Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2019 23:00 Formaður Eflingar segir að taka þurfi á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem ríki gagnvart stórum hópum ófaglærða kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg og leiðrétta kjör þeirra sérstaklega. Lítill skilningur sé á þessari stöðu innan borgarinnar og ekkert þokist í kjaraviðræðum. Þótt samið hafi verið við þorra verkafólks í lífskjarasamningunum svo kölluðu er enn ósamið við þúsundir verkakvenna og karla hjá Reykjavíkurborg, þar sem lítill skilningur ríkir á kjörum stórra kvennastétta að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Lífskjarasamningunum hafi vissulega verið ætlað að leggja línurnar fyrir aðra samninga en taka þurfi á stórum vanda hjá borginni. „Við erum að takast á við mjög uppsafnaðan vanda, kerfislægan. Sem ég og félagar mínir hér viljum kalla kerfisbundna kvenfyrirlitningu,“ segir formaðurinn. Konur séu um það bil 80 prósent af um tvö þúsund starfsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Ófaglærðar starfskonur á leikskólum borgarinnar séu lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og tali mest um álag á vinnustað. „Staðreyndin er bara sú að kerfið í borginni, umönunarkerfi barna og margt margt fleira, er einfaldlega rekið á ofurarðrændu kvenvinnuafli. Það breytir engu hver fer með völd í borginni. Hvort það eru yfirlýstar félagshyggjumanneskjur, kvenréttindamanneskjur, feministar. Það horfir enginn svo mikið sem á þennan hóp,“ segir Sólveig Anna. Ekki verði hægt að standa upp frá samningaborðinu án þess að kjör þessa vanrækta hóps verði leiðrétt. Hugur sé í starfsfólki leikskóla sem eftir áratuga störf hafi um 350 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Í verkföllum í vor var meðal annars farið fram undr slagorðinu „hótelin eru í okkar höndum.“Og leikskólinn er vissulega í ykkar höndum? „Já leikskólarnir í borginni, einmitt fyrst þú segir það; þá er það akkúrat rétta lýsingin. Leikskólarnir, og þar með borgin auðvitað öll, eru í okkar höndum, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.Horfa má á viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér. Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Formaður Eflingar segir að taka þurfi á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem ríki gagnvart stórum hópum ófaglærða kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg og leiðrétta kjör þeirra sérstaklega. Lítill skilningur sé á þessari stöðu innan borgarinnar og ekkert þokist í kjaraviðræðum. Þótt samið hafi verið við þorra verkafólks í lífskjarasamningunum svo kölluðu er enn ósamið við þúsundir verkakvenna og karla hjá Reykjavíkurborg, þar sem lítill skilningur ríkir á kjörum stórra kvennastétta að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Lífskjarasamningunum hafi vissulega verið ætlað að leggja línurnar fyrir aðra samninga en taka þurfi á stórum vanda hjá borginni. „Við erum að takast á við mjög uppsafnaðan vanda, kerfislægan. Sem ég og félagar mínir hér viljum kalla kerfisbundna kvenfyrirlitningu,“ segir formaðurinn. Konur séu um það bil 80 prósent af um tvö þúsund starfsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Ófaglærðar starfskonur á leikskólum borgarinnar séu lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og tali mest um álag á vinnustað. „Staðreyndin er bara sú að kerfið í borginni, umönunarkerfi barna og margt margt fleira, er einfaldlega rekið á ofurarðrændu kvenvinnuafli. Það breytir engu hver fer með völd í borginni. Hvort það eru yfirlýstar félagshyggjumanneskjur, kvenréttindamanneskjur, feministar. Það horfir enginn svo mikið sem á þennan hóp,“ segir Sólveig Anna. Ekki verði hægt að standa upp frá samningaborðinu án þess að kjör þessa vanrækta hóps verði leiðrétt. Hugur sé í starfsfólki leikskóla sem eftir áratuga störf hafi um 350 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Í verkföllum í vor var meðal annars farið fram undr slagorðinu „hótelin eru í okkar höndum.“Og leikskólinn er vissulega í ykkar höndum? „Já leikskólarnir í borginni, einmitt fyrst þú segir það; þá er það akkúrat rétta lýsingin. Leikskólarnir, og þar með borgin auðvitað öll, eru í okkar höndum, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.Horfa má á viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér.
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15