Kynbundið ofbeldi á Alþingi Böðvar Jónsson skrifar 28. október 2019 09:00 Það var sannarlega áfall að lesa frétt á forsíðu Fréttablaðsins 18. október sl. Yfirskriftin var „80 prósent verða fyrir ofbeldi“. Þarna er verið að fjalla um kynbundið ofbeldi gagnvart þingkonum á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun. Niðurstaða könnunarinnar er borin saman við sambærilega, viðamikla könnun á kynbundnu ofbeldi sem gerð var af Alþjóða þingmannasambandinu og fól í sér fjóra þætti: Sálfræðilegt-, kynferðislegt-, líkamlegt- og efnahagslegt ofbeldi. Það sem vakti sérstaka athygli mína í samanburðinum var, að kynferðislega ofbeldið gagnvart þingkonum hér var rúmum 3% hærra og líkamlega ofbeldið rúmum 9% hærra en í evrópskum þjóðþingum. Aðeins í einum þessara ofbeldisþátta skora evrópsk þjóðþing hærra en okkar háttvirta Alþingi, en það var sálfræðilega ofbeldið sem hjá þeim reyndist 85% á móti 80 prósentum hér. Það er sárt til þess að vita að komið er fram við konur sem starfa á Alþingi með svo ámælisverðum hætti að dökkur skuggi siðleysis falli á þessa stofnun. Hugmyndir um eflingu mannréttinda og jafnræði kynjanna eru óaðskiljanlegar átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Konur búa enn við bág kjör í mörgum þjóðfélögum þar sem hefðbundin forréttindi karla eru varin af fullri hörku. Yngstu trúarbrögð heims, bahaí trúin, hefur ekki farið varhluta af þessu harðræði, en hún boðar meðal annars jafnrétti karla og kvenna og leggur áherslu á að konur komist til jafnrar forystu á við karla á öllum sviðum mannlífsins. Íranska skáldkonan og bahaíinn Tahirih, fyrsti þekkti píslarvottur kvenréttindabaráttunnar og fyrsta konan í íslömsku samfélagi sem felldi blæjuna opinberlega til að boða hin nýju viðhorf trúar sinnar, var líflátin í almenningsgarði í Teheran árið 1852. Sagt er að hennar síðustu orð hafi verið þessi: „Þið getið tekið mig af lífi hvenær sem ykkur þóknast, en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Síðan þá hafa konur um allan heim svo sannarlega risið upp, krafist réttar síns og óumdeilanlega sýnt getu sína á öllum sviðum mannlegs lífs. Hvað þurfa þær að gera meira? Ekkert, það sem á vantar er hugarfarsbreyting og aukinn siðferðisþroski meðal þeirra manna sem leyfa sér að lítillækka konur, koma í veg fyrir að þær njóti sannmælis og beita þær ofbeldi með einum eða öðrum hætti.Höfundur er lyfjafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það var sannarlega áfall að lesa frétt á forsíðu Fréttablaðsins 18. október sl. Yfirskriftin var „80 prósent verða fyrir ofbeldi“. Þarna er verið að fjalla um kynbundið ofbeldi gagnvart þingkonum á Alþingi Íslendinga samkvæmt nýrri könnun. Niðurstaða könnunarinnar er borin saman við sambærilega, viðamikla könnun á kynbundnu ofbeldi sem gerð var af Alþjóða þingmannasambandinu og fól í sér fjóra þætti: Sálfræðilegt-, kynferðislegt-, líkamlegt- og efnahagslegt ofbeldi. Það sem vakti sérstaka athygli mína í samanburðinum var, að kynferðislega ofbeldið gagnvart þingkonum hér var rúmum 3% hærra og líkamlega ofbeldið rúmum 9% hærra en í evrópskum þjóðþingum. Aðeins í einum þessara ofbeldisþátta skora evrópsk þjóðþing hærra en okkar háttvirta Alþingi, en það var sálfræðilega ofbeldið sem hjá þeim reyndist 85% á móti 80 prósentum hér. Það er sárt til þess að vita að komið er fram við konur sem starfa á Alþingi með svo ámælisverðum hætti að dökkur skuggi siðleysis falli á þessa stofnun. Hugmyndir um eflingu mannréttinda og jafnræði kynjanna eru óaðskiljanlegar átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Konur búa enn við bág kjör í mörgum þjóðfélögum þar sem hefðbundin forréttindi karla eru varin af fullri hörku. Yngstu trúarbrögð heims, bahaí trúin, hefur ekki farið varhluta af þessu harðræði, en hún boðar meðal annars jafnrétti karla og kvenna og leggur áherslu á að konur komist til jafnrar forystu á við karla á öllum sviðum mannlífsins. Íranska skáldkonan og bahaíinn Tahirih, fyrsti þekkti píslarvottur kvenréttindabaráttunnar og fyrsta konan í íslömsku samfélagi sem felldi blæjuna opinberlega til að boða hin nýju viðhorf trúar sinnar, var líflátin í almenningsgarði í Teheran árið 1852. Sagt er að hennar síðustu orð hafi verið þessi: „Þið getið tekið mig af lífi hvenær sem ykkur þóknast, en þið getið ekki stöðvað sókn kvenna til frjálsræðis.“ Síðan þá hafa konur um allan heim svo sannarlega risið upp, krafist réttar síns og óumdeilanlega sýnt getu sína á öllum sviðum mannlegs lífs. Hvað þurfa þær að gera meira? Ekkert, það sem á vantar er hugarfarsbreyting og aukinn siðferðisþroski meðal þeirra manna sem leyfa sér að lítillækka konur, koma í veg fyrir að þær njóti sannmælis og beita þær ofbeldi með einum eða öðrum hætti.Höfundur er lyfjafræðingur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun