Lítum fordómalaust í spegil Anna Sigurlín Tómasdóttir skrifar 28. október 2019 12:30 Var ekki há í loftinu þegar ég man fyrst eftir mér á leið heim úr skólanum útgrátin. Það skildi mig enginn og þegar ég yrði stór ætlaði ég sko að segja þessu fullorðna fólki til syndanna. Ég var bara að syngja og dansa og þessi skóli bara kjánalegur. Má maður ekki bara vera eins og maður er? Kennarinn hafði sagt að ég væri vitlaus. Skammað mig fyrir læti en sagði ekkert við strákana. Á þessum tíma hafði þessi unga dama lítinn áhuga á námi, takmarkaða athygli á námsefninu og ekki bætti úr skák allar skammirnar sem fylgdu. Seinna á lífsleiðinni flosnaði hún upp úr námi. Hvers vegna skyld það vera? Vissulega var hún dugleg, hávær og athafnasöm með afbrigðum og miðað við hversu nett hún var fór ótrúlega mikið fyrir henni. Nú telst ég víst orðin fullorðin. Ég er gleymin fyrir allan peninginn og alltaf að. Ég er líka með bjagað tímaskyn, stundum er bara eins og tíminn renni mér úr greipum. Líkt og lækur sem æðir til sjávar í leysingum. Hvers vegna? Að umheimurinn skilji mann ekki, ekki frekar en ég sjálf, er ótrúlega þrúgandi tilfinning og nokkuð sem ég hef alla tíð burðast með gegnum lífið. Ég er fullorðin kona og tveggja barna móðir. Bý í frekar fordómafullu samfélagi eða öllu heldur mannlegu. Þvi við eigum jú öll erfitt með að skilja það sem við ekki þekkjum. Ég vildi óska að ég gæti sagt að ég væri laus við alla fordóma. En þá væri ég ekki mjög sannsögul.Spegla sig barni Leið mín til að skilja hver ég í raun er, var að kynnast barninu mínu betur. Barninu sem gekk ekki hætis hót betur í skóla en sjálfri mér á sínum tíma. Ég get speglað mig í svo mörgu í fari þess. Í upphafi var ég handviss um að lesblinda ætti alla sök. Ræddi þetta við kennara barnsins og við vorum sammála um að vinna þyrfti með lesblinduna. Svo segir kennarinn „eigum við ekki líka að athuga með ADHD“. Á mig kom smá hik, svara svo um hæl að ég sé alveg til í að athugað með ADHD, en „ég ætla sko ekki að setja mín börn á nein ADHD lyf! Þarna greip ég í hnakkadrambið á sjálfri mér. Með eigin fordóma glymjandi milli eyrna mér varð ég hálf hissa að heyra sjálfa mig segja þetta. Ég ákvað að fræðast, las allar rannsóknir um ADHD sem ég fann , t,d. frá Harvard og álíka virtum stofnunum, og áttaði mig fljótlega á að ég væri liklega sjálf með ADHD.Nýtt líf í kjölfar ADHD greiningar Ég komst að hjá frábærum geðlækni sem breytti lifi mínu. Loksins, loksins skildi ég hvers vegna ég var og er eins og er. Þetta er ástæðan fyriri að systir mín bauð mér i afmæli klukkustund á undan hinum. Þetta var og er ástæða þess að ég finn símann stundum í ísskápnum. Listinn er langur og ég þyrfti örugglega annan pistil til, ef ekki marga. Eg er semsagt með ADHD. ADHD er taugaþroskaröskun, sem þýðir að taugar i ákveðnum heilastöðvum í framheila senda ekki boð á sama máta og gengur og gerist. Röskunin er af líffræðilegum toga og liggur oftast í ættum. En sama hversu drullu erfitt getur verið „að fitta ekki inn“ eða haga sér öðruvísi en samfélagið vill að maður geri, þá má ekki gleyma að ADHD á sér margar góðar hliðar. Margt af okkar fremsta íþróttafólki er með ADHD og jafnvel þó lyf geti skipt sköpum i meðferð einstaklinga með ADHD þá er fátt sem hjálpar manni jafn mikið og hreyfing. Margir frumkvöðlar eru með ADHD sem og tónlistarmenn og leikarar. Listinn er langur, enda finnast einstaklingar með ADHD allstaðar.ADHD snillingar Í einu samtali við geðlækninn sagðist ég vera svo endalaust vitlaus, alltaf að gleyma einhverju eða framkvæma án þess að hugsa. „Þú ert snillingur Anna“ svaraði hann, þú átt bara eftir að sjá það sjálf“. Bætti svo við að ég væri svolítið eins og prófessorarnir við HÍ. „Margir kunna að reikna flókinn reiknisdæmi sem engin annar skilur, en geta svo ekki reimað skóna. Þínar gáfur eru kannski ekki á bókina en þú ert svo langt frá að vera vitlaus.“ Stundum er ég og verð örugglega áfram misskilin fyrir allan peninginn. Í dag er ég þó fyrst og fremst þakklát fyrrir að skilja hvers vegna ég er eins og ég er. Að geta stutt börnin mín og frætt aðra til að komandi kynslóðir með sömu raskanir mæti skilning frá samfélaginu er mikilvægt verkefni. Þú getur líka og ættir að leggja þitt af mörkum. Með skilningi og fræðslu tryggjum við að komandi kynslóð verði sterkari og betur i stak búnar til að mæta hindrunum sem á vegi verða.Höfundur er einstaklingur með ADHD. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ég skil þig ekki! Veistu, ég skil þig ekki, sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram. 15. október 2019 11:30 ADHD kemur það mér við? Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. 22. október 2019 11:30 Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Var ekki há í loftinu þegar ég man fyrst eftir mér á leið heim úr skólanum útgrátin. Það skildi mig enginn og þegar ég yrði stór ætlaði ég sko að segja þessu fullorðna fólki til syndanna. Ég var bara að syngja og dansa og þessi skóli bara kjánalegur. Má maður ekki bara vera eins og maður er? Kennarinn hafði sagt að ég væri vitlaus. Skammað mig fyrir læti en sagði ekkert við strákana. Á þessum tíma hafði þessi unga dama lítinn áhuga á námi, takmarkaða athygli á námsefninu og ekki bætti úr skák allar skammirnar sem fylgdu. Seinna á lífsleiðinni flosnaði hún upp úr námi. Hvers vegna skyld það vera? Vissulega var hún dugleg, hávær og athafnasöm með afbrigðum og miðað við hversu nett hún var fór ótrúlega mikið fyrir henni. Nú telst ég víst orðin fullorðin. Ég er gleymin fyrir allan peninginn og alltaf að. Ég er líka með bjagað tímaskyn, stundum er bara eins og tíminn renni mér úr greipum. Líkt og lækur sem æðir til sjávar í leysingum. Hvers vegna? Að umheimurinn skilji mann ekki, ekki frekar en ég sjálf, er ótrúlega þrúgandi tilfinning og nokkuð sem ég hef alla tíð burðast með gegnum lífið. Ég er fullorðin kona og tveggja barna móðir. Bý í frekar fordómafullu samfélagi eða öllu heldur mannlegu. Þvi við eigum jú öll erfitt með að skilja það sem við ekki þekkjum. Ég vildi óska að ég gæti sagt að ég væri laus við alla fordóma. En þá væri ég ekki mjög sannsögul.Spegla sig barni Leið mín til að skilja hver ég í raun er, var að kynnast barninu mínu betur. Barninu sem gekk ekki hætis hót betur í skóla en sjálfri mér á sínum tíma. Ég get speglað mig í svo mörgu í fari þess. Í upphafi var ég handviss um að lesblinda ætti alla sök. Ræddi þetta við kennara barnsins og við vorum sammála um að vinna þyrfti með lesblinduna. Svo segir kennarinn „eigum við ekki líka að athuga með ADHD“. Á mig kom smá hik, svara svo um hæl að ég sé alveg til í að athugað með ADHD, en „ég ætla sko ekki að setja mín börn á nein ADHD lyf! Þarna greip ég í hnakkadrambið á sjálfri mér. Með eigin fordóma glymjandi milli eyrna mér varð ég hálf hissa að heyra sjálfa mig segja þetta. Ég ákvað að fræðast, las allar rannsóknir um ADHD sem ég fann , t,d. frá Harvard og álíka virtum stofnunum, og áttaði mig fljótlega á að ég væri liklega sjálf með ADHD.Nýtt líf í kjölfar ADHD greiningar Ég komst að hjá frábærum geðlækni sem breytti lifi mínu. Loksins, loksins skildi ég hvers vegna ég var og er eins og er. Þetta er ástæðan fyriri að systir mín bauð mér i afmæli klukkustund á undan hinum. Þetta var og er ástæða þess að ég finn símann stundum í ísskápnum. Listinn er langur og ég þyrfti örugglega annan pistil til, ef ekki marga. Eg er semsagt með ADHD. ADHD er taugaþroskaröskun, sem þýðir að taugar i ákveðnum heilastöðvum í framheila senda ekki boð á sama máta og gengur og gerist. Röskunin er af líffræðilegum toga og liggur oftast í ættum. En sama hversu drullu erfitt getur verið „að fitta ekki inn“ eða haga sér öðruvísi en samfélagið vill að maður geri, þá má ekki gleyma að ADHD á sér margar góðar hliðar. Margt af okkar fremsta íþróttafólki er með ADHD og jafnvel þó lyf geti skipt sköpum i meðferð einstaklinga með ADHD þá er fátt sem hjálpar manni jafn mikið og hreyfing. Margir frumkvöðlar eru með ADHD sem og tónlistarmenn og leikarar. Listinn er langur, enda finnast einstaklingar með ADHD allstaðar.ADHD snillingar Í einu samtali við geðlækninn sagðist ég vera svo endalaust vitlaus, alltaf að gleyma einhverju eða framkvæma án þess að hugsa. „Þú ert snillingur Anna“ svaraði hann, þú átt bara eftir að sjá það sjálf“. Bætti svo við að ég væri svolítið eins og prófessorarnir við HÍ. „Margir kunna að reikna flókinn reiknisdæmi sem engin annar skilur, en geta svo ekki reimað skóna. Þínar gáfur eru kannski ekki á bókina en þú ert svo langt frá að vera vitlaus.“ Stundum er ég og verð örugglega áfram misskilin fyrir allan peninginn. Í dag er ég þó fyrst og fremst þakklát fyrrir að skilja hvers vegna ég er eins og ég er. Að geta stutt börnin mín og frætt aðra til að komandi kynslóðir með sömu raskanir mæti skilning frá samfélaginu er mikilvægt verkefni. Þú getur líka og ættir að leggja þitt af mörkum. Með skilningi og fræðslu tryggjum við að komandi kynslóð verði sterkari og betur i stak búnar til að mæta hindrunum sem á vegi verða.Höfundur er einstaklingur með ADHD.
Ég skil þig ekki! Veistu, ég skil þig ekki, sagði yfirmaður við mig fyrir hálfum öðrum áratug. Hann horfði stíft í andlit mér og hélt áfram. 15. október 2019 11:30
ADHD kemur það mér við? Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. 22. október 2019 11:30
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun