Meirihluta stjórnar Valitor var skipt út í miðju söluferli Hörður Ægisson skrifar 14. október 2019 06:45 Valitor var rekið með tæplega 2,8 milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Fréttablaðið/Stefán Meirihluta stjórnarmanna Valitor, meðal annars formanni stjórnar, hefur verið skipt út en greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, var sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gengið frá breytingunum í síðustu viku. Þau Herdís Fjeldsted, varaformaður stjórnar Arion banka og fyrrverandi forstjóri Framtakssjóðs Íslands, Renier Lemmens, stjórnarmaður í Arion sem hefur meðal annars verið forstjóri hjá PayPal og setið í stjórn breska fjártæknifyrirtækisins Revolut, og Þór Hauksson, sem starfaði áður í fjármálaráðgjöf Deloitte og stýrði fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands, koma ný inn í fimm manna stjórn Valitor. Á meðal þeirra sem fara út úr í stjórn félagsins er Guðmundur Þorbjörnsson, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri EFLU, en hann hefur setið í stjórninni frá árinu 2010 og gegnt starfi stjórnarformanns undanfarin sex ár. Þá hafa þau Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, og Jónína S. Lárusdóttir, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion í síðasta mánuði, einnig hætt í stjórn Valitor. Greiðslumiðlunarfyrirtækið er skilgreint sem eign til sölu í reikningum Arion banka og yfirlýst markmið bankans er að selja félagið að hluta eða fullu. Gert hefur verið ráð fyrir því að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári en bandaríski fjárfestingarbankinn Citi hefur umsjón með sölunni. Áhugasamir fjárfestar höfðu frest til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í Valior um miðjan júlí síðastliðinn en í reikningum Arion banka er Valitor bókfært á 13,2 milljarða króna. Engar upplýsingar hafa fengist hjá Arion um hversu mörg tilboð bárust í Valitor en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að undanförnu staðið yfir viðræður við nokkra áhugasama fjárfesta. Fari Ísland á svonefndan gráan lista FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eins og fastlega er gert ráð fyrir að verði niðurstaðan síðar í þessum mánuði, gæti það sett strik í reikninginn fyrir söluferlið á Valitor, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Greint var frá því í liðinni viku að sérfræðingahópur FATF teldi að enn stæðu út af sex atriði hjá stjórnvöldum sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ísland fer þá á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Á síðasta ári nam tap Valitor Holding, sem er með starfsstöðvar á Íslandi, í Danmörku og Bretlandi, um 1,9 milljörðum króna en Valitor hefur ráðist í miklar fjárfestingar samhliða örum vexti í alþjóðlegri starfsemi félagsins. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð tæplega 2,8 milljarða króna tap af rekstri Valitor. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagðist í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði telja að Valitor hefði verið að „fjárfesta skynsamlega og að fjárfestar muni þá verðmeta það inn í áhuga sinn á félaginu frekar en að horfa á þá fjárfestingu sem sokkinn kostnað“. Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Meirihluta stjórnarmanna Valitor, meðal annars formanni stjórnar, hefur verið skipt út en greiðslumiðlunarfyrirtækið, sem er í eigu Arion banka, var sett í formlegt söluferli fyrr á þessu ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var gengið frá breytingunum í síðustu viku. Þau Herdís Fjeldsted, varaformaður stjórnar Arion banka og fyrrverandi forstjóri Framtakssjóðs Íslands, Renier Lemmens, stjórnarmaður í Arion sem hefur meðal annars verið forstjóri hjá PayPal og setið í stjórn breska fjártæknifyrirtækisins Revolut, og Þór Hauksson, sem starfaði áður í fjármálaráðgjöf Deloitte og stýrði fjárfestingum og rekstri félaga hjá Framtakssjóði Íslands, koma ný inn í fimm manna stjórn Valitor. Á meðal þeirra sem fara út úr í stjórn félagsins er Guðmundur Þorbjörnsson, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri EFLU, en hann hefur setið í stjórninni frá árinu 2010 og gegnt starfi stjórnarformanns undanfarin sex ár. Þá hafa þau Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, og Jónína S. Lárusdóttir, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Arion í síðasta mánuði, einnig hætt í stjórn Valitor. Greiðslumiðlunarfyrirtækið er skilgreint sem eign til sölu í reikningum Arion banka og yfirlýst markmið bankans er að selja félagið að hluta eða fullu. Gert hefur verið ráð fyrir því að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári en bandaríski fjárfestingarbankinn Citi hefur umsjón með sölunni. Áhugasamir fjárfestar höfðu frest til að skila inn óskuldbindandi tilboðum í Valior um miðjan júlí síðastliðinn en í reikningum Arion banka er Valitor bókfært á 13,2 milljarða króna. Engar upplýsingar hafa fengist hjá Arion um hversu mörg tilboð bárust í Valitor en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa að undanförnu staðið yfir viðræður við nokkra áhugasama fjárfesta. Fari Ísland á svonefndan gráan lista FATF, sem er alþjóðlegur hópur ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, eins og fastlega er gert ráð fyrir að verði niðurstaðan síðar í þessum mánuði, gæti það sett strik í reikninginn fyrir söluferlið á Valitor, að sögn þeirra sem þekkja vel til. Greint var frá því í liðinni viku að sérfræðingahópur FATF teldi að enn stæðu út af sex atriði hjá stjórnvöldum sem gætu leitt til þess að umbætur Íslands varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka verði ekki taldar fullnægjandi. Ísland fer þá á lista yfir svokölluð áhættusöm þriðju lönd þar sem aðgerðaáætlun er í farvegi. Á listanum má finna lönd á borð við Írak, Afganistan, Jemen og Úganda. Á síðasta ári nam tap Valitor Holding, sem er með starfsstöðvar á Íslandi, í Danmörku og Bretlandi, um 1,9 milljörðum króna en Valitor hefur ráðist í miklar fjárfestingar samhliða örum vexti í alþjóðlegri starfsemi félagsins. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs varð tæplega 2,8 milljarða króna tap af rekstri Valitor. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, sagðist í viðtali við Markaðinn í síðasta mánuði telja að Valitor hefði verið að „fjárfesta skynsamlega og að fjárfestar muni þá verðmeta það inn í áhuga sinn á félaginu frekar en að horfa á þá fjárfestingu sem sokkinn kostnað“.
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira