Vitundarvakning um málþroskaröskun Tinna Sigurðardóttir og Heiða Sigurjónsdóttir skrifar 15. október 2019 15:45 Þann 18. október næstkomandi er dagur vitundavakningar um málþroskaröskun. Málþroskaröskun, áður þekkt sem sértæk málþroskaröskun, lýsir sér í einföldu máli þannig að viðkomandi á erfitt með að tileinka sér mál á hefðbundinn hátt. Málskilningur er oft skertur, erfiðleikar við að finna orð og koma orðum að hlutum eru gjarnan áberandi hjá þessum hópi ásamt því að erfiðleika gætir í lestri og skrift. Málþroskaröskun er lífstíðarástand, algengari en einhverfa og eldist ekki af fólki. Samkvæmt rannsóknum eru um 7,6% barna með málþroskaröskun. Miðað við fjölda barna á Íslandi á aldrinum 3-18 ára eru þá tæplega 5.200 börn á Íslandi með málþroskaröskun nú þegar þessi grein er skrifuð. Börn með málþroskaröskun eiga sér yfirleitt sögu um seinkaðan málþroska frá máltökuskeiði. Þau hafa verið sein til máls og mælingar á málþroska ekki á pari við jafnaldra með eðlilegan málþroska. Rannsóknir hafa enn fremur sýnt að mælingar á málþroska eru stöðugar, þannig að barn sem mælist undir meðallagi við 3ja ára aldur mælist líklega áfram lágt við 9 ára og 16 ára aldur. Því er mikilvægt að fylgjast vel með og grípa í taumana við fyrstu grunsemdir. Markviss snemmtæk íhlutun er nauðsynleg til að styðja við og aðstoða barnið, fjölskylduna og skólann. Börn sem falla undir ákveðin viðmið fá niðurgreidda talþjálfun á vegum Sjúkratrygginga Íslands hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi. Til eru fjölmargar rannsóknir sem sýna tengsl á milli málþroskaröskunar og hegðunar- og tilfinningaerfiðleika. Börn sem eru með málþroskaröskun sýna oft erfiða hegðun í skólanum og geta þau einkenni svipað mjög til ADHD einkenna. Einnig er kvíði og þunglyndi algengt meðal barna og unglinga í þessum hópi. Þegar börn með málþroskaröskun komast á unglingsár er sjálfsmynd þeirra gjarnan í molum og þau geta átt í miklum erfiðleikum félagslega. Einnig hafa rannsóknir sýnt að fjöldi ungra fanga í fangelsum er með málþroskaröskun. Því má draga þá ályktun að þessi hópur sé sérstaklega útsettur fyrir að lenda í áhættuhegðun.Hvað er hægt að gera? Talmeinafræðingar eru sérmenntaðir í málþroska barna og starfa með þessum hópi á stofum, í leikskólum og í grunnskólum. Talmeinafræðingar veita talþjálfun sem miðar að því að bæta skilning, orðaforða, orðminni, máltjáningu og tjáskiptafærni sem og að styrkja aðra málþætti sem tengjast lestrarnámi. Talmeinafræðingar veita einnig fræðslu um málþroskaröskun í nærumhverfi barna. Mikilvægt er að kennarar noti þær bjargir sem hægt er að nýta til að koma til móts við börn með málþroska. T.d. nota myndrænt skipulag, einfalda mál sitt, veita einstaklingsfyrirmæli, æfa barnið í endurtekningum og endursögn og passa að kröfur hæfi barni. Ljóst að börn með málþroskaröskun þurfa aðstoð og stuðning í skóla og heima. Því fyrr sem aðstoðin fæst, þeim mun betur vegnar þessum hópi. Því miður er staðreyndin sú að skilgreindur stuðningur við börn og unglinga með málþroskaröskun er af afar skornum skammti í opinberu skólakerfi og sjaldnast fá börn í þessum hópi nægilega þjónustu. Enn fremur hafa langir biðlistar hjá sérfræðingum á stofu áhrif á þjónustustig við þá sem þurfa á talþjálfun að halda. Málefli eru hagsmunsamtök í þágu barna og unglinga með málþroskaröskun. Samtökin voru stofnuð í september árið 2009 af talmeinafræðingum og hópi foreldra í Reykjavík og á Suðurlandi. Markmið samtakanna er að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með málþroskaröskun, til að fræða aðstandendur og kennara, vinna að auknum réttindum barnanna og hvetja til rannsókna á þessu sviði. Samtökin komu því til leiðar að árið 2012 var gerð úttekt á vegum menntamálaráðuneytisins á stöðu barna með tal-og málþroskaröskun og var hún lögð fyrir Alþingi árið 2012. Helstu niðurstöður úttektarinnar voru að ábyrgð á málaflokknum væri óskýr og voru allir sem að málinu komu sammála um að bæta þyrfti þjónustu við þennan hóp. Áætlað var að setja gera frekari úttekt á þjónustu við börn og unglinga og skila niðurstöðum um breytt verklag í þjónustu við þennan hóp en þeim niðurstöðum hefur ekki enn verið skilað. Til að vekja athygli á málefninu standa samtökin Málefli fyrir ýmsum viðburðum á afmælisárinu, leikhúsferðum og námskeiðum. Á alþjóðadegi málþroskaröskunar, föstudaginn 18. október næstkomandi verður málþing í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og verður athyglinni fyrst og fremst beint að umfjöllun fyrir kennara og foreldra barna með málþroskaröskun. Málþingið hefst kl. 14:00 og stendur til 17:30, það er ókeypis og öllum opið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Máleflis, www.malefli.is.Höfundar eru starfandi talmeinafræðingar á Bugl og Tröppu þjónustu ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. október næstkomandi er dagur vitundavakningar um málþroskaröskun. Málþroskaröskun, áður þekkt sem sértæk málþroskaröskun, lýsir sér í einföldu máli þannig að viðkomandi á erfitt með að tileinka sér mál á hefðbundinn hátt. Málskilningur er oft skertur, erfiðleikar við að finna orð og koma orðum að hlutum eru gjarnan áberandi hjá þessum hópi ásamt því að erfiðleika gætir í lestri og skrift. Málþroskaröskun er lífstíðarástand, algengari en einhverfa og eldist ekki af fólki. Samkvæmt rannsóknum eru um 7,6% barna með málþroskaröskun. Miðað við fjölda barna á Íslandi á aldrinum 3-18 ára eru þá tæplega 5.200 börn á Íslandi með málþroskaröskun nú þegar þessi grein er skrifuð. Börn með málþroskaröskun eiga sér yfirleitt sögu um seinkaðan málþroska frá máltökuskeiði. Þau hafa verið sein til máls og mælingar á málþroska ekki á pari við jafnaldra með eðlilegan málþroska. Rannsóknir hafa enn fremur sýnt að mælingar á málþroska eru stöðugar, þannig að barn sem mælist undir meðallagi við 3ja ára aldur mælist líklega áfram lágt við 9 ára og 16 ára aldur. Því er mikilvægt að fylgjast vel með og grípa í taumana við fyrstu grunsemdir. Markviss snemmtæk íhlutun er nauðsynleg til að styðja við og aðstoða barnið, fjölskylduna og skólann. Börn sem falla undir ákveðin viðmið fá niðurgreidda talþjálfun á vegum Sjúkratrygginga Íslands hjá sjálfstætt starfandi talmeinafræðingi. Til eru fjölmargar rannsóknir sem sýna tengsl á milli málþroskaröskunar og hegðunar- og tilfinningaerfiðleika. Börn sem eru með málþroskaröskun sýna oft erfiða hegðun í skólanum og geta þau einkenni svipað mjög til ADHD einkenna. Einnig er kvíði og þunglyndi algengt meðal barna og unglinga í þessum hópi. Þegar börn með málþroskaröskun komast á unglingsár er sjálfsmynd þeirra gjarnan í molum og þau geta átt í miklum erfiðleikum félagslega. Einnig hafa rannsóknir sýnt að fjöldi ungra fanga í fangelsum er með málþroskaröskun. Því má draga þá ályktun að þessi hópur sé sérstaklega útsettur fyrir að lenda í áhættuhegðun.Hvað er hægt að gera? Talmeinafræðingar eru sérmenntaðir í málþroska barna og starfa með þessum hópi á stofum, í leikskólum og í grunnskólum. Talmeinafræðingar veita talþjálfun sem miðar að því að bæta skilning, orðaforða, orðminni, máltjáningu og tjáskiptafærni sem og að styrkja aðra málþætti sem tengjast lestrarnámi. Talmeinafræðingar veita einnig fræðslu um málþroskaröskun í nærumhverfi barna. Mikilvægt er að kennarar noti þær bjargir sem hægt er að nýta til að koma til móts við börn með málþroska. T.d. nota myndrænt skipulag, einfalda mál sitt, veita einstaklingsfyrirmæli, æfa barnið í endurtekningum og endursögn og passa að kröfur hæfi barni. Ljóst að börn með málþroskaröskun þurfa aðstoð og stuðning í skóla og heima. Því fyrr sem aðstoðin fæst, þeim mun betur vegnar þessum hópi. Því miður er staðreyndin sú að skilgreindur stuðningur við börn og unglinga með málþroskaröskun er af afar skornum skammti í opinberu skólakerfi og sjaldnast fá börn í þessum hópi nægilega þjónustu. Enn fremur hafa langir biðlistar hjá sérfræðingum á stofu áhrif á þjónustustig við þá sem þurfa á talþjálfun að halda. Málefli eru hagsmunsamtök í þágu barna og unglinga með málþroskaröskun. Samtökin voru stofnuð í september árið 2009 af talmeinafræðingum og hópi foreldra í Reykjavík og á Suðurlandi. Markmið samtakanna er að vekja athygli á nauðsynlegri þjónustu við börn með málþroskaröskun, til að fræða aðstandendur og kennara, vinna að auknum réttindum barnanna og hvetja til rannsókna á þessu sviði. Samtökin komu því til leiðar að árið 2012 var gerð úttekt á vegum menntamálaráðuneytisins á stöðu barna með tal-og málþroskaröskun og var hún lögð fyrir Alþingi árið 2012. Helstu niðurstöður úttektarinnar voru að ábyrgð á málaflokknum væri óskýr og voru allir sem að málinu komu sammála um að bæta þyrfti þjónustu við þennan hóp. Áætlað var að setja gera frekari úttekt á þjónustu við börn og unglinga og skila niðurstöðum um breytt verklag í þjónustu við þennan hóp en þeim niðurstöðum hefur ekki enn verið skilað. Til að vekja athygli á málefninu standa samtökin Málefli fyrir ýmsum viðburðum á afmælisárinu, leikhúsferðum og námskeiðum. Á alþjóðadegi málþroskaröskunar, föstudaginn 18. október næstkomandi verður málþing í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og verður athyglinni fyrst og fremst beint að umfjöllun fyrir kennara og foreldra barna með málþroskaröskun. Málþingið hefst kl. 14:00 og stendur til 17:30, það er ókeypis og öllum opið. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Máleflis, www.malefli.is.Höfundar eru starfandi talmeinafræðingar á Bugl og Tröppu þjónustu ehf.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar