„Stór dagur í sögu borgarinnar og sögu alls höfuðborgarsvæðisins“ Sylvía Hall skrifar 15. október 2019 19:06 Borgarstjórn samþykkti samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára í dag, svokallaðan samgöngusáttmála, með tólf atkvæðum meirihlutans gegn ellefu atkvæðum annarra borgarfulltrúa eftir um það bil þriggja klukkustunda umræðu. „Auðvitað er það jákvætt að fara í uppbyggingu en ellefu borgarfulltrúar úr fjórum flokkum greiddu atkvæði gegn vegna þess að það er svo mörgum spurningum ósvarað,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðspurður hvers vegna hann studdi ekki sáttmálann. Hann segir enn vera óljóst hvernig eigi að fjármagna þau loforð sem gefin eru í sáttmálanum.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála„Þetta kostar oft meira en menn halda og þetta eru svakalegar upphæðir, við þurfum að sýna aðhald og það gerum við hér.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði svör Eyþórs endurspegla þá umræðu sem átti sér stað við atkvæðagreiðslu í dag. Þar hefði verið hnýtt í smáatriði en ekki litið á heildarmyndina. „Það er mjög breið sátt um hana, nú er búið að eyða óvissu um borgarlínu, við erum að fara að sjá Miklubraut í stokk og í raun algjöra græna og jákvæða umbreytingu á borginni sem mun gera vel við samgöngurnar, gera vel við mannlífið og lífsgæðin,“ sagði Dagur. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög stór dagur í sögu borgarinnar og sögu alls höfuðborgarsvæðisins.“ Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45 „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára í dag, svokallaðan samgöngusáttmála, með tólf atkvæðum meirihlutans gegn ellefu atkvæðum annarra borgarfulltrúa eftir um það bil þriggja klukkustunda umræðu. „Auðvitað er það jákvætt að fara í uppbyggingu en ellefu borgarfulltrúar úr fjórum flokkum greiddu atkvæði gegn vegna þess að það er svo mörgum spurningum ósvarað,“ sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, aðspurður hvers vegna hann studdi ekki sáttmálann. Hann segir enn vera óljóst hvernig eigi að fjármagna þau loforð sem gefin eru í sáttmálanum.Sjá einnig: Borgarstjórn samþykkir samgöngusáttmála„Þetta kostar oft meira en menn halda og þetta eru svakalegar upphæðir, við þurfum að sýna aðhald og það gerum við hér.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði svör Eyþórs endurspegla þá umræðu sem átti sér stað við atkvæðagreiðslu í dag. Þar hefði verið hnýtt í smáatriði en ekki litið á heildarmyndina. „Það er mjög breið sátt um hana, nú er búið að eyða óvissu um borgarlínu, við erum að fara að sjá Miklubraut í stokk og í raun algjöra græna og jákvæða umbreytingu á borginni sem mun gera vel við samgöngurnar, gera vel við mannlífið og lífsgæðin,“ sagði Dagur. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst mjög stór dagur í sögu borgarinnar og sögu alls höfuðborgarsvæðisins.“
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir „Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45 „Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Þetta mál snýst ekki um mig og Dag B. Eggertsson“ Fjármálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Miðflokksins um að samgöngusáttmálinn sé stuðningur við Dag B. Eggertsson. 28. september 2019 12:45
„Ef þetta væri fyrsti stokkurinn í heiminum þá myndi mér ekki lítast á blikuna“ Dagur B Eggertsson, borgarsstjóri Reykjavíkur, segir það einn af "stóru sigrunum“ að samgönguframkvæmdir verði fjármagnaðar af innheimtum veggjöldum á höfuðborgarsvæðinu. 6. október 2019 14:42
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05