Lágbrúin "klárlega betri kostur“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2019 21:30 Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum. Fréttablaðið/Vilhelm Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar að mati hafnaryfirvalda. Mörg fyrirtæki sjá sæng sína uppreidda verði farið í lágbrú en samgönguráðherra hefur mælt með þeirri framkvæmd fram yfir jarðgöng. Í sumar var gefin út skýrsla um Sundabrautina þar sem tveir kostir koma til greina til að þvera Kleppsvík, jarðgöng eða lágbrú. Lágbrúin myndi liggja á milli Gufuneshöfða og Holtagarða en jarðgöngin ytra og yrðu mun lengri leið.Í minnisblaði hafnarstjóra Faxaflóahafna kom fram að jarðgöng yrðu betri kostur en lágbrú. Taldi hafnarstjórinn lágbrú eiga eftir að verða rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar og að mörg fyrirtæki sem reiða sig á höfnina myndu sjá sæng sína uppreidda. Kostnaður jarðganganna yrði 74 milljarðar króna en 60 milljarðar við lágbrú.Bent hefur verið á að matið byggi á gömlum gögnum og þörf á nýrri kostnaðargreiningu. Hefur hafnarstjórinn bent á að í þessar tölur vanti afleiddan kostnað vegna lágbrúarinnar sem gæti numið tugum milljörðum.Yfirlýsing Faxaflóahafna kemur á óvart Sigurður Ingi segist enn þeirrar skoðunar að lágbrú sé betri kostur. Bæði sé hún ódýrari, henti fyrir alla samgöngumáta, bílandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Miðað við skýrsluna sem ég fékk þá er það klárlega mun betri kostur. Mér kemur svolítið á óvart að Faxaflóahafnir skuli fara út með yfirlýsingu þegar við höfum ekki átt neinar einustu samræður um hlutina öðruvísi en í þessum starfshópi var talað við Faxaflóahafnir og skipafélögin á þessum tíma. Og þessir valkostir settir upp af skýrsluhöfundum vegna þess að þeir sáu fyrir sér hvað væri best fyrir samfélagið í heild. Skipulag sveitarfélaganna, umferðarþróun til langs tíma og þar eru kannski fleiri þættir undir heldur en rekstur á hafnarmannvirkjum,“ segir Sigurður Ingi.Sundabraut gæti orðið að veruleika innan 15 ára Sundabraut er ekki inn í samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir næstu 15 árin. Sigurður segist vinna að því hörðum höndum að Sundabrautin verði að veruleika innan þess tímaramma. „Já, ég vona svo sannarlega að það verði gert og vinn að því hörðum höndum. Ef lágbrúarleiðin verður ófær að mati kjörinna fulltrúa, sem taka ákvörðunina hér í sveitarfélögunum, og þeim sem koma að Faxaflóahöfnum, þá er hin leiðin fær, það er að segja jarðgöngin, og klárlega verkefni sem er nauðsynlegt til að tryggja hér betri umferð til lengri tíma.“ Hann vonast til að geta sett verkefnið sem fyrst af stað á þessu kjörtímabili. „Það tekur auðvitað einhvern tíma að endurhanna þau mannvirki sem þarna eiga að vera. Því svona tölur sem við höfum byggt á byggja á gamalli hönnun og það hefur auðvitað margt gerst síðan. Svo tekur auðvitað svona stórt verkefni nokkur ár í framkvæmdum,“ segir Sigurður Ingi.Markaður fyrir allar þessar framkvæmdir Samgöngusáttmálinn boðar framkvæmdir fyrir 120 milljarða, þar sem eftir á að fjármagna 60 milljarða. Sundabraut gæti kostað 60 til 70 milljarða. Sigurður telur markað fyrir allar þessar framkvæmdir. „Það er engin spurning um það. Eins og rætt hefur verið um, um fjárhæðirnar innan samgöngusáttmálans, þá tengjast þær auðvitað orkuskiptum og skipta hér um tekjukerfi á meðan Sundabrautin er hreint PPP-verkefni, ekkert ósvipað Hvalfjarðargöngunum, og snúast um ávinning fólks að fara styttri og öruggari leiðir.“ Sigurður ætlar að eiga fundi með sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóahafnir um þessi sameiginlegu áform og reyna að finna sameiginlega framtíðarsýn. Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. 12. október 2019 13:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar að mati hafnaryfirvalda. Mörg fyrirtæki sjá sæng sína uppreidda verði farið í lágbrú en samgönguráðherra hefur mælt með þeirri framkvæmd fram yfir jarðgöng. Í sumar var gefin út skýrsla um Sundabrautina þar sem tveir kostir koma til greina til að þvera Kleppsvík, jarðgöng eða lágbrú. Lágbrúin myndi liggja á milli Gufuneshöfða og Holtagarða en jarðgöngin ytra og yrðu mun lengri leið.Í minnisblaði hafnarstjóra Faxaflóahafna kom fram að jarðgöng yrðu betri kostur en lágbrú. Taldi hafnarstjórinn lágbrú eiga eftir að verða rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar og að mörg fyrirtæki sem reiða sig á höfnina myndu sjá sæng sína uppreidda. Kostnaður jarðganganna yrði 74 milljarðar króna en 60 milljarðar við lágbrú.Bent hefur verið á að matið byggi á gömlum gögnum og þörf á nýrri kostnaðargreiningu. Hefur hafnarstjórinn bent á að í þessar tölur vanti afleiddan kostnað vegna lágbrúarinnar sem gæti numið tugum milljörðum.Yfirlýsing Faxaflóahafna kemur á óvart Sigurður Ingi segist enn þeirrar skoðunar að lágbrú sé betri kostur. Bæði sé hún ódýrari, henti fyrir alla samgöngumáta, bílandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Miðað við skýrsluna sem ég fékk þá er það klárlega mun betri kostur. Mér kemur svolítið á óvart að Faxaflóahafnir skuli fara út með yfirlýsingu þegar við höfum ekki átt neinar einustu samræður um hlutina öðruvísi en í þessum starfshópi var talað við Faxaflóahafnir og skipafélögin á þessum tíma. Og þessir valkostir settir upp af skýrsluhöfundum vegna þess að þeir sáu fyrir sér hvað væri best fyrir samfélagið í heild. Skipulag sveitarfélaganna, umferðarþróun til langs tíma og þar eru kannski fleiri þættir undir heldur en rekstur á hafnarmannvirkjum,“ segir Sigurður Ingi.Sundabraut gæti orðið að veruleika innan 15 ára Sundabraut er ekki inn í samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir næstu 15 árin. Sigurður segist vinna að því hörðum höndum að Sundabrautin verði að veruleika innan þess tímaramma. „Já, ég vona svo sannarlega að það verði gert og vinn að því hörðum höndum. Ef lágbrúarleiðin verður ófær að mati kjörinna fulltrúa, sem taka ákvörðunina hér í sveitarfélögunum, og þeim sem koma að Faxaflóahöfnum, þá er hin leiðin fær, það er að segja jarðgöngin, og klárlega verkefni sem er nauðsynlegt til að tryggja hér betri umferð til lengri tíma.“ Hann vonast til að geta sett verkefnið sem fyrst af stað á þessu kjörtímabili. „Það tekur auðvitað einhvern tíma að endurhanna þau mannvirki sem þarna eiga að vera. Því svona tölur sem við höfum byggt á byggja á gamalli hönnun og það hefur auðvitað margt gerst síðan. Svo tekur auðvitað svona stórt verkefni nokkur ár í framkvæmdum,“ segir Sigurður Ingi.Markaður fyrir allar þessar framkvæmdir Samgöngusáttmálinn boðar framkvæmdir fyrir 120 milljarða, þar sem eftir á að fjármagna 60 milljarða. Sundabraut gæti kostað 60 til 70 milljarða. Sigurður telur markað fyrir allar þessar framkvæmdir. „Það er engin spurning um það. Eins og rætt hefur verið um, um fjárhæðirnar innan samgöngusáttmálans, þá tengjast þær auðvitað orkuskiptum og skipta hér um tekjukerfi á meðan Sundabrautin er hreint PPP-verkefni, ekkert ósvipað Hvalfjarðargöngunum, og snúast um ávinning fólks að fara styttri og öruggari leiðir.“ Sigurður ætlar að eiga fundi með sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóahafnir um þessi sameiginlegu áform og reyna að finna sameiginlega framtíðarsýn.
Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. 12. október 2019 13:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. 12. október 2019 13:00