aðspurður hvað honum þótti um tálmunarfrumvarp Brynjars Níelssonar sem lagt var fram á þingi árið 2017 segir Sævar að slíkar tillögur séu ekkert nýtt undir sólinni. Oft hafi verið reynt að koma í gegn frumvarpi sem geri tálmun refsiverða og segir Sævar ýmis rök mæla með því, en hann er þó efins um hvort það sé rétta leiðin. „Erum við þá komin í þá stöðu að við ætlum að fangelsa mæður fyrir það að beita tálmunum?“ spyr Sævar og segist efa að barnið sé í betri stöðu ef svo færi. Frumvarpið vakti mikla athygli á sínum tíma og sagði Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, að frumvarpið fæli í sér betri aðferð en núgildandi lög heimiluðu. Sævar segir það vera augljóst að gera þurfi breytingar á lögum og kerfinu sjálfu. „Ég held að við eigum bara að búa okkur til kerfi þar sem að, í raun og veru, ef viðkomandi er að beita tálmunum þá sé bara tekið á því með fýsískum hætti, að það þurfi ekki að fara í eitthvað langt ferli. Það væri þá frekra að barnaverndaryfirvöld myndu þá skerast í leikinn, sækja börnin og þess háttar, og koma börnunum þá til þess foreldris sem á rétt á að umgangast barnið og verið að beita tálmunum gegn,“ segir Sævar. „Auðvitað er þetta ekkert einfalt, en það er alveg augljóst að þetta er vandamál í okkar samfélagi og menn væru heldur ekki að leggja fram frumvarp sem þetta nema þeir teldu að það væri þörf á því. Hvort það sé rétt að fangelsa fólk eða refsa fólki með þessum hætti, það er svo sem annað mál.“ Börn og uppeldi Fjölskyldumál Sprengisandur Tengdar fréttir Óframkvæmdur úrskurður um umgengni er aldrei það sama og andlegt ofbeldi Það væri með öllu óásættanlegt að lögleidd yrði í ákvarðanatöku stjórnvalda um líf barna hugsun sem grefur svo markvisst undan rétti barna til verndar frá ofbeldi. 24. júní 2019 14:45 Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. 23. október 2019 18:30 Réttarsátt vegna umgengnistálmana Umgengnistálmanir eru þrætumál sem reglubundið skjóta upp kollinum í almennri umræðu hér á landi. 24. október 2019 10:30 Dætur Hjördísar Svan segja tálmun jafngilda vernd Þrjár dætur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að nema dæturnar á brott frá Danmörku árið 2013, hafa skilað umsögn við frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem gera á refsivert að tálma umgengni við börn. 18. júní 2019 12:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson segir umræðu um tálmun ekki nægilega mikla í okkar þjóðfélagi. Tálmunin beinist oftar en ekki gegn feðrum þar sem kerfið gerir yfirleitt ráð fyrir því að börn séu hjá mæðrum sínum eftir skilnað foreldra. Þetta kom fram í viðtali við Sævar á Sprengisandi í dag. Sævar segir ljóst að ráðast þurfi í breytingar á kerfinu og breyta þurfi verklagi til þess að gera ferlið auðveldara fyrir aðila máls. Nú sé oft ákveðin hringavitleysa í gangi þar sem fólk neyðist til að fara í gegnum sama ferli aftur og aftur. „Menn leika þann leik í þessu kerfi okkar að menn beita tálmunum. Svo er farið í dagsektir og svo þegar er komið fyrir dómstóla þá láta menn af þessari tálmun í nokkur skipti og þá náttúrulega fellur málið niður fyrir dómstólum því það er ekki tilefni til að taka á því, því tálmunin á sér ekki stað lengur. En þá er byrjað með leikinn upp á nýtt,“ segir Sævar. Hann segir slíkt ferli vera erfitt, bæði fyrir foreldra og börnin sjálf. Það verði þreytandi til lengdar og það ætti ekki að vera erfitt að koma í veg fyrir slíka gjörninga eins og hann orðar það sjálfur, ef ráðist yrði í breytingar á verklaginu. „Það sem ég er að benda á auðvitað er það að til þess að koma í veg fyrir þetta, þá þurfum við annað hvort að endurskoða þessa verkferla og líka, ég mælist til þess að menn noti þá leið sem er þekkt innan dómstóla að gera réttarsátt. Þá er bara búið að gera réttarsátt fyrir dómi sem er aðfararhæf þannig ef aðilar byrja þetta aftur, þá er hægt að fara strax í aðgerðir í staðinn fyrir að byrja ferlið allt upp á nýtt,“ segir Sævar, en hann hefur þó ekki séð mörg dæmi um slíkt í tálmunarmálum.Hlusta má á viðtalið við Sævar hér að neðan.Gallarnir felast í kerfinu sjálfu Sævar segir kerfið sjálft bera stóra ábyrgð á þessu ástandi sem ríkir í forræðis- og umgengnisdeilum foreldra. Ýmislegt gangi á hjá fólki við hjónaskilnað en kerfið valdi því oft að það skapar frekari spennu, óróa eða jafnvel stríð milli fólks. „Þetta er bara raunveruleikinn. Málið er að í okkar umræðu í dag, þessi þjóðfélagsumræða sem er í gangi, þá upplifir maður þetta stundum þannig að þetta snýst um rétt konunnar frekar en rétt föðurins. Auðvitað hefur gengið eitthvað á hjá fullorðnu fólki í skilnaði, það gefur augaleið,“ segir Sævar. „Þetta er oftar en ekki mjög íþyngjandi fyrir þá feður sem lenda í þessu, og því miður verðum við bara að horfast í augu við það að í flestum tilfellum eru það feður sem lenda í þessu frekar en mæður.“ Hann tekur þó fram að í einhverjum tilvikum sé réttmætt að mæður beiti tálmun sem úrræði til þess að koma í veg fyrir umgengni. Ákvörðun um slíkt þurfi þó að taka í samráði við aðra, og þá sérstaklega fagaðila. „Það er ekki hægt að gera það einhliða. Það þarf þá að leita til fagaðila og aðila sem hafa með hagsmuni barnsins, eins og til dæmis til barnaverndaryfirvalda og félagsmálayfirvalda, en ekki bara einhver einhliða ákvörðun hjá foreldri að meina öðru foreldri að umgangast börnin sín, það gengur ekki upp.“Sævar segir nauðsynlegt að ráðast í breytingar á kerfinu sjálfu í svona málum.Vísir/VilhelmEfins um að það eigi að gera tálmun saknæma Aðspurður hvað honum þótti um tálmunarfrumvarp Brynjars Níelssonar sem lagt var fram á þingi árið 2017 segir Sævar að slíkar tillögur séu ekkert nýtt undir sólinni. Oft hafi verið reynt að koma í gegn frumvarpi sem geri tálmun refsiverða og segir Sævar ýmis rök mæla með því, en hann er þó efins um hvort það sé rétta leiðin. „Erum við þá komin í þá stöðu að við ætlum að fangelsa mæður fyrir það að beita tálmunum?“ spyr Sævar og segist efa að barnið sé í betri stöðu ef svo færi. Frumvarpið vakti mikla athygli á sínum tíma og sagði Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, að frumvarpið fæli í sér betri aðferð en núgildandi lög heimiluðu. Sævar segir það vera augljóst að gera þurfi breytingar á lögum og kerfinu sjálfu. „Ég held að við eigum bara að búa okkur til kerfi þar sem að, í raun og veru, ef viðkomandi er að beita tálmunum þá sé bara tekið á því með fýsískum hætti, að það þurfi ekki að fara í eitthvað langt ferli. Það væri þá frekra að barnaverndaryfirvöld myndu þá skerast í leikinn, sækja börnin og þess háttar, og koma börnunum þá til þess foreldris sem á rétt á að umgangast barnið og verið að beita tálmunum gegn,“ segir Sævar. „Auðvitað er þetta ekkert einfalt, en það er alveg augljóst að þetta er vandamál í okkar samfélagi og menn væru heldur ekki að leggja fram frumvarp sem þetta nema þeir teldu að það væri þörf á því. Hvort það sé rétt að fangelsa fólk eða refsa fólki með þessum hætti, það er svo sem annað mál.“
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Sprengisandur Tengdar fréttir Óframkvæmdur úrskurður um umgengni er aldrei það sama og andlegt ofbeldi Það væri með öllu óásættanlegt að lögleidd yrði í ákvarðanatöku stjórnvalda um líf barna hugsun sem grefur svo markvisst undan rétti barna til verndar frá ofbeldi. 24. júní 2019 14:45 Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. 23. október 2019 18:30 Réttarsátt vegna umgengnistálmana Umgengnistálmanir eru þrætumál sem reglubundið skjóta upp kollinum í almennri umræðu hér á landi. 24. október 2019 10:30 Dætur Hjördísar Svan segja tálmun jafngilda vernd Þrjár dætur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að nema dæturnar á brott frá Danmörku árið 2013, hafa skilað umsögn við frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem gera á refsivert að tálma umgengni við börn. 18. júní 2019 12:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Óframkvæmdur úrskurður um umgengni er aldrei það sama og andlegt ofbeldi Það væri með öllu óásættanlegt að lögleidd yrði í ákvarðanatöku stjórnvalda um líf barna hugsun sem grefur svo markvisst undan rétti barna til verndar frá ofbeldi. 24. júní 2019 14:45
Gengur gegn hagsmunum barns að fangelsa foreldri Það gengur beinlínis gegn hagsmunum barna að fangelsa foreldri fyrir tálmun á umgengni, líkt og frumvarp sem liggur fyrir Alþingi gerir ráð fyrir. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands sem mælir harðlega gegn því að frumvarpið verði samþykkt. 23. október 2019 18:30
Réttarsátt vegna umgengnistálmana Umgengnistálmanir eru þrætumál sem reglubundið skjóta upp kollinum í almennri umræðu hér á landi. 24. október 2019 10:30
Dætur Hjördísar Svan segja tálmun jafngilda vernd Þrjár dætur Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að nema dæturnar á brott frá Danmörku árið 2013, hafa skilað umsögn við frumvarp þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem gera á refsivert að tálma umgengni við börn. 18. júní 2019 12:17