Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2019 12:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mætt til Stokkhólms þar sem hún sækir Norðurlandaráðsþing næstu daga. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. Umhverfismál og öryggis- og varnarmál eru meðal þess sem verður í brennidepli á þinginu. Forsætisráðherra segir að þar verði ekki aðeins fjallað um „hefðbundnar og gamaldags“ hugmynd um hernað heldur einnig aðrar nútímaógnir. Alls sækja 87 þingmenn Norðurlandaráðsþing en þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburður ársins. Þar mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars funda með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda. „Ísland er auðvitað að fara að ljúka sinni formennsku, sínu formennskuári hér í Norrænu ráðherranefndinni þannig að hér munu vera íslenskir ráðherrar svona að stýra ráðherrafundum og síðan munu norrænir forsætisráðherrar taka þátt í sérstakri umræðu um hlutverk stjórnmálaflokka og grasrótarhreyfinga í þeim stóru áskorunum sem blasa við þegar kemur að loftslagsvánni,“ segir Katrín. Í kjölfar fundar norrænna forsætisráðherra á miðvikudaginn verður sérstakur fundur með fulltrúum ungmenna frá norðurlöndunum. „Tileinkaður þessari framtíðarsýn sem við samþykktum í Reykjavík, í Viðey í sumar, þar sem við ætluðum að leggja ofuráherslu á umhverfismálin til lengri tíma og nú ætlum við einmitt að fá að hlýða á sjónarmið ungmenna beint. Það er hluti af okkar formennskuáætlun Íslendinga, þar sem við vildum setja ungmenni meira í fókus og heyra meira hvað þau hafa að segja.“ Þá verða öryggismál einnig í brennidepli. „Það er tillaga inni á þinginu sjálfu, um það sem við getum kallað aukið samstarf um samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum,“ segir Katrín. „Við höfum séð það að áhugi er alltaf að aukast hjá norrænum þingmönnum og norrænum ráðherrum um að styrkja samstarf Norðurlandanna þegar kemur að þessari breiðu sýn á öryggismál. Og þá erum við ekki bara að tala um þessa hefðbundnu, gamaldags hugmynd um hernað heldur líka einmitt um umhverfisvá, netöryggi og annað slíkt.“ Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. Umhverfismál og öryggis- og varnarmál eru meðal þess sem verður í brennidepli á þinginu. Forsætisráðherra segir að þar verði ekki aðeins fjallað um „hefðbundnar og gamaldags“ hugmynd um hernað heldur einnig aðrar nútímaógnir. Alls sækja 87 þingmenn Norðurlandaráðsþing en þingið er stærsti norræni stjórnmálaviðburður ársins. Þar mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars funda með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda. „Ísland er auðvitað að fara að ljúka sinni formennsku, sínu formennskuári hér í Norrænu ráðherranefndinni þannig að hér munu vera íslenskir ráðherrar svona að stýra ráðherrafundum og síðan munu norrænir forsætisráðherrar taka þátt í sérstakri umræðu um hlutverk stjórnmálaflokka og grasrótarhreyfinga í þeim stóru áskorunum sem blasa við þegar kemur að loftslagsvánni,“ segir Katrín. Í kjölfar fundar norrænna forsætisráðherra á miðvikudaginn verður sérstakur fundur með fulltrúum ungmenna frá norðurlöndunum. „Tileinkaður þessari framtíðarsýn sem við samþykktum í Reykjavík, í Viðey í sumar, þar sem við ætluðum að leggja ofuráherslu á umhverfismálin til lengri tíma og nú ætlum við einmitt að fá að hlýða á sjónarmið ungmenna beint. Það er hluti af okkar formennskuáætlun Íslendinga, þar sem við vildum setja ungmenni meira í fókus og heyra meira hvað þau hafa að segja.“ Þá verða öryggismál einnig í brennidepli. „Það er tillaga inni á þinginu sjálfu, um það sem við getum kallað aukið samstarf um samfélagslegt öryggi á Norðurlöndum,“ segir Katrín. „Við höfum séð það að áhugi er alltaf að aukast hjá norrænum þingmönnum og norrænum ráðherrum um að styrkja samstarf Norðurlandanna þegar kemur að þessari breiðu sýn á öryggismál. Og þá erum við ekki bara að tala um þessa hefðbundnu, gamaldags hugmynd um hernað heldur líka einmitt um umhverfisvá, netöryggi og annað slíkt.“
Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira