Hætta að selja Tyrkjum vopn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. október 2019 19:15 Tyrkneski herinn nærri Manbij í dag. AP/Ugur Can Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Innrásin hefur vakið litla hrifningu á meðal samherja Tyrkja innan bandalagsins og hafa Bandaríkin til að mynda lagt nýjar viðskiptaþvinganir á Tyrki, eftir að hafa hörfað frá Sýrlandi og þannig rýmt fyrir árásinni. Þjóðverjar, Frakkar og Bretar meðal annars hafa lýst því yfir að ríkin muni ekki selja Tyrkjum vopn. Utanríkismálaráðherra Ítalíu sagði svo á ítalska þinginu í dag að í kjölfar ákvörðunar Evrópusambandsins um að takmarka vopnasölu til Tyrklands sé verðið að endurskoða vopnasölusamninga Ítala við Tyrki. „Af því við viljum grípa til aðgerða strax, og vopnasölubann á vegum Evrópusambandsins myndi taka marga mánuði. Markmiðið er að sýna að Ítalía bíður ekki, hikar ekki og lítur ekki undan. Ítalía hundsar ekki mannfall almennra borgara,“ sagði Luigi di Maio ráðherra.Bitist um Manbij Eftir gerð samkomulags við hersveitir Kúrda er sýrlenski stjórnarherinn nú kominn til Manbij til að verjast innrásinni. Rússar, helstu bandamenn stjórnarliða, segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og stjórnarhersins en ljóst er að Tyrkir hafa augastað á bænum. „Ef guð lofar munum við brátt taka svæðið allt frá Manbij og að landamærum okkar við Írak. Þannig munum við veita fyrst milljón og síðan tveimur milljónum sýrlenskra flóttamanna tækifæri á því að snúa aftur heim ef þeir vilja,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í dag. Átök Kúrda og Tyrkja Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Innrásin hefur vakið litla hrifningu á meðal samherja Tyrkja innan bandalagsins og hafa Bandaríkin til að mynda lagt nýjar viðskiptaþvinganir á Tyrki, eftir að hafa hörfað frá Sýrlandi og þannig rýmt fyrir árásinni. Þjóðverjar, Frakkar og Bretar meðal annars hafa lýst því yfir að ríkin muni ekki selja Tyrkjum vopn. Utanríkismálaráðherra Ítalíu sagði svo á ítalska þinginu í dag að í kjölfar ákvörðunar Evrópusambandsins um að takmarka vopnasölu til Tyrklands sé verðið að endurskoða vopnasölusamninga Ítala við Tyrki. „Af því við viljum grípa til aðgerða strax, og vopnasölubann á vegum Evrópusambandsins myndi taka marga mánuði. Markmiðið er að sýna að Ítalía bíður ekki, hikar ekki og lítur ekki undan. Ítalía hundsar ekki mannfall almennra borgara,“ sagði Luigi di Maio ráðherra.Bitist um Manbij Eftir gerð samkomulags við hersveitir Kúrda er sýrlenski stjórnarherinn nú kominn til Manbij til að verjast innrásinni. Rússar, helstu bandamenn stjórnarliða, segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og stjórnarhersins en ljóst er að Tyrkir hafa augastað á bænum. „Ef guð lofar munum við brátt taka svæðið allt frá Manbij og að landamærum okkar við Írak. Þannig munum við veita fyrst milljón og síðan tveimur milljónum sýrlenskra flóttamanna tækifæri á því að snúa aftur heim ef þeir vilja,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti í dag.
Átök Kúrda og Tyrkja Evrópusambandið NATO Sýrland Tyrkland Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira