Eru 107 ára í hljómsveitarárum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 11. október 2019 09:15 Steingrímur, hljómborðsleikari sveitarinnar og annar söngvari, ásamt trommaranum Magnúsi. Fréttablaðið/Anton Popphljómsveitin Moses Hightower heldur tónleika í kvöld í Háskólabíói þar sem öllu verður tjaldað til. Meðlimir sveitarinnar eru með margt á prjónunum og því gefst ekki oft tækifæri til að halda svona stóra tónleikana. Fréttablaðið ræddi við Steingrím Karl Teague og Magnús Trygvason Eliassen, tvo af þremur meðlimum sveitarinnar.Aðeins meira spari „Maggi er í öllum hljómsveitum á Íslandi eiginlega. Þangað til annað kemur í ljós þá geri ég bara ráð fyrir því,“ segir Steingrímur, annar söngvari sveitarinnar. „Svo hef ég sjálfur verið á tónleikaferðalagi með Of Monsters and Men. Svo er Andri, hinn söngvari sveitarinnar, að gera milljón hluti, spila með Friðriki Dór og Jóni og alveg fullt af öðrum,“ bætir hann svo við. Það getur því verið flókið að púsla sveitinni saman, en Steingrímur segir þá reyna að gera það almennilega. „Þá gerum við eitthvað svolítið úr því. Við héldum útgáfutónleika árið 2017 þegar síðasta platan okkar, Fjallaloft, kom út. Þeir tónleikar fóru líka fram í Háskólabíói og það var mjög gaman. Þá vorum við einmitt með alls konar lúðra og flott ljós. Við höfum spilað svo oft á litlum sveittum giggum, sem er mjög skemmtilegt, en það er líka gaman að gera þetta svona,“ segir Steingrímur. Hann mælir því tvímælalaust með að fólk sem hefur áður séð þá á smærri tónleikum geri sér ferð á þessa, því þetta sé öðruvísi upplifun, aðeins meira spari.Taka eldri slagara Hljómsveitin gaf út lagið Lyftutónlist síðasta föstudag, og verður það spilað á tónleikunum. Þeir segja að planið sé líka að taka lög sem þeir hafi ekki mikið spilað á tónleikum síðustu ár. „Nú þegar við erum komnir með þrjár plötur þá þarf maður að fara að velja úr, við getum ekki bara spilað í fjóra tíma,“ segir Steingrímur. Hann segir að þeir hafi lagt nokkur lög sjálfir á hilluna tímabundið. „Nú erum við tilbúnari á kíkja á þau aftur. Líka svona fyrst þetta er smá spari tilefni,“ segir hann. „Við erum reyndar að fara að spila alveg fullt af lögum sem við höfum ekki spilað lengi,“ bætir Magnús við. „Við ættum kannski að fara að æfa okkur eitthvað,“ stingur Steingrímur upp á. „Nei, nei,“ svarar Magnús.Seinka vegna landsleiksins „Við erum búnir að vera að æfa eitthvað,“ segir Magnús inntur eftir því hvort þeir séu þannig að þeir mæti bara á svæðið og kunni þetta allt eða það þurfi strangar æfingar til að rifja upp eldri lögin. „Í gær komu lúðrar á æfingu, við munum svo æfa meira með þeim. Svo er slagverksleikari og auka-hljóðgervlasérfræðingur. Það verða ellefu manns á sviðinu,“ segir Steingrímur. Þeir vilja svo sérstaklega koma því til skila að tónleikarnir byrji aðeins seinna en auglýst hefur verið í ljósi þess að landsleik Íslands og Frakklands lýkur um það leyti. „Þeir hefjast svona korteri seinna, í mesta lagi sautján mínútum,“ segir Steingrímur. „Já, þeir hefjast 21:17,34,“ bætir Magnús við.Ný plata á leiðinni „Við erum að vinna í nýrri plötu núna,“ segir Magnús. Steingrímur segir að um sé að ræða styttri plötu með fimm til sjö lögum. „Þannig að þetta er einhvers konar plötildi, stuttskífa,“ bætir hann við. „Við erum alveg langt komir með hana,“ segir Magnús.En hefur stíllinn eitthvað breyst í gegnum árin? „Mér finnst við þora meira,“ svarar Magnús. „Já og treystum betur hver öðrum. Það eru fjórtán ár síðan hljómsveitin var stofnuð. Þannig að við erum 107 ára í hljómsveitarárum,“ segir Steingrímur. Miða á tónleikana er hægt að nálgast á tix.is. Tónlist Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Popphljómsveitin Moses Hightower heldur tónleika í kvöld í Háskólabíói þar sem öllu verður tjaldað til. Meðlimir sveitarinnar eru með margt á prjónunum og því gefst ekki oft tækifæri til að halda svona stóra tónleikana. Fréttablaðið ræddi við Steingrím Karl Teague og Magnús Trygvason Eliassen, tvo af þremur meðlimum sveitarinnar.Aðeins meira spari „Maggi er í öllum hljómsveitum á Íslandi eiginlega. Þangað til annað kemur í ljós þá geri ég bara ráð fyrir því,“ segir Steingrímur, annar söngvari sveitarinnar. „Svo hef ég sjálfur verið á tónleikaferðalagi með Of Monsters and Men. Svo er Andri, hinn söngvari sveitarinnar, að gera milljón hluti, spila með Friðriki Dór og Jóni og alveg fullt af öðrum,“ bætir hann svo við. Það getur því verið flókið að púsla sveitinni saman, en Steingrímur segir þá reyna að gera það almennilega. „Þá gerum við eitthvað svolítið úr því. Við héldum útgáfutónleika árið 2017 þegar síðasta platan okkar, Fjallaloft, kom út. Þeir tónleikar fóru líka fram í Háskólabíói og það var mjög gaman. Þá vorum við einmitt með alls konar lúðra og flott ljós. Við höfum spilað svo oft á litlum sveittum giggum, sem er mjög skemmtilegt, en það er líka gaman að gera þetta svona,“ segir Steingrímur. Hann mælir því tvímælalaust með að fólk sem hefur áður séð þá á smærri tónleikum geri sér ferð á þessa, því þetta sé öðruvísi upplifun, aðeins meira spari.Taka eldri slagara Hljómsveitin gaf út lagið Lyftutónlist síðasta föstudag, og verður það spilað á tónleikunum. Þeir segja að planið sé líka að taka lög sem þeir hafi ekki mikið spilað á tónleikum síðustu ár. „Nú þegar við erum komnir með þrjár plötur þá þarf maður að fara að velja úr, við getum ekki bara spilað í fjóra tíma,“ segir Steingrímur. Hann segir að þeir hafi lagt nokkur lög sjálfir á hilluna tímabundið. „Nú erum við tilbúnari á kíkja á þau aftur. Líka svona fyrst þetta er smá spari tilefni,“ segir hann. „Við erum reyndar að fara að spila alveg fullt af lögum sem við höfum ekki spilað lengi,“ bætir Magnús við. „Við ættum kannski að fara að æfa okkur eitthvað,“ stingur Steingrímur upp á. „Nei, nei,“ svarar Magnús.Seinka vegna landsleiksins „Við erum búnir að vera að æfa eitthvað,“ segir Magnús inntur eftir því hvort þeir séu þannig að þeir mæti bara á svæðið og kunni þetta allt eða það þurfi strangar æfingar til að rifja upp eldri lögin. „Í gær komu lúðrar á æfingu, við munum svo æfa meira með þeim. Svo er slagverksleikari og auka-hljóðgervlasérfræðingur. Það verða ellefu manns á sviðinu,“ segir Steingrímur. Þeir vilja svo sérstaklega koma því til skila að tónleikarnir byrji aðeins seinna en auglýst hefur verið í ljósi þess að landsleik Íslands og Frakklands lýkur um það leyti. „Þeir hefjast svona korteri seinna, í mesta lagi sautján mínútum,“ segir Steingrímur. „Já, þeir hefjast 21:17,34,“ bætir Magnús við.Ný plata á leiðinni „Við erum að vinna í nýrri plötu núna,“ segir Magnús. Steingrímur segir að um sé að ræða styttri plötu með fimm til sjö lögum. „Þannig að þetta er einhvers konar plötildi, stuttskífa,“ bætir hann við. „Við erum alveg langt komir með hana,“ segir Magnús.En hefur stíllinn eitthvað breyst í gegnum árin? „Mér finnst við þora meira,“ svarar Magnús. „Já og treystum betur hver öðrum. Það eru fjórtán ár síðan hljómsveitin var stofnuð. Þannig að við erum 107 ára í hljómsveitarárum,“ segir Steingrímur. Miða á tónleikana er hægt að nálgast á tix.is.
Tónlist Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“