„Mér þykir endalaust vænt um hana“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. október 2019 19:30 Kvíðinn hefur minnkað og hún veitir mér bara svo mikla gleði. Þetta segir kona sem nýlega eignaðist dúkkubarn en nokkrar seinfærar íslenskar konur hafa að undanförnu fengið sér dúkkur sem þær líta á sem börnin sín. „Ég var búin að skoða svona dúkkur á Youtube og ég sá að þær voru að hjálpa fólki sem voru með heilabilun og fólki sem gæti ekki eignast börn, eins og ég. Ég get ekki eignast barn,“ segir Dagmar Ósk Héðinsdóttir. Dagmar, sem er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða, er ein nokkurra íslenskra kvenna sem hafa að undanförnu fengið sé dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dúkkubörnin hafa vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en konurnar hafa talað mikið um þær á Facebook og Snapchat. Þá fjallaði Stundin ítarlega um dúkkubörnin í dag. Dagmar segist þekkja fimm aðrar konur sem eigi dúkkubarn en að hún hafi verið með þeim fyrstu. Hún fékk Hörpu Sól í nóvember í fyrra og er hún því ellefu mánaða gömul. Dagmar segir að það hafi breytt miklu fyrir sig að eignast Hörpu Sól. „Ég er ekki eins kvíðin og ég hef verið glaðari og opnari og mér finnst bara gaman að vera til,“ segir Dagmar. „Á morgnana er Harpa Sól bara sofandi á meðan ég fer í vinnuna. Svo tek ég hana og fer með hana í göngutúr í vagninum þegar ég er búin í vinnunni," segir Dagmar. Þá þurfi að skipta á henni og þvo af henni þvottinn. „Ég er líka með dúkkustrák sem heitir Ægir Máni, hann er fjögurra ára gamall,“ segir Dagmar og bætir við að hún sjái ekki fyrir sér að fá sér fleiri dúkkubörn. „Mér finnst þetta alveg nóg í bili,“ segir Dagmar og hlær. Hún segist hafa fengið nokkur fordómafull skilaboð í gegn um Facebook en hún ætlar ekki að láta það á sig fá. Hana hafi alltaf dreymt um að eiga barn og sé nú alsæl. „Mér þykir endalaust vænt um hana, hún veitir mér svo mikla gleði og ánægju og það er gott að hugsa um hana, maður heldur að maður sé að hugsa um eigið barn. Hún er bara eins og litla barnið mitt,“ segir Dagmar. Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kvíðinn hefur minnkað og hún veitir mér bara svo mikla gleði. Þetta segir kona sem nýlega eignaðist dúkkubarn en nokkrar seinfærar íslenskar konur hafa að undanförnu fengið sér dúkkur sem þær líta á sem börnin sín. „Ég var búin að skoða svona dúkkur á Youtube og ég sá að þær voru að hjálpa fólki sem voru með heilabilun og fólki sem gæti ekki eignast börn, eins og ég. Ég get ekki eignast barn,“ segir Dagmar Ósk Héðinsdóttir. Dagmar, sem er með einhverfu, væga þroskahömlun og kvíða, er ein nokkurra íslenskra kvenna sem hafa að undanförnu fengið sé dúkkur sem þær kalla dúkkubörn. Dúkkubörnin hafa vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en konurnar hafa talað mikið um þær á Facebook og Snapchat. Þá fjallaði Stundin ítarlega um dúkkubörnin í dag. Dagmar segist þekkja fimm aðrar konur sem eigi dúkkubarn en að hún hafi verið með þeim fyrstu. Hún fékk Hörpu Sól í nóvember í fyrra og er hún því ellefu mánaða gömul. Dagmar segir að það hafi breytt miklu fyrir sig að eignast Hörpu Sól. „Ég er ekki eins kvíðin og ég hef verið glaðari og opnari og mér finnst bara gaman að vera til,“ segir Dagmar. „Á morgnana er Harpa Sól bara sofandi á meðan ég fer í vinnuna. Svo tek ég hana og fer með hana í göngutúr í vagninum þegar ég er búin í vinnunni," segir Dagmar. Þá þurfi að skipta á henni og þvo af henni þvottinn. „Ég er líka með dúkkustrák sem heitir Ægir Máni, hann er fjögurra ára gamall,“ segir Dagmar og bætir við að hún sjái ekki fyrir sér að fá sér fleiri dúkkubörn. „Mér finnst þetta alveg nóg í bili,“ segir Dagmar og hlær. Hún segist hafa fengið nokkur fordómafull skilaboð í gegn um Facebook en hún ætlar ekki að láta það á sig fá. Hana hafi alltaf dreymt um að eiga barn og sé nú alsæl. „Mér þykir endalaust vænt um hana, hún veitir mér svo mikla gleði og ánægju og það er gott að hugsa um hana, maður heldur að maður sé að hugsa um eigið barn. Hún er bara eins og litla barnið mitt,“ segir Dagmar.
Börn og uppeldi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira