Stofnar starfshóp til að skoða hvernig bregðast eigi við rafrettunotkun ungmenna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 12:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Í september óskaði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur hér á landi greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Í minnisblaði Landlæknis um stöðuna er lagt til við ráðherra að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. Svandís hefur ákveðið að bregðast við. „Mér finnst ástæða til að skoða það betur og setja í gang af því tilefni starfshóp sem er á vegum ráðuneytisins, Embættis landlæknis, Neytendastofu og Umboðsmanns barna til þess að fara yfir kosti þess að draga úr möguleika á því að bjóða upp á þessi fjölbreyttu bragðefni vegna þess að það kann að vera nákvæmlega það sem börn laðast helst að,“ segir Svandís. Landlæknir hefur sagst hafa mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna en tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota rafrettur daglega og næstum fjórðungur framhaldskólanema. Svandís tekur í sama streng. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skipta umræðunni um rafrettur í tvennt, annars vegar þá sem eru að nota rafrettur til að hætta að rekja en það hefur verið sýnt og sannað að það er mikilvæg og gagnleg leið til þess. Og hins vegar eru börn og ungmenni sem hafa aldrei reykt en eru að byrja notkun á rafrettum sem kann svo að leiða til þess að þær séu notaðar til að taka inn nikótín. Þegar við vorum að setja lögin í þinginu vildum við horfa á það allan tímann að stemma stigu við því og reisa við því skorður að börn og ungmenni ánetjuðust rafrettum,“ segir Svandís. Neytendastofa, sem fer með eftirlit með lögum um rafrettur og áfyllingar, hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af ólöglegum vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir en í kvölfréttum Stöðvar 2 á dögunum sagði sérfræðingur hjá Neytendastofu að ekki væri hægt að sinna eftirlitinu til fulls þar sem aðeins einn starfsmaður sinnti því. Söluaðilar væru fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. „Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða. Lögin hafa ekki verið lengi í gildi og við þurfum að sjá hvernig eftirlitinu vindur fram. Til þess að við vitum nákvæmlega hver staðan er á Íslandi þá þurfum við að sjá regluverkið eins og það er núna með fullu eftirliti eins og lögin gerðu ráð fyrir og ég á eftir að skoða þessar athugasemdir og röksemdir Neytendastofu í þessum efnum,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00 Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva. 8. október 2019 18:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Í september óskaði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur hér á landi greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Í minnisblaði Landlæknis um stöðuna er lagt til við ráðherra að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. Svandís hefur ákveðið að bregðast við. „Mér finnst ástæða til að skoða það betur og setja í gang af því tilefni starfshóp sem er á vegum ráðuneytisins, Embættis landlæknis, Neytendastofu og Umboðsmanns barna til þess að fara yfir kosti þess að draga úr möguleika á því að bjóða upp á þessi fjölbreyttu bragðefni vegna þess að það kann að vera nákvæmlega það sem börn laðast helst að,“ segir Svandís. Landlæknir hefur sagst hafa mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna en tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota rafrettur daglega og næstum fjórðungur framhaldskólanema. Svandís tekur í sama streng. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að skipta umræðunni um rafrettur í tvennt, annars vegar þá sem eru að nota rafrettur til að hætta að rekja en það hefur verið sýnt og sannað að það er mikilvæg og gagnleg leið til þess. Og hins vegar eru börn og ungmenni sem hafa aldrei reykt en eru að byrja notkun á rafrettum sem kann svo að leiða til þess að þær séu notaðar til að taka inn nikótín. Þegar við vorum að setja lögin í þinginu vildum við horfa á það allan tímann að stemma stigu við því og reisa við því skorður að börn og ungmenni ánetjuðust rafrettum,“ segir Svandís. Neytendastofa, sem fer með eftirlit með lögum um rafrettur og áfyllingar, hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af ólöglegum vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir en í kvölfréttum Stöðvar 2 á dögunum sagði sérfræðingur hjá Neytendastofu að ekki væri hægt að sinna eftirlitinu til fulls þar sem aðeins einn starfsmaður sinnti því. Söluaðilar væru fleiri en gert hafði verið ráð fyrir. „Þetta er eitt af því sem við þurfum að skoða. Lögin hafa ekki verið lengi í gildi og við þurfum að sjá hvernig eftirlitinu vindur fram. Til þess að við vitum nákvæmlega hver staðan er á Íslandi þá þurfum við að sjá regluverkið eins og það er núna með fullu eftirliti eins og lögin gerðu ráð fyrir og ég á eftir að skoða þessar athugasemdir og röksemdir Neytendastofu í þessum efnum,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Rafrettur Tengdar fréttir Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00 Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva. 8. október 2019 18:45 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. 7. október 2019 19:00
Ungmenni talið hafa veikst vegna rafrettuvökva Flytja þurfti ungmenni á Akranesi á spítala eftir að viðkomandi veiktist í síðustu viku. Sá hafði verið að neyta kannabisefnis og samkvæmt frétt Skessuhorns segir Lögreglan á Vesturlandi að atvikið tengist líklega rafrettuvökva. 8. október 2019 18:45