Arnór á skotskónum í sigri Malmö Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. október 2019 19:45 Arnór Ingvi hefur verið að spila vel með Malmö vísir/getty Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark Malmö í sigri á AIK í toppslag í sænsku úrvalsdeildinni. Toppbaráttan í sænsku úrvalsdeildinni er æsispennandi en leikurinn í kvöld var úrslitaleikur um hvort liðið myndi halda sér í baráttunni um titilinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik braut varamaðurinn Anders Christiansen ísinn með marki fyrir Malmö á 78. mínútu. Á 87. mínútu skoraði íslenski landsliðsmaðurinn svo með marki af stuttu færi eftir sendingu Guillermo Molins. Það varð lokamark leiksins, Malmö fór með 2-0 sigur og fór þar með allar titilvonir AIK. Arnór Ingvi spilaði allan leikinn fyrir Malmö og Kolbeinn Sigþórsson gerði slíkt hið sama fyrir AIK. Djurgården er á toppi deildarinnar með 65 stig en Malmö og Hammarby koma þar á eftir með 62 stig hvor þegar ein umferð er eftir. Sænski boltinn
Arnór Ingvi Traustason skoraði annað mark Malmö í sigri á AIK í toppslag í sænsku úrvalsdeildinni. Toppbaráttan í sænsku úrvalsdeildinni er æsispennandi en leikurinn í kvöld var úrslitaleikur um hvort liðið myndi halda sér í baráttunni um titilinn. Eftir markalausan fyrri hálfleik braut varamaðurinn Anders Christiansen ísinn með marki fyrir Malmö á 78. mínútu. Á 87. mínútu skoraði íslenski landsliðsmaðurinn svo með marki af stuttu færi eftir sendingu Guillermo Molins. Það varð lokamark leiksins, Malmö fór með 2-0 sigur og fór þar með allar titilvonir AIK. Arnór Ingvi spilaði allan leikinn fyrir Malmö og Kolbeinn Sigþórsson gerði slíkt hið sama fyrir AIK. Djurgården er á toppi deildarinnar með 65 stig en Malmö og Hammarby koma þar á eftir með 62 stig hvor þegar ein umferð er eftir.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“