Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2019 17:48 Gordon Sondland er hótelkeðjueigandi og fjárhagslegur Trump og repúblikana. Hann var gerður sendiherra gagnvart ESB þrátt fyrir enga reynslu af opinberum erindrekstri. AP/Pablo Martinez Monsivais Skilyrði sem Donald Trump setti fyrir því að hann féllist á fund með forseta Úkraínu í sumar jafngilti „kaupum kaups“ að mati Gordons Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, sem Trump fól að sjá um samskipti við stjórnvöld í Kænugarði. Þetta er hann sagður hafa tjáð þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump á dögunum. Sondland hefur verið í miðpunkti rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á þrýstingsherferð Trump og bandamanna hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Ásamt Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa Bandaríkjanna, kom Sondland þeim skilaboðum til nýrrar ríkisstjórnar Úkraínu að hún þyrfti að hefja rannsókn til að fá fund með Trump sem hún sóttist eftir. Trump hefur ítrekað harðneitað því að um hvers konar „kaup kaups“ hafi verið að ræða þar sem Úkraínumenn fengju eitthvað frá Bandaríkjastjórn í skiptum fyrir persónulegan pólitískan greiða í aðdraganda forsetakosninga á næsta ár.Wall Street Journal hefur nú eftir lögmanni Sondland að sendiherrann hafi sagt þingnefndunum sem rannsaka Trump í þarsíðustu viku að tilraunir forsetans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Biden hafi verið jafngildi „kaupa kaups“.Vilja fá Sondland aftur fyrir þingnefndirnar Samkvæmt skilningi Sondland hafi Trump sett það sem skilyrði fyrir því að funda með Volodomír Zelenskíj, forseta Úkraínu, að hann lýsti því yfir opinberlega að rannsókn á Biden og stoðlausri samsæriskenningu um tölvupóstþjón Demókrataflokksins væri hafin. Fundur með forseta Bandaríkjanna var stjórnvöldum í Úkraínu sérstaklega mikilvægur þar sem þau reiða sig á stuðning Bandaríkjastjórnar í fimm ára löngu stríði gegn uppreisnarmönnum sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Trump hélt einnig eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. Aðstoðin var ekki afgreidd fyrr en í september þegar bandarískir þingmenn voru farnir að kanna hvað tefði afgreiðslu hennar. Sondland bar vitni um að hann vissi ekki til þess að sú ákvörðun hefði verið tekin til að þrýsta á Zelenskíj og ríkisstjórn hans að rannsaka Biden. William Taylor, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu, bar hins vegar vitni fyrir þingnefndunum á eftir Sondland og sagði Sondland hafa sagt sér að hernaðaraðstoðin væri einnig undir í þrýstingsherferð Trump gegn Úkraínu. Einhverjir þingmenn eru sagðir vilja fá Sondland til að bera aftur vitni. Lögmaður hans segist gera ráð fyrir að sendiherrann yrði við því. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Skilyrði sem Donald Trump setti fyrir því að hann féllist á fund með forseta Úkraínu í sumar jafngilti „kaupum kaups“ að mati Gordons Sondland, sendiherra Bandaríkjanna við Evrópusambandið, sem Trump fól að sjá um samskipti við stjórnvöld í Kænugarði. Þetta er hann sagður hafa tjáð þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump á dögunum. Sondland hefur verið í miðpunkti rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á þrýstingsherferð Trump og bandamanna hans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum á næsta ári. Ásamt Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa Bandaríkjanna, kom Sondland þeim skilaboðum til nýrrar ríkisstjórnar Úkraínu að hún þyrfti að hefja rannsókn til að fá fund með Trump sem hún sóttist eftir. Trump hefur ítrekað harðneitað því að um hvers konar „kaup kaups“ hafi verið að ræða þar sem Úkraínumenn fengju eitthvað frá Bandaríkjastjórn í skiptum fyrir persónulegan pólitískan greiða í aðdraganda forsetakosninga á næsta ár.Wall Street Journal hefur nú eftir lögmanni Sondland að sendiherrann hafi sagt þingnefndunum sem rannsaka Trump í þarsíðustu viku að tilraunir forsetans til að fá úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka Biden hafi verið jafngildi „kaupa kaups“.Vilja fá Sondland aftur fyrir þingnefndirnar Samkvæmt skilningi Sondland hafi Trump sett það sem skilyrði fyrir því að funda með Volodomír Zelenskíj, forseta Úkraínu, að hann lýsti því yfir opinberlega að rannsókn á Biden og stoðlausri samsæriskenningu um tölvupóstþjón Demókrataflokksins væri hafin. Fundur með forseta Bandaríkjanna var stjórnvöldum í Úkraínu sérstaklega mikilvægur þar sem þau reiða sig á stuðning Bandaríkjastjórnar í fimm ára löngu stríði gegn uppreisnarmönnum sem eru hliðhollir Rússum í austanverðu landinu. Trump hélt einnig eftir tæplega 400 milljóna dollara hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. Aðstoðin var ekki afgreidd fyrr en í september þegar bandarískir þingmenn voru farnir að kanna hvað tefði afgreiðslu hennar. Sondland bar vitni um að hann vissi ekki til þess að sú ákvörðun hefði verið tekin til að þrýsta á Zelenskíj og ríkisstjórn hans að rannsaka Biden. William Taylor, æðsti sendifulltrúi Bandaríkjanna í Úkraínu, bar hins vegar vitni fyrir þingnefndunum á eftir Sondland og sagði Sondland hafa sagt sér að hernaðaraðstoðin væri einnig undir í þrýstingsherferð Trump gegn Úkraínu. Einhverjir þingmenn eru sagðir vilja fá Sondland til að bera aftur vitni. Lögmaður hans segist gera ráð fyrir að sendiherrann yrði við því.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04 Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30 Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29 Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Sjá meira
Sendiherra segist hafa verið ósáttur við ákvörðun Trump en fylgt henni samt Einn þeirra sem eru í miðpunkti Úkraínumáls Trump Bandaríkjaforseta segist ekki hafa gert sér grein fyrir að meira hafi hangið á spýtunni í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld. 17. október 2019 16:04
Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Sendiherra ekki viss um hvort Trump sagði satt um Úkraínu Utanríkisráðuneytið bannaði sendiherra Bandaríkjanna við ESB að bera vitni en hann er engu að síður ætla að koma fyrir þingnefnd í vikunni. 14. október 2019 12:30
Segir Trump hafa haldið aftur af hernaðaraðstoð til þess að fá Demókrata rannsakaða Ríkisstjórn Bandaríkjanna undir stjórn forsetans Donald Trump, hélt aftur af tæplega 400 milljón dala hernaðaraðstoð til þess að þrýsta á úkraínsk yfirvöld til þess að rannsaka meinta aðstoð sem yfirvöld í Kænugarði veittu Demókrataflokknum í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016, frá þessu greindi starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney í blaðamannafundi. 17. október 2019 22:29
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump vildi ekki taka þátt í „dópviðskiptum“ Fyrrverandi yfirmaður málefna Rússlands og Evrópu hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump forseta í gær. 15. október 2019 11:01