Akureyri tekur á móti yfir þúsund gestum Jón Þórisson skrifar 29. október 2019 08:52 Þorsteinn segir mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá stuðning og ráðgjöf við ráðstefnuhaldið. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Búist er við að allt að 1.200 manns sæki ráðstefnu á Akureyri um málefni norðurslóða í lok mars og byrjun apríl á næsta ári. Það eru Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn á Akureyri sem standa fyrir ráðstefnunni sem ber heitið Vísindavika norðurslóða og er hún haldin árlega. Samstarf um ráðstefnuhaldið er við mennta-, umhverfis- og utanríkisráðuneyti auk Akureyrarbæjar. Dagskrá Vísindavikunnar skiptist í þrjá meginþætti og er gert ráð fyrir að aðsókn ráðstefnugesta dreifist nokkuð á ráðstefnudagana. Federica Scarpa, sérfræðingur í heimskautarétti, er ráðstefnustjóri Vísindavikunnar. „Vísindavika norðurslóða er umfangsmesta alþjóðlega vísindaráðstefnan sem farið hefur fram á Akureyri og mun færa ferðaþjónustuaðilum á svæðinu umtalsverðar tekjur á tíma sem er annars rólegur fyrir ferðamennsku,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og formaður undirbúningsnefndar. „Það segir sig sjálft að það er í mörg horn að líta við skipulagningu svona viðburðar og margir þurfa að leggjast á eitt svo þetta takist sem best.“ Að sögn Þorsteins er ráð fyrir því gert að ráðstefnan muni meðal annars undirbúa tillögur fyrir fund vísindaráðherra norðurslóða sem haldinn verður í Japan í nóvember á næsta ári, þar sem Japan og Ísland eru gestgjafar. Hann segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið íslenska sjái um undirbúning fundarins í Japan. „Viðburðir ráðstefnunnar fara einkum fram í húsnæði Háskólans á Akureyri en einnig verður ráðstefnuaðstaðan í Hofi nýtt.“ Þorsteinn segir að staðið verði fyrir menningardagskrá um norðurslóðir þau kvöld sem ráðstefnan stendur og sé sá hluti dagskrárinnar unninn í samstarfi við Akureyrarstofu. „Fyrir skipuleggjendur er mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá þaðan stuðning og ráðgjöf við skipulagningu.“ Hann segir þá leita eftir stuðningi frá fyrirtækjum og einkaaðilum við fjármögnun Vísindavikunnar. „Fjárstuðningur frá einkaaðilum auðveldar skipuleggjendum að innheimta hófleg ráðstefnugjöld sem eykur líkur á því að fleiri ráðstefnugestir komi og eykur þar með veltu hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu í tengslum við ráðstefnuna.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Búist er við að allt að 1.200 manns sæki ráðstefnu á Akureyri um málefni norðurslóða í lok mars og byrjun apríl á næsta ári. Það eru Rannsóknarmiðstöð Íslands og Háskólinn á Akureyri sem standa fyrir ráðstefnunni sem ber heitið Vísindavika norðurslóða og er hún haldin árlega. Samstarf um ráðstefnuhaldið er við mennta-, umhverfis- og utanríkisráðuneyti auk Akureyrarbæjar. Dagskrá Vísindavikunnar skiptist í þrjá meginþætti og er gert ráð fyrir að aðsókn ráðstefnugesta dreifist nokkuð á ráðstefnudagana. Federica Scarpa, sérfræðingur í heimskautarétti, er ráðstefnustjóri Vísindavikunnar. „Vísindavika norðurslóða er umfangsmesta alþjóðlega vísindaráðstefnan sem farið hefur fram á Akureyri og mun færa ferðaþjónustuaðilum á svæðinu umtalsverðar tekjur á tíma sem er annars rólegur fyrir ferðamennsku,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og formaður undirbúningsnefndar. „Það segir sig sjálft að það er í mörg horn að líta við skipulagningu svona viðburðar og margir þurfa að leggjast á eitt svo þetta takist sem best.“ Að sögn Þorsteins er ráð fyrir því gert að ráðstefnan muni meðal annars undirbúa tillögur fyrir fund vísindaráðherra norðurslóða sem haldinn verður í Japan í nóvember á næsta ári, þar sem Japan og Ísland eru gestgjafar. Hann segir að mennta- og menningarmálaráðuneytið íslenska sjái um undirbúning fundarins í Japan. „Viðburðir ráðstefnunnar fara einkum fram í húsnæði Háskólans á Akureyri en einnig verður ráðstefnuaðstaðan í Hofi nýtt.“ Þorsteinn segir að staðið verði fyrir menningardagskrá um norðurslóðir þau kvöld sem ráðstefnan stendur og sé sá hluti dagskrárinnar unninn í samstarfi við Akureyrarstofu. „Fyrir skipuleggjendur er mikilvægt að hafa gott samstarf við atvinnulífið á Norðurlandi og fá þaðan stuðning og ráðgjöf við skipulagningu.“ Hann segir þá leita eftir stuðningi frá fyrirtækjum og einkaaðilum við fjármögnun Vísindavikunnar. „Fjárstuðningur frá einkaaðilum auðveldar skipuleggjendum að innheimta hófleg ráðstefnugjöld sem eykur líkur á því að fleiri ráðstefnugestir komi og eykur þar með veltu hjá fyrirtækjum í ferðaþjónustu í tengslum við ráðstefnuna.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira