Ríkisstjórn Rúmeníu er fallin eftir að þjóðþing landsins samþykkti vantrauststillögu.
Marcel Ciolacu, forseti þingsins, greindi frá niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar, en 238 af 465 þingmönnum studdu tillöguna um að lýsa yfir vantrausti á ríkisstjórn Viorica Dancila.
Það kemur nú í hlut forseta landsins, íhaldsmannsins Klaus Johannis, sem Dancila hefur áður hótað að draga fyrir dóm, að tilnefna nýjan forsætisráðherra.
Stjórnmálaástandið í Rúmeníu hefur verið mjög óstöðug eftir að Alde, stuðningsflokkur stjórnar Jafnaðarmannaflokks Dancila, sagði skilið við stjórnina í ágúst síðastliðinn.
Rúmenska þingið samþykkti vantraust á ríkisstjórnina
Atli Ísleifsson skrifar
