Lág laun ófaglærðra kvenna vandamál hjá fleiri sveitarfélögum en Reykjavíkurborg Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 23:00 Lilja Alfreðsdóttir og Margrét Tryggvadóttir voru gestir Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra og Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar taka undir sjónarmið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um að rétta þurfi stöðu ófaglærðra kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Vandamálið sé hins vegar ekki einungis bundið við Reykjavíkurborg. Í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Sólveig Anna lítinn skilning vera innan Reykjavíkurborgar á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem væri ríkjandi. Enn er ósamið við þúsundir starfsmanna Reykjavíkurborgar og sagði Sólveig Anna vandann vera uppsafnaðan. Nefndi hún sem dæmi ófaglærða leikskólakennara, sem væru lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir mikið álag.Sjá einnig: Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni „Þetta er kerfislægt vandamál, ég er algjörlega sammála Sólveigu Önnu um það. Þetta er ekkert sérstakt Reykjavíkurmál. Ófaglærðar kvennastéttir, alveg sama hvort við horfum inn á spítalana, hvort við horfum inn á leikskólanna, sem eru sannarlega í öllum sveitarfélögum landsins nema kannski þeim allra smæstu, skólaliðar í grunnskólum; störf sem eru algjörlega nauðsynleg fyrir okkur öll, því ef þau væru ekki þá lamast allt. Þetta er bara alveg rétt,“ sagði Margrét í viðtali í Víglínunni í dag. Hún sagði stöðuna vera þannig að deildir leikskóla væru heppnar ef einn faglærður starfsmaður væri þar við störf. Staðan væri þannig í næstum öllum sveitarfélögum.Sólveig Anna segir skorta skilning hjá Reykjavíkurborg.Vísir/VilhemLilja tók undir orð Margrétar og sagði þetta vera mikið áhyggjuefni. Þarna væri um að ræða mikilvæga stétt og á síðustu árum væri sífellt verið að auka áherslu á leikskólastigið í kjölfar menntarannsókna. Forysta leikskólakennara væri þó að stíga stór skref í því efla námið. „Við höfum náð núna á tiltölulega stuttum tíma að auka aðsókn í kennaranámið um fimmtíu prósent í Háskóla Íslands. Eitt af því sem við gerum, er að fimmta árið er orðið að starfsnámi. Það er bara viðurkennt og það er gert í samvinnu við skólann og það er mjög erfitt að fara til baka í það að stytta námið, það eru margir sem eru búnir með fimm ára námið og það eru tölur sem sýna alveg fram á það að aðsókn í námið minnkaði verulega, en við erum að vinna með stöðuna og við erum að sjá mikinn árangur af þessum aðgerðum okkar,“ sagði Lilja og bætti við að staðan væri að batna töluvert því áður hefði stefnt í mikinn kennaraskort innan nokkurra ára.Gamaldags viðhorf sem hafi áhrif enn í dag „Ég er sammála því að auðvitað verður staða þessara kvenna sem eru ófaglærðar í samfélaginu okkar að vera þannig að hún sé viðunandi og ég tek bara hjartanlega undir það,“ sagði Lilja. Aðspurðar hvort þetta væri ekki til marks um það viðhorf sem ríkti áður að störf kvenna væru „aukavinna“ þar sem karlinn væri fyrirvinnan sögðu þær svo vel geta verið. „Ég held þetta sé það viðhorf að þetta séu viðbótartekjur heimilisins en staðan er bara ekki þannig, en þetta eru alveg gríðarlega mikilvæg störf og við getum alls ekki án þessara starfskrafta verið og okkur ber siðferðileg skylda að meta þeirra vinnu,“ sagði Margrét og tók Lilja undir það. „Grunnurinn að öllu í okkar samfélagi er auðvitað menntakerfið og heilbrigðiskerfið og þarna starfa auðvitað mjög margir sem eru ófaglærðir og við verðum auðvitað að passa upp á það að skilyrði þeirra séu viðunandi.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra og Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar taka undir sjónarmið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um að rétta þurfi stöðu ófaglærðra kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Vandamálið sé hins vegar ekki einungis bundið við Reykjavíkurborg. Í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Sólveig Anna lítinn skilning vera innan Reykjavíkurborgar á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem væri ríkjandi. Enn er ósamið við þúsundir starfsmanna Reykjavíkurborgar og sagði Sólveig Anna vandann vera uppsafnaðan. Nefndi hún sem dæmi ófaglærða leikskólakennara, sem væru lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir mikið álag.Sjá einnig: Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni „Þetta er kerfislægt vandamál, ég er algjörlega sammála Sólveigu Önnu um það. Þetta er ekkert sérstakt Reykjavíkurmál. Ófaglærðar kvennastéttir, alveg sama hvort við horfum inn á spítalana, hvort við horfum inn á leikskólanna, sem eru sannarlega í öllum sveitarfélögum landsins nema kannski þeim allra smæstu, skólaliðar í grunnskólum; störf sem eru algjörlega nauðsynleg fyrir okkur öll, því ef þau væru ekki þá lamast allt. Þetta er bara alveg rétt,“ sagði Margrét í viðtali í Víglínunni í dag. Hún sagði stöðuna vera þannig að deildir leikskóla væru heppnar ef einn faglærður starfsmaður væri þar við störf. Staðan væri þannig í næstum öllum sveitarfélögum.Sólveig Anna segir skorta skilning hjá Reykjavíkurborg.Vísir/VilhemLilja tók undir orð Margrétar og sagði þetta vera mikið áhyggjuefni. Þarna væri um að ræða mikilvæga stétt og á síðustu árum væri sífellt verið að auka áherslu á leikskólastigið í kjölfar menntarannsókna. Forysta leikskólakennara væri þó að stíga stór skref í því efla námið. „Við höfum náð núna á tiltölulega stuttum tíma að auka aðsókn í kennaranámið um fimmtíu prósent í Háskóla Íslands. Eitt af því sem við gerum, er að fimmta árið er orðið að starfsnámi. Það er bara viðurkennt og það er gert í samvinnu við skólann og það er mjög erfitt að fara til baka í það að stytta námið, það eru margir sem eru búnir með fimm ára námið og það eru tölur sem sýna alveg fram á það að aðsókn í námið minnkaði verulega, en við erum að vinna með stöðuna og við erum að sjá mikinn árangur af þessum aðgerðum okkar,“ sagði Lilja og bætti við að staðan væri að batna töluvert því áður hefði stefnt í mikinn kennaraskort innan nokkurra ára.Gamaldags viðhorf sem hafi áhrif enn í dag „Ég er sammála því að auðvitað verður staða þessara kvenna sem eru ófaglærðar í samfélaginu okkar að vera þannig að hún sé viðunandi og ég tek bara hjartanlega undir það,“ sagði Lilja. Aðspurðar hvort þetta væri ekki til marks um það viðhorf sem ríkti áður að störf kvenna væru „aukavinna“ þar sem karlinn væri fyrirvinnan sögðu þær svo vel geta verið. „Ég held þetta sé það viðhorf að þetta séu viðbótartekjur heimilisins en staðan er bara ekki þannig, en þetta eru alveg gríðarlega mikilvæg störf og við getum alls ekki án þessara starfskrafta verið og okkur ber siðferðileg skylda að meta þeirra vinnu,“ sagði Margrét og tók Lilja undir það. „Grunnurinn að öllu í okkar samfélagi er auðvitað menntakerfið og heilbrigðiskerfið og þarna starfa auðvitað mjög margir sem eru ófaglærðir og við verðum auðvitað að passa upp á það að skilyrði þeirra séu viðunandi.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira