Ósammála því að úrskurðarnefnd tefji aðgang að upplýsingum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2019 12:54 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki sammála því að tilvera úrskurðarnefndar upplýsingamála sé sérstakt vandamál sem tefji fyrir því að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt tregðu stjórnsýslunnar við að veita upplýsingar sem henni ber að gera. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni velti umboðsmaður Alþingis upp þeirri spurningu hvort ríkjandi kerfi upplýsingalaga og tilvera úrskurðarnefndarinnar hafi gert það að verkum að stjórnsýslan sé tregari við að veita upplýsingar en ella. „Það fjölgar kvörtunum til okkar. Ég held hins vegar að þetta sé brýnt viðfangsefni og mikilvægt að við náum fram einhverjum umbótum á þessu sviði,“ segir Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við að vissu leyti. „Við samþykktum endurskoðuð upplýsingalög á Alþingi síðasta vor sem gera ráð fyrir miklu meiri frumkvæðisskyldu stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa því að eiga meira frumkvæði að því að birta upplýsingar sem mun auka aðgengi almennings að upplýsingum. Vonandi verður það til þess að mörg þau vandamál sem Umboðsmaður bendir á munu leysast,“ segir forsætisráðherra. Í breytingunum felst meðal annars að afgreiðslutími erinda sem berast úrskurðarnefnd upplýsingamála skuli að hámarki vera 150 dagar. „Ég er ekki sammála því að úrskurðarnefndin sé sjálfstætt vandamál. Vissulega hefur afgreiðslutíminn verið langur en við erum bæði núna að eyrnamerkja hámarkstíma, sumum kann að finnast hann langur en hann hefur verið töluvert lengri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þá hafi úrskurðarnefndin fengið starfsmann í fullt starf sem eigi að draga úr málsmeðferðarhraða. Ég held að það sé mikilvægt að fá úrskurðarnefnd sem almenningur, fjölmiðlar og aðrir aðilar geta leitað til þannig að ekki þurfi að leita til dómstóla þegar ágreiningur rís. Það er miklu tafsamara og meiri leið, segir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki sammála því að tilvera úrskurðarnefndar upplýsingamála sé sérstakt vandamál sem tefji fyrir því að almenningur fái aðgang að upplýsingum. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt tregðu stjórnsýslunnar við að veita upplýsingar sem henni ber að gera. Á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í vikunni velti umboðsmaður Alþingis upp þeirri spurningu hvort ríkjandi kerfi upplýsingalaga og tilvera úrskurðarnefndarinnar hafi gert það að verkum að stjórnsýslan sé tregari við að veita upplýsingar en ella. „Það fjölgar kvörtunum til okkar. Ég held hins vegar að þetta sé brýnt viðfangsefni og mikilvægt að við náum fram einhverjum umbótum á þessu sviði,“ segir Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við að vissu leyti. „Við samþykktum endurskoðuð upplýsingalög á Alþingi síðasta vor sem gera ráð fyrir miklu meiri frumkvæðisskyldu stjórnvalda. Stjórnvöld þurfa því að eiga meira frumkvæði að því að birta upplýsingar sem mun auka aðgengi almennings að upplýsingum. Vonandi verður það til þess að mörg þau vandamál sem Umboðsmaður bendir á munu leysast,“ segir forsætisráðherra. Í breytingunum felst meðal annars að afgreiðslutími erinda sem berast úrskurðarnefnd upplýsingamála skuli að hámarki vera 150 dagar. „Ég er ekki sammála því að úrskurðarnefndin sé sjálfstætt vandamál. Vissulega hefur afgreiðslutíminn verið langur en við erum bæði núna að eyrnamerkja hámarkstíma, sumum kann að finnast hann langur en hann hefur verið töluvert lengri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Þá hafi úrskurðarnefndin fengið starfsmann í fullt starf sem eigi að draga úr málsmeðferðarhraða. Ég held að það sé mikilvægt að fá úrskurðarnefnd sem almenningur, fjölmiðlar og aðrir aðilar geta leitað til þannig að ekki þurfi að leita til dómstóla þegar ágreiningur rís. Það er miklu tafsamara og meiri leið, segir forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira