Stórhækka verður kolefnisgjald til að ná loftslagsmarkmiðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 16:28 Hagfræðingar hafa lengi talað um að gjald á kolefni sé skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að kolefnisgjald upp á 75 dollara, rúmar níuþúsund íslenskar krónur, á tonn af koltvísýringi fyrir árið 2030 geti haldið hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Það myndi kalla á alþjóðlegt samkomulag um að gera jarðefnaeldsneyti dýrara í innkaupum. Á Íslandi þyrfti að meira en tvöfalda kolefnisgjald á bensíni. Að meðaltali segir sjóðurinn að kolefnisgjald í heiminum sé um tveir dollarar á tonn, jafnvirði um 250 íslenskra króna. Paulo Mauro, aðstoðarforstöðumaður fjármáladeildar AGS, segir að gríðarlegt stökk þurfi til að kolefnisgjald skili þeim árangri sem sjóðurinn sér fyrir sér að það geti gert. Gjald af þessu tagi gæti hækkað raforkuverð um meira en helming og verð á bensíni um fimmtung í Bandaríkjunum. Það gæti að sama skapi dregið úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun þar um tæpan þriðjung. Í þróunarlöndum gæti kolefnisgjaldið dregið úr losun enn meira og skilað hlutfallslega meiri tekjum. Til að milda efnahagslegu áhrif gjalds ef þessu tagi segir sjóðurinn að hægt væri að beina fénu til almennings, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti á Íslandi er ákveðið miðað við lítra af eldsneyti. Þannig er upphæð þess 8,25 krónur á hvern lítra af bensíni og 9,45 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu. Sé miðað við að um 2,3 kíló kolefnis losni við bruna á hverjum lítra bensíns er kolefnisgjald á bensíni á Íslandi tæplega 3.600 krónur á tonnið. Til að ná því markmiði sem AGS telur geta skilað umtalsverðum árangri þyrfti kolefnisgjaldið því að hækka um 160% hér á landi. Loftslagsmál Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að kolefnisgjald upp á 75 dollara, rúmar níuþúsund íslenskar krónur, á tonn af koltvísýringi fyrir árið 2030 geti haldið hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Það myndi kalla á alþjóðlegt samkomulag um að gera jarðefnaeldsneyti dýrara í innkaupum. Á Íslandi þyrfti að meira en tvöfalda kolefnisgjald á bensíni. Að meðaltali segir sjóðurinn að kolefnisgjald í heiminum sé um tveir dollarar á tonn, jafnvirði um 250 íslenskra króna. Paulo Mauro, aðstoðarforstöðumaður fjármáladeildar AGS, segir að gríðarlegt stökk þurfi til að kolefnisgjald skili þeim árangri sem sjóðurinn sér fyrir sér að það geti gert. Gjald af þessu tagi gæti hækkað raforkuverð um meira en helming og verð á bensíni um fimmtung í Bandaríkjunum. Það gæti að sama skapi dregið úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun þar um tæpan þriðjung. Í þróunarlöndum gæti kolefnisgjaldið dregið úr losun enn meira og skilað hlutfallslega meiri tekjum. Til að milda efnahagslegu áhrif gjalds ef þessu tagi segir sjóðurinn að hægt væri að beina fénu til almennings, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti á Íslandi er ákveðið miðað við lítra af eldsneyti. Þannig er upphæð þess 8,25 krónur á hvern lítra af bensíni og 9,45 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu. Sé miðað við að um 2,3 kíló kolefnis losni við bruna á hverjum lítra bensíns er kolefnisgjald á bensíni á Íslandi tæplega 3.600 krónur á tonnið. Til að ná því markmiði sem AGS telur geta skilað umtalsverðum árangri þyrfti kolefnisgjaldið því að hækka um 160% hér á landi.
Loftslagsmál Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira