Gerlamengun í vatni frá Grábrókarveitu staðfest Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2019 10:21 Vatnsbólið þar þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Veitur Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafa ítrekað tilmæli frá í gær um að viðskiptavinir vatnsveitu Veitna úr Grábrókarhrauni sjóði neysluvatn. Staðfesting barst í morgun að vatnið þar sé gerlamengað. Bæði kólí og E.coli gerlar fundust í sýninu sem gruninn vakti. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Um miðja næstu viku verður tekinn í notkun lýsingarbúnaður við vatnsbólið og skorað er á fólk að sjóða neysluvatn þangað til. „Veitur hófu daglega sýnatöku úr vatnsbólinu þegar fyrst kviknaði grunur um gerlamengun í því á fimmtudag í síðustu viku. Þau sýni reyndust mengunarlaus þar til grunur kviknaði aftur um gerlamengun í gær. Í morgun fékkst staðfesting á þeim. Vatnsbólið í Grábrókarhrauni var tekið í notkun árið 2007 og þetta er í fyrsta skipti sem notendur þess eru hvattir til að sjóða neysluvatnið.Þjónustusæði Grábrókarveitu.VeiturEftir að grunur var um gerla í vatninu á dögunum var ákveðið að setja upp lýsingarbúnað við vatnsbólið í Grábrókarhrauni. Stefnt er að því að hann verði kominn í notkun á miðvikudag en hann mun tryggja öryggi vatnsins. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Veitur leggja áherslu á að notendur sjóði neysluvatn þar til búnaðurinn verður virkur enda geta gerlasmit valdið slæmum sýkingum hjá fólki, einkum þeim sem eru viðkvæm fyrir, þar með talin eru börn og eldra fólk. Starfsfólk Veitna leggur nú kapp á að ná til sem flestra viðskiptavina og eftirlitsaðilum er haldið vel upplýstum um framvindu,“ segir í tilkynningu frá Veitum. Borgarbyggð Heilbrigðismál Umhverfismál Tengdar fréttir Nýr óstaðfestur grunur um gerla í Grábrókarveitu Íbúar á svæðinu eru hvattir til að sjóða allt neysluvatn. 10. október 2019 11:37 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Veitur og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hafa ítrekað tilmæli frá í gær um að viðskiptavinir vatnsveitu Veitna úr Grábrókarhrauni sjóði neysluvatn. Staðfesting barst í morgun að vatnið þar sé gerlamengað. Bæði kólí og E.coli gerlar fundust í sýninu sem gruninn vakti. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Um miðja næstu viku verður tekinn í notkun lýsingarbúnaður við vatnsbólið og skorað er á fólk að sjóða neysluvatn þangað til. „Veitur hófu daglega sýnatöku úr vatnsbólinu þegar fyrst kviknaði grunur um gerlamengun í því á fimmtudag í síðustu viku. Þau sýni reyndust mengunarlaus þar til grunur kviknaði aftur um gerlamengun í gær. Í morgun fékkst staðfesting á þeim. Vatnsbólið í Grábrókarhrauni var tekið í notkun árið 2007 og þetta er í fyrsta skipti sem notendur þess eru hvattir til að sjóða neysluvatnið.Þjónustusæði Grábrókarveitu.VeiturEftir að grunur var um gerla í vatninu á dögunum var ákveðið að setja upp lýsingarbúnað við vatnsbólið í Grábrókarhrauni. Stefnt er að því að hann verði kominn í notkun á miðvikudag en hann mun tryggja öryggi vatnsins. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Veitur leggja áherslu á að notendur sjóði neysluvatn þar til búnaðurinn verður virkur enda geta gerlasmit valdið slæmum sýkingum hjá fólki, einkum þeim sem eru viðkvæm fyrir, þar með talin eru börn og eldra fólk. Starfsfólk Veitna leggur nú kapp á að ná til sem flestra viðskiptavina og eftirlitsaðilum er haldið vel upplýstum um framvindu,“ segir í tilkynningu frá Veitum.
Borgarbyggð Heilbrigðismál Umhverfismál Tengdar fréttir Nýr óstaðfestur grunur um gerla í Grábrókarveitu Íbúar á svæðinu eru hvattir til að sjóða allt neysluvatn. 10. október 2019 11:37 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Nýr óstaðfestur grunur um gerla í Grábrókarveitu Íbúar á svæðinu eru hvattir til að sjóða allt neysluvatn. 10. október 2019 11:37