Allir nema þú Birna Þórarinsdóttir skrifar 11. október 2019 16:30 Margir leggja lykkju á leið sína til að agnúast út í Borgarlínu. Andstaðan snýst oftar en ekki um vantrú þess sem talar á vilja borgarbúa til að nota almenningssamgöngur. „Við erum bílaþjóð“ segir fólk og á við sjálft sig. Margir geta ekki ímyndað sér lífið án bílsins; skilja ekki vegalengd milli A og B án milligöngu Miklubrautar. Það er allt í lagi. Því við erum mörg sem getum án bílsins verið og með bættri þjónustu þá verðum við fleiri. Samkvæmt nýlegri meistararitgerð þá eru nú um 800 manns sem hjóla daglega hjólastíginn í Nauthólsvík. Þarna munar um minna; ímyndaðu þér ef 800 manns til viðbótar sætu með þér í umferðinni á hverjum degi, líklega flestir einir í bíl. Fjöldi hjólreiðamanna hefur vaxið stöðugt með bættum hjólastígum. Við hefðum ekki endilega séð þessa þróun fyrir árið 2007. Ég held að margir sem hjóla í vinnuna í dag hefðu ekki séð það fyrir árið 2007 – eða einu sinni fyrir tveimur árum síðan. Það þurfa ekki allir að leggja bílnum, bara nógu margir. Það þarf ekki að vera þú, það mættu vera allir hinir. Og þá gætir þú keyrt um eins og lávarður götunnar, í bleiser jakka í frostinu á meðan við hin renndum úlpunni upp í háls og biðum eftir vagninum. Við erum mörg til í það og við verðum fleiri. Þess vegna ættu aðdáendur einkabílsins að vera helstu talsmenn Borgarlínu.Höfundur býr í Kópavogi og starfar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Borgarlína Hjólreiðar Samgöngur Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Margir leggja lykkju á leið sína til að agnúast út í Borgarlínu. Andstaðan snýst oftar en ekki um vantrú þess sem talar á vilja borgarbúa til að nota almenningssamgöngur. „Við erum bílaþjóð“ segir fólk og á við sjálft sig. Margir geta ekki ímyndað sér lífið án bílsins; skilja ekki vegalengd milli A og B án milligöngu Miklubrautar. Það er allt í lagi. Því við erum mörg sem getum án bílsins verið og með bættri þjónustu þá verðum við fleiri. Samkvæmt nýlegri meistararitgerð þá eru nú um 800 manns sem hjóla daglega hjólastíginn í Nauthólsvík. Þarna munar um minna; ímyndaðu þér ef 800 manns til viðbótar sætu með þér í umferðinni á hverjum degi, líklega flestir einir í bíl. Fjöldi hjólreiðamanna hefur vaxið stöðugt með bættum hjólastígum. Við hefðum ekki endilega séð þessa þróun fyrir árið 2007. Ég held að margir sem hjóla í vinnuna í dag hefðu ekki séð það fyrir árið 2007 – eða einu sinni fyrir tveimur árum síðan. Það þurfa ekki allir að leggja bílnum, bara nógu margir. Það þarf ekki að vera þú, það mættu vera allir hinir. Og þá gætir þú keyrt um eins og lávarður götunnar, í bleiser jakka í frostinu á meðan við hin renndum úlpunni upp í háls og biðum eftir vagninum. Við erum mörg til í það og við verðum fleiri. Þess vegna ættu aðdáendur einkabílsins að vera helstu talsmenn Borgarlínu.Höfundur býr í Kópavogi og starfar í Reykjavík.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar