Lífið er of stutt Sveinn Arnarsson skrifar 11. október 2019 07:14 Lífið er of stutt fyrir vont kaffi, of stutt fyrir rauðvínssull úr neðstu hillu og of stutt fyrir bíómyndaáhorf undir 6,0 á IMDb. Það er einnig of stutt til þess að háma í sig vondan mat eða festa sig í aðstæðum sem valda ekki ánægju. Lífið er of stutt fyrir leiðinlega knattspyrnuleiki, tuð um stjórnmál og almenn leiðindi. Sýknt og heilagt er básúnað að lífið felist í því að finna gleðina og eyða ekki tíma sínum í aðstæðum eða við daglegar gjörðir sem gera ekkert fyrir mann; sóa hinum dýrmæta tíma sem almættið hefur útdeilt til okkar. Það er nefnilega þannig að lífið er of stutt til að tileinka sér hluti sem valda ekki ánægju. Og mörlandinn er að mestu sammála þessum samt sem áður margþreytta frasa. Merking frasans er hins vegar að einhverju leyti dýpri því í gangverki okkar vestræna samfélags er skorturinn það sem öllu máli skiptir. Við erum aðeins grunlausir og nautheimskir neytendur í leit að betra kaffi, betri mat, betra rauðvíni og skemmtilegri afþreyingu. Þennan frasa virðast íbúar höfuðborgarsvæðisins kirja ómeðvitað innra með sér um tuttugu klukkustundir á ári. Hins vegar slokknar allhressilega á möntrunni um að lífið sé of stutt í tvær klukkustundir að morgni og aftur í tvo tíma síðdegis. Þá er í lagi að hætta lífsgæðakapphlaupinu og forheimskast í íslenskri umferðarmenningu. Leitina að betra kaffi og betra rauðvíni má líka heimfæra á umferðarmenningu okkar Íslendinga. Lífið er of stutt fyrir einkabílinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveinn Arnarsson Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi, of stutt fyrir rauðvínssull úr neðstu hillu og of stutt fyrir bíómyndaáhorf undir 6,0 á IMDb. Það er einnig of stutt til þess að háma í sig vondan mat eða festa sig í aðstæðum sem valda ekki ánægju. Lífið er of stutt fyrir leiðinlega knattspyrnuleiki, tuð um stjórnmál og almenn leiðindi. Sýknt og heilagt er básúnað að lífið felist í því að finna gleðina og eyða ekki tíma sínum í aðstæðum eða við daglegar gjörðir sem gera ekkert fyrir mann; sóa hinum dýrmæta tíma sem almættið hefur útdeilt til okkar. Það er nefnilega þannig að lífið er of stutt til að tileinka sér hluti sem valda ekki ánægju. Og mörlandinn er að mestu sammála þessum samt sem áður margþreytta frasa. Merking frasans er hins vegar að einhverju leyti dýpri því í gangverki okkar vestræna samfélags er skorturinn það sem öllu máli skiptir. Við erum aðeins grunlausir og nautheimskir neytendur í leit að betra kaffi, betri mat, betra rauðvíni og skemmtilegri afþreyingu. Þennan frasa virðast íbúar höfuðborgarsvæðisins kirja ómeðvitað innra með sér um tuttugu klukkustundir á ári. Hins vegar slokknar allhressilega á möntrunni um að lífið sé of stutt í tvær klukkustundir að morgni og aftur í tvo tíma síðdegis. Þá er í lagi að hætta lífsgæðakapphlaupinu og forheimskast í íslenskri umferðarmenningu. Leitina að betra kaffi og betra rauðvíni má líka heimfæra á umferðarmenningu okkar Íslendinga. Lífið er of stutt fyrir einkabílinn.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar