Barr vill flytja Bítla ISIS til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2019 22:30 El Shafee Elsheikh og Alexanda Amon Kotey. AP/Hussein Malla Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. Sýrlenskir Kúrdar halda minnst tíu þúsund ISIS-liðum föngum í á þriðja tug fangelsa og er óttast að einhverjir þeirra muni sleppa úr haldi vegna innrásarinnar. Um tvö þúsund þeirra eru erlendir vígamenn og þar af um 800 frá Evrópu. AP fréttaveitan hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að flytja eigi hópinn til Írak á morgun.Tveir menn sem tilheyrðu alræmdum hópi vígamanna sem gengu undir nafninu „Bítlar ISIS“ voru einnig teknir úr haldi Kúrda í gær en ekki liggur fyrir hvort þeir verði fluttir til Írak. Fregnir bárust af því í gærkvöldi að Bítlarnir væru meðal vígamanna sem hermenn Bandaríkjanna hefðu tekið úr haldi Kúrda. Um er að ræða hóp manna sem þykja alræmdir og er ekki vilji til þess að þeir sleppi úr haldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að „hættulegustu“ ISIS-liðarnir hefðu verið fluttir um set. Bítlarnir tveir, sem heita El Shafee Elsheikh og Alexanda Amon Kotey, tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. Meðal annars myrtu þeir blaðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Japan, auk þess sem þeir myrtu hjálparstarfsmenn og sýrlenska hermenn sem handsamaðir voru af hryðjuverkasamtökunum. Aftökurnar voru notaðar í áróðursmyndböndum samtakanna. Leiðtogi hópsins, Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og sá fjórði Aine Davix var handtekinn í Tyrklandi. Þeir voru kallaðir Bítlarnir vegna bresks hreims þeirra. Þetta eru ekki fyrstu vígamennirnir sem eru fluttir frá Sýrlandi til Írak en undanfarna mánuði hafa margar fregnir af slíkum fangaflutningum. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er til dauða, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi.Sjá einnig: Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í ÍrakÞar hafa margir meintir meðlimir Íslamska ríkisins verið dæmdir til dauða og teknir af lífi. Hraði réttarhaldanna hefur þó vakið mikla athygli og mannréttindasamtök hafa sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum. Til eru dæmi um að aðilar hafi verið dæmdir til dauða eftir einungis nokkurra mínútna réttarhöld.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldVarðandi Bítlana og hvert þeir verða fluttir, segir AP fréttaveitan að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi nýverið rætt við Trump um að nauðsynlegt væri að ná þeim úr haldi Kúrda. Barr vill flytja þá til Bandaríkjanna og rétta yfir þeim þar. Yfirvöld Bretlands hafa ekki viljað taka á móti þeim en eftir viðræður á milli Bandaríkjanna og Bretlands gáfu Bretar það út í fyrra að ekki yrði lagst gegn því að þeir hlytu dauðarefsingu, ef þeir yrðu flyttir til Bandaríkjanna. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Í kjölfar þess voru Bítlarnir sviptir ríkisborgararétti þeirra. Bandaríkin Bretland Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Hermenn Bandaríkjanna munu afhenda alræmda vígamenn Íslamska ríkisins til yfirvalda Íraks. Um er að ræða tæplega 50 ISIS-liða sem fluttir voru úr haldi sýrlenskra Kúrda eftir innrás Tyrkland á yfirráðasvæði þeirra í Sýrlandi. Sýrlenskir Kúrdar halda minnst tíu þúsund ISIS-liðum föngum í á þriðja tug fangelsa og er óttast að einhverjir þeirra muni sleppa úr haldi vegna innrásarinnar. Um tvö þúsund þeirra eru erlendir vígamenn og þar af um 800 frá Evrópu. AP fréttaveitan hefur nú eftir heimildarmönnum sínum að flytja eigi hópinn til Írak á morgun.Tveir menn sem tilheyrðu alræmdum hópi vígamanna sem gengu undir nafninu „Bítlar ISIS“ voru einnig teknir úr haldi Kúrda í gær en ekki liggur fyrir hvort þeir verði fluttir til Írak. Fregnir bárust af því í gærkvöldi að Bítlarnir væru meðal vígamanna sem hermenn Bandaríkjanna hefðu tekið úr haldi Kúrda. Um er að ræða hóp manna sem þykja alræmdir og er ekki vilji til þess að þeir sleppi úr haldi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að „hættulegustu“ ISIS-liðarnir hefðu verið fluttir um set. Bítlarnir tveir, sem heita El Shafee Elsheikh og Alexanda Amon Kotey, tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. Meðal annars myrtu þeir blaðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Japan, auk þess sem þeir myrtu hjálparstarfsmenn og sýrlenska hermenn sem handsamaðir voru af hryðjuverkasamtökunum. Aftökurnar voru notaðar í áróðursmyndböndum samtakanna. Leiðtogi hópsins, Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og sá fjórði Aine Davix var handtekinn í Tyrklandi. Þeir voru kallaðir Bítlarnir vegna bresks hreims þeirra. Þetta eru ekki fyrstu vígamennirnir sem eru fluttir frá Sýrlandi til Írak en undanfarna mánuði hafa margar fregnir af slíkum fangaflutningum. Lög Írak segja til um að hægt sé að dæma hvaða hryðjuverkamenn sem er til dauða, jafnvel þó þeir hafi ekki brotið af sér þar í landi.Sjá einnig: Sex franskir ISIS-liðar dæmdir til dauða í ÍrakÞar hafa margir meintir meðlimir Íslamska ríkisins verið dæmdir til dauða og teknir af lífi. Hraði réttarhaldanna hefur þó vakið mikla athygli og mannréttindasamtök hafa sakað Íraka um að byggja dómsmál á takmörkuðum upplýsingum og um að þvinga fram játanir með pyntingum. Til eru dæmi um að aðilar hafi verið dæmdir til dauða eftir einungis nokkurra mínútna réttarhöld.Sjá einnig: Dæmdir til dauða eftir átján mínútna réttarhöldVarðandi Bítlana og hvert þeir verða fluttir, segir AP fréttaveitan að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi nýverið rætt við Trump um að nauðsynlegt væri að ná þeim úr haldi Kúrda. Barr vill flytja þá til Bandaríkjanna og rétta yfir þeim þar. Yfirvöld Bretlands hafa ekki viljað taka á móti þeim en eftir viðræður á milli Bandaríkjanna og Bretlands gáfu Bretar það út í fyrra að ekki yrði lagst gegn því að þeir hlytu dauðarefsingu, ef þeir yrðu flyttir til Bandaríkjanna. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Í kjölfar þess voru Bítlarnir sviptir ríkisborgararétti þeirra.
Bandaríkin Bretland Írak Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45 Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Fleiri fréttir Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Sjá meira
Á móti umferðarsektum en lofar þrælahald Einn af "Bítlum“ ISIS, El Shafee El Sheikh, sér ekki eftir neinu. 9. apríl 2018 10:45
Ræða hvar eigi að rétta yfir síðustu „Bítlunum“ Sýrlenskir Kúrdar handsömuðu þá Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, sem eru frá Bretlandi og tilheyrðu alræmdum hópi erlendra vígamanna Íslamska ríkisins sem pyntuðu og myrtu vestræna gísla samtakanna. 20. febrúar 2018 11:56
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55