Heimsmeistari í andahvísli vann leik í NFL-deildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2019 13:30 Hodges leiðir sitt lið til leiks í gær. vísir/getty Pittsburgh Steelers skellti LA Chargers í NFL-deildinni í nótt með Devlin Hodges sem leikstjórnanda. Sá kappi á ekki alveg sama bakgrunn og flestir aðrir í deildinni. Það var fátt sem benti til þess að Hodges myndi ná að spila í deildinni fyrir nokkrum vikum síðan. Svo meiðist Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers. Hodges var í æfingahópi Steelers og var kallaður upp í hópinn vegna meiðsla Big Ben. Svo meiðist Mason Rudolph og þá átti Steelers ekkert annað en Hodges. Hann fékk því óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í nótt og nýtti það í botn í sigri í LA. Hodges kláraði 15 af 20 sendingum sínum í leiknum fyrir 132 jördum, einu snertimarki og einum töpuðum bolta. Ekki ónýt frumraun hjá nýliðanum. Leikstjórnandinn kom úr hinum lítt þekkta Samford-háskóla þar sem hann sló fjölda meta. Þrátt fyrir það var hann ekki eftirsóttur en Steelers sá eitthvað í honum. Það sem gerir hann svo enn sérstakari er sú staðreynd að hann er fyrrum heimsmeistari í andahvísli eða andakalli. Hann er frábær með andaflautuna á veiðum og kann betur en flestir að lokka til sín endur. Enda er hann aldrei kallaður annað en „Duck“ eða Önd. Þegar hann var 13 ára gamall vann hann heimsmeistaramót í andahvísli. Það hefur enginn annar í NFL-deildinni gert áður. Í Samford þekkir enginn Devlin. Það þekkja bara allir Duck sem æfði sig mikið með flautuna í fjölda ára.FINAL: @steelers take down the Chargers on #SNF! #PITvsLAC#HereWeGo (by @Lexus) pic.twitter.com/7Yj22Cf2Mo — NFL (@NFL) October 14, 2019 NFL Tengdar fréttir Niners er ósigrandi og Kansas tapaði aftur Það var nóg af óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og San Francisco 49ers sannaði fyrir öllum að þar er á ferðinni alvöru lið á nýjan leik. 14. október 2019 10:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Pittsburgh Steelers skellti LA Chargers í NFL-deildinni í nótt með Devlin Hodges sem leikstjórnanda. Sá kappi á ekki alveg sama bakgrunn og flestir aðrir í deildinni. Það var fátt sem benti til þess að Hodges myndi ná að spila í deildinni fyrir nokkrum vikum síðan. Svo meiðist Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers. Hodges var í æfingahópi Steelers og var kallaður upp í hópinn vegna meiðsla Big Ben. Svo meiðist Mason Rudolph og þá átti Steelers ekkert annað en Hodges. Hann fékk því óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í nótt og nýtti það í botn í sigri í LA. Hodges kláraði 15 af 20 sendingum sínum í leiknum fyrir 132 jördum, einu snertimarki og einum töpuðum bolta. Ekki ónýt frumraun hjá nýliðanum. Leikstjórnandinn kom úr hinum lítt þekkta Samford-háskóla þar sem hann sló fjölda meta. Þrátt fyrir það var hann ekki eftirsóttur en Steelers sá eitthvað í honum. Það sem gerir hann svo enn sérstakari er sú staðreynd að hann er fyrrum heimsmeistari í andahvísli eða andakalli. Hann er frábær með andaflautuna á veiðum og kann betur en flestir að lokka til sín endur. Enda er hann aldrei kallaður annað en „Duck“ eða Önd. Þegar hann var 13 ára gamall vann hann heimsmeistaramót í andahvísli. Það hefur enginn annar í NFL-deildinni gert áður. Í Samford þekkir enginn Devlin. Það þekkja bara allir Duck sem æfði sig mikið með flautuna í fjölda ára.FINAL: @steelers take down the Chargers on #SNF! #PITvsLAC#HereWeGo (by @Lexus) pic.twitter.com/7Yj22Cf2Mo — NFL (@NFL) October 14, 2019
NFL Tengdar fréttir Niners er ósigrandi og Kansas tapaði aftur Það var nóg af óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og San Francisco 49ers sannaði fyrir öllum að þar er á ferðinni alvöru lið á nýjan leik. 14. október 2019 10:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Niners er ósigrandi og Kansas tapaði aftur Það var nóg af óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og San Francisco 49ers sannaði fyrir öllum að þar er á ferðinni alvöru lið á nýjan leik. 14. október 2019 10:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti