Báknið kjurrt Hörður Ægisson skrifar 11. október 2019 07:00 Rekstrarumhvefi fyrirtækja hefur ekki verið jafn krefjandi og nú í langan tíma. Það birtist okkur í auknum launakostnaði, hratt vaxandi atvinnuleysi, miklum samdrætti í nýjum útlánum til fyrirtækja á milli ára og kólnandi byggingargeira. Við þessar aðstæður er viðbúið að fjárfesting í atvinnulífinu dragist verulega saman. Verðlækkanir á hlutabréfamarkaði eru hugsanlega viðvörunarbjöllur um það sem koma skal. Seðlabankinn hefur brugðist við með því að lækka vexti í fjórgang – samanlagt um eitt prósentustig – frá því í vor. Það er ekki nóg. Vaxtalækkanir hafa ekki skilað sér til fyrirtækja heldur eru þau í mörgum tilfellum að sjá hækkandi vaxtaálag í bankakerfinu. Veturinn verður tími hagræðingar, sem mun einkum felast í uppsögnum, og sameiningum fyrirtækja í atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu. Staðan er um margt fordæmalaus. Óumdeilt er að þjóðarbúið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum, meðal annars þegar litið er til 840 milljarða gjaldeyrisforða Seðlabankans, lítillar skuldsetningar ríkisins, viðvarandi viðskiptaafgangs og jákvæðrar eignastöðu við útlönd, en það eru samt blikur á lofti. Hættan er sú að óvissa og stigvaxandi svartsýni heimila muni smitast í einkaneysluna, helsta drifkraft hagvaxtar, fasteignamarkaðinn og fjárfestingaráform fyrirtækja. Slíkur spírall, sem við sjáum vísbendingar um að sé þegar hafinn, veldur því að allir rifa seglin á sama tíma. Nýta þarf betur tæki og tól peningastefnunnar til að afstýra slíkri atburðarás, einkum nú þegar verðbólguvæntingar fara lækkandi, með skýrari skilaboðum um vaxtalækkunarferlið í stað þess að bíða og sjá til. Nýr seðlabankastjóri nýtti því miður ekki það tækifæri á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Á meðan almenni vinnumarkaðurinn er að grípa til sársaukafullra aðgerða eru opinberir starfsmenn staddir í sínum hliðarveruleika. Stéttarfélög þeirra álíta að þau geti sótt sér meiri kjarabætur en um var samið í Lífskjarasamningunum fyrr á árinu. Það er ekki í boði að eftirláta opinberum starfsmönnum, sem eru með hæstu heildarlaun á Norðurlöndum, að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Ríkið hefur hlutverki að gegna við að sporna gegn niðursveiflunni, sem ætti að felast í auknum innviðafjárfestingum og lækkun skatta á heimili og fyrirtæki, en það verður ekki gert með því að standa undir enn meiri rekstrarútgjöldum til handa opinberum stofnunum. Frá aldamótum hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 55 prósent á meðan fjölgunin á almennum vinnumarkaði nemur 18 prósentum. Þá eru skattar á Íslandi einir þeir hæstu innan OECD og útgjaldaþensla ríkisins er stjórnlaus. Það gætir vaxandi óþreyju með þessa þróun. Stærsti flokkur landsins, sem mælist nú með minna en 20 prósenta fylgi, hefur löngum talið sér það til tekna að vera málsvari einkaframtaks og minni ríkisumsvifa. Ekki fer þó mikið fyrir þeim áherslum, hvorki í orði né á borði, og sú staðreynd að fylgið er í botni þarf því ekki að koma á óvart. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði yfir þúsund milljarðar á næsta ári og hafa þau aukist um nærri 300 milljarða á einum áratug. Í stað þess að aukin útgjöld séu sjálfkrafa talin besti mælikvarðinn á árangur og þjónustu opinberra stofnana þarf ríkið að koma á skýrari mælikvörðum hvað skattgreiðendur eru að fá fyrir peninginn. Verði ekki snúið af þessari braut stefnir í óefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Vinnumarkaður Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Rekstrarumhvefi fyrirtækja hefur ekki verið jafn krefjandi og nú í langan tíma. Það birtist okkur í auknum launakostnaði, hratt vaxandi atvinnuleysi, miklum samdrætti í nýjum útlánum til fyrirtækja á milli ára og kólnandi byggingargeira. Við þessar aðstæður er viðbúið að fjárfesting í atvinnulífinu dragist verulega saman. Verðlækkanir á hlutabréfamarkaði eru hugsanlega viðvörunarbjöllur um það sem koma skal. Seðlabankinn hefur brugðist við með því að lækka vexti í fjórgang – samanlagt um eitt prósentustig – frá því í vor. Það er ekki nóg. Vaxtalækkanir hafa ekki skilað sér til fyrirtækja heldur eru þau í mörgum tilfellum að sjá hækkandi vaxtaálag í bankakerfinu. Veturinn verður tími hagræðingar, sem mun einkum felast í uppsögnum, og sameiningum fyrirtækja í atvinnugreinum á borð við ferðaþjónustu. Staðan er um margt fordæmalaus. Óumdeilt er að þjóðarbúið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum, meðal annars þegar litið er til 840 milljarða gjaldeyrisforða Seðlabankans, lítillar skuldsetningar ríkisins, viðvarandi viðskiptaafgangs og jákvæðrar eignastöðu við útlönd, en það eru samt blikur á lofti. Hættan er sú að óvissa og stigvaxandi svartsýni heimila muni smitast í einkaneysluna, helsta drifkraft hagvaxtar, fasteignamarkaðinn og fjárfestingaráform fyrirtækja. Slíkur spírall, sem við sjáum vísbendingar um að sé þegar hafinn, veldur því að allir rifa seglin á sama tíma. Nýta þarf betur tæki og tól peningastefnunnar til að afstýra slíkri atburðarás, einkum nú þegar verðbólguvæntingar fara lækkandi, með skýrari skilaboðum um vaxtalækkunarferlið í stað þess að bíða og sjá til. Nýr seðlabankastjóri nýtti því miður ekki það tækifæri á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans. Á meðan almenni vinnumarkaðurinn er að grípa til sársaukafullra aðgerða eru opinberir starfsmenn staddir í sínum hliðarveruleika. Stéttarfélög þeirra álíta að þau geti sótt sér meiri kjarabætur en um var samið í Lífskjarasamningunum fyrr á árinu. Það er ekki í boði að eftirláta opinberum starfsmönnum, sem eru með hæstu heildarlaun á Norðurlöndum, að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Ríkið hefur hlutverki að gegna við að sporna gegn niðursveiflunni, sem ætti að felast í auknum innviðafjárfestingum og lækkun skatta á heimili og fyrirtæki, en það verður ekki gert með því að standa undir enn meiri rekstrarútgjöldum til handa opinberum stofnunum. Frá aldamótum hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 55 prósent á meðan fjölgunin á almennum vinnumarkaði nemur 18 prósentum. Þá eru skattar á Íslandi einir þeir hæstu innan OECD og útgjaldaþensla ríkisins er stjórnlaus. Það gætir vaxandi óþreyju með þessa þróun. Stærsti flokkur landsins, sem mælist nú með minna en 20 prósenta fylgi, hefur löngum talið sér það til tekna að vera málsvari einkaframtaks og minni ríkisumsvifa. Ekki fer þó mikið fyrir þeim áherslum, hvorki í orði né á borði, og sú staðreynd að fylgið er í botni þarf því ekki að koma á óvart. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði yfir þúsund milljarðar á næsta ári og hafa þau aukist um nærri 300 milljarða á einum áratug. Í stað þess að aukin útgjöld séu sjálfkrafa talin besti mælikvarðinn á árangur og þjónustu opinberra stofnana þarf ríkið að koma á skýrari mælikvörðum hvað skattgreiðendur eru að fá fyrir peninginn. Verði ekki snúið af þessari braut stefnir í óefni.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun