Skoða milljarðatuga fjármögnun Blæs Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. október 2019 06:15 Fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs, sem er í eigu ASÍ og BSRB, er nú á teikniborðinu. Formaður VR segir verkefnið hlaupa á tugum milljarða og sér fyrir sér að félagið geti farið í átak í húsnæðismálum eldra fólks. Vísir/vilhelm „Við erum að reyna að leysa stærsta vandann sem er fjármögnun Blæs. Við erum nú að teikna upp möguleikana sem við sjáum fyrir okkur varðandi fjármögnun til lengri tíma,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um húsnæðisfélagið Blæ sem nú er reynt að koma í gang. ASÍ og BSRB stofnuðu Blæ til hliðar við húsnæðisfélagið Bjarg sem er óhagnaðardrifið félag sem ætlað er að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Blær átti að vera almennara félag sem væri ekki bundið sömu kvöðum og Bjarg um hvað mætti byggja og fyrir hvern. Ragnar Þór segir ljóst að Blær verði að geta komið mjög sterkt inn á markaðinn til að leysa úr þeim mikla vanda sem sé á húsnæðismarkaði. „Svona verkefni þarf að hlaupa á tugum milljarða. Við leitum auðvitað til þeirra aðila sem hafa þolinmótt fjármagn, eins og lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður.“ Nú sé verið að kynna verkefnið fyrir ríkisstjórninni og lífeyrissjóðum. „Auðvitað er ekkert í hendi og við vitum ekki hvernig þetta mun ganga en ég vona svo sannarlega að þetta taki ekki of langan tíma.“ Dagskipunin hjá sér og þeim sem staðið hafi að lífskjarasamningnum sé að fylgja því risastóra verkefni eftir og þar leggur Ragnar Þór mikla áherslu á húsnæðismálin. „Þetta er ákall til lífeyrissjóða, stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs og allra þeirra sem vettlingi geta valdið í þessu að koma að þessu með jákvæðum hætti. Ekki fara að spá í því hver á hugmyndina eða hver er í hvaða liði.“ Ragnar Þór bendir á að hjá Íbúðalánasjóði liggi á þriðja hundrað milljarða óráðstafaðir og að eignir lífeyrissjóðanna séu um 4.700 milljarðar. „Þótt svona verkefni sé dýrt eigi að gera þetta af myndarskap, eru þetta smáaurar í stóra samhenginu. Það væri lítill hluti fjárfestingargetu sjóðanna sem færi í slíka uppbyggingu á ári, kannski sjö til átta milljarðar.“ Ragnar Þór segir að Blær muni geta farið í átak fyrir þá hópa sem séu í mesta vandanum hverju sinni eins og eldra fólk er nú. „Það þarf að vera gríðarleg innspýting fyrir eldra fólk því staða þess á húsnæðismarkaði í dag er grafalvarleg. “ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
„Við erum að reyna að leysa stærsta vandann sem er fjármögnun Blæs. Við erum nú að teikna upp möguleikana sem við sjáum fyrir okkur varðandi fjármögnun til lengri tíma,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um húsnæðisfélagið Blæ sem nú er reynt að koma í gang. ASÍ og BSRB stofnuðu Blæ til hliðar við húsnæðisfélagið Bjarg sem er óhagnaðardrifið félag sem ætlað er að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Blær átti að vera almennara félag sem væri ekki bundið sömu kvöðum og Bjarg um hvað mætti byggja og fyrir hvern. Ragnar Þór segir ljóst að Blær verði að geta komið mjög sterkt inn á markaðinn til að leysa úr þeim mikla vanda sem sé á húsnæðismarkaði. „Svona verkefni þarf að hlaupa á tugum milljarða. Við leitum auðvitað til þeirra aðila sem hafa þolinmótt fjármagn, eins og lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður.“ Nú sé verið að kynna verkefnið fyrir ríkisstjórninni og lífeyrissjóðum. „Auðvitað er ekkert í hendi og við vitum ekki hvernig þetta mun ganga en ég vona svo sannarlega að þetta taki ekki of langan tíma.“ Dagskipunin hjá sér og þeim sem staðið hafi að lífskjarasamningnum sé að fylgja því risastóra verkefni eftir og þar leggur Ragnar Þór mikla áherslu á húsnæðismálin. „Þetta er ákall til lífeyrissjóða, stjórnvalda, Íbúðalánasjóðs og allra þeirra sem vettlingi geta valdið í þessu að koma að þessu með jákvæðum hætti. Ekki fara að spá í því hver á hugmyndina eða hver er í hvaða liði.“ Ragnar Þór bendir á að hjá Íbúðalánasjóði liggi á þriðja hundrað milljarða óráðstafaðir og að eignir lífeyrissjóðanna séu um 4.700 milljarðar. „Þótt svona verkefni sé dýrt eigi að gera þetta af myndarskap, eru þetta smáaurar í stóra samhenginu. Það væri lítill hluti fjárfestingargetu sjóðanna sem færi í slíka uppbyggingu á ári, kannski sjö til átta milljarðar.“ Ragnar Þór segir að Blær muni geta farið í átak fyrir þá hópa sem séu í mesta vandanum hverju sinni eins og eldra fólk er nú. „Það þarf að vera gríðarleg innspýting fyrir eldra fólk því staða þess á húsnæðismarkaði í dag er grafalvarleg. “
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira