Í fréttabréfinu kemur fram að dregið hefur úr aukningu sárasóttar yfir sumarmánuðina en tíðnin sé þó há. Tilfellin voru flest árið 2017 en það ár greindust 45 með sárasótt.

Á sama tímabili greindust 26 einstaklingar með HIV-sýkingu, 21 karl og 5 konur og var einn íslenskur ríkisborgari í þeim hópi.
Í fréttabréfinu er ábyrgð einstaklinga áréttuð og fólk hvatt til þess að fækka rekkjunautum og nota smokka.
„Ef árangur á að nást í baráttunni við kynsjúkdóma þá þurfa einstaklingar að sýna meiri aðgát í kynlífi (fækka rekkjunautum og nota smokka) og leita sem fyrst til læknis við grun um kynsjúkdóm svo hægt sé að hefja meðferð sem fyrst og stytta þannig þann tíma sem viðkomandi er smitandi.“