Lífið er of stutt Sveinn Arnarsson skrifar 11. október 2019 07:14 Lífið er of stutt fyrir vont kaffi, of stutt fyrir rauðvínssull úr neðstu hillu og of stutt fyrir bíómyndaáhorf undir 6,0 á IMDb. Það er einnig of stutt til þess að háma í sig vondan mat eða festa sig í aðstæðum sem valda ekki ánægju. Lífið er of stutt fyrir leiðinlega knattspyrnuleiki, tuð um stjórnmál og almenn leiðindi. Sýknt og heilagt er básúnað að lífið felist í því að finna gleðina og eyða ekki tíma sínum í aðstæðum eða við daglegar gjörðir sem gera ekkert fyrir mann; sóa hinum dýrmæta tíma sem almættið hefur útdeilt til okkar. Það er nefnilega þannig að lífið er of stutt til að tileinka sér hluti sem valda ekki ánægju. Og mörlandinn er að mestu sammála þessum samt sem áður margþreytta frasa. Merking frasans er hins vegar að einhverju leyti dýpri því í gangverki okkar vestræna samfélags er skorturinn það sem öllu máli skiptir. Við erum aðeins grunlausir og nautheimskir neytendur í leit að betra kaffi, betri mat, betra rauðvíni og skemmtilegri afþreyingu. Þennan frasa virðast íbúar höfuðborgarsvæðisins kirja ómeðvitað innra með sér um tuttugu klukkustundir á ári. Hins vegar slokknar allhressilega á möntrunni um að lífið sé of stutt í tvær klukkustundir að morgni og aftur í tvo tíma síðdegis. Þá er í lagi að hætta lífsgæðakapphlaupinu og forheimskast í íslenskri umferðarmenningu. Leitina að betra kaffi og betra rauðvíni má líka heimfæra á umferðarmenningu okkar Íslendinga. Lífið er of stutt fyrir einkabílinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveinn Arnarsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Lífið er of stutt fyrir vont kaffi, of stutt fyrir rauðvínssull úr neðstu hillu og of stutt fyrir bíómyndaáhorf undir 6,0 á IMDb. Það er einnig of stutt til þess að háma í sig vondan mat eða festa sig í aðstæðum sem valda ekki ánægju. Lífið er of stutt fyrir leiðinlega knattspyrnuleiki, tuð um stjórnmál og almenn leiðindi. Sýknt og heilagt er básúnað að lífið felist í því að finna gleðina og eyða ekki tíma sínum í aðstæðum eða við daglegar gjörðir sem gera ekkert fyrir mann; sóa hinum dýrmæta tíma sem almættið hefur útdeilt til okkar. Það er nefnilega þannig að lífið er of stutt til að tileinka sér hluti sem valda ekki ánægju. Og mörlandinn er að mestu sammála þessum samt sem áður margþreytta frasa. Merking frasans er hins vegar að einhverju leyti dýpri því í gangverki okkar vestræna samfélags er skorturinn það sem öllu máli skiptir. Við erum aðeins grunlausir og nautheimskir neytendur í leit að betra kaffi, betri mat, betra rauðvíni og skemmtilegri afþreyingu. Þennan frasa virðast íbúar höfuðborgarsvæðisins kirja ómeðvitað innra með sér um tuttugu klukkustundir á ári. Hins vegar slokknar allhressilega á möntrunni um að lífið sé of stutt í tvær klukkustundir að morgni og aftur í tvo tíma síðdegis. Þá er í lagi að hætta lífsgæðakapphlaupinu og forheimskast í íslenskri umferðarmenningu. Leitina að betra kaffi og betra rauðvíni má líka heimfæra á umferðarmenningu okkar Íslendinga. Lífið er of stutt fyrir einkabílinn.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun