Utanríkisráðherra mun aldrei samþykkja ríkisábyrgð á bankainnistæður Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2019 21:15 Utanríkisráðherra leggst gegn því að gerð Evrópusambandsins um ríkisábyrgð á innistæður í bönkum verði tekin upp hér á landi og hann muni aldrei standa að því á meðan hann gegni embætti utanríkisráðherra. Bankar muni fara á hausinn í framtíðinni og með því að samþykkja ríkisábyrgð sé Icesave vörnin farin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir tveimur skýrslum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á Alþingi í dag, annars vegar skýrslu starfshóps sem þrettán þingmenn óskuðu eftir og síðan skýrslu um framkvæmd samningsins undanfarið ár. Hann sagði þátttöku einstakra ráðuneyta og stofnana við tillögumótun innan EES samstarfsins hafa verið eflda þannig að Íslendingar kæmu að málum á frumstigi þeirra. En hann nefndi einnig mál sem verið hafi í mótun hjá Evrópusambandinu allt frá 2014 sem hann myndi aldrei samþiggja sem væri upptaka ríkisábygðar á innistæður í bönkum. Hann hafi fyrst andmælt þessu árið 2014. „Nægir að nefna að Icesavemál framtíðarinnar munu tapast verði slíkt ákvæði tekið upp í íslensk lög. Og það er alveg sama hversu góð kerfi Evrópusambandið eða aðrir finna upp; bankar munu fara á hausinn,“ sagði utanríkisráðherra. Kerfið sem var í gildi fyrir bankahrunið hafi átt að koma í veg fyrir slík áföll. „Ég ætla að lýsa því hér yfir að ég mun sem utanríkisráðherra Íslands aldrei standa að því að Ísland samþykki í sameiginlegu EES nefndinni eða á vettvangi EES samstarfsins upptöku og innleiðingu þessarar löggjafar með þeim hætti að hún feli í sér ríkisábyrgð á bankainnistæður. Aldrei,“ sagði Guðlaugur Þór. Þingmenn flestra flokka lýstu ánægju með skýrslurnar sem utanríkisráðherra mælti fyrir en ítrekuðu að íslensk stjórnvöld stæðu betur vaktina við mótun mála innan EES samstarfsins. Þó mátti skynja efasemdir hjá Ólafi Íslifssyni sem var fyrstu flutningsmaður á beiðni um gerð skýrslu um kosti og galla EES samstarfsins, meðal annars út af orkupakkamálinu þar sem skýrsla um stöðu mála hefði mátt koma fram fyrr. „Þess vegna fagna ég þeirri umræðu sem er hér um það að við beitum okkur í þessu ferli öllu saman á fyrri stigum en okkur auðnaðist að gera í orkupakkamálinu,“ sagði Ólafur. Alþingi Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Utanríkisráðherra leggst gegn því að gerð Evrópusambandsins um ríkisábyrgð á innistæður í bönkum verði tekin upp hér á landi og hann muni aldrei standa að því á meðan hann gegni embætti utanríkisráðherra. Bankar muni fara á hausinn í framtíðinni og með því að samþykkja ríkisábyrgð sé Icesave vörnin farin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir tveimur skýrslum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) á Alþingi í dag, annars vegar skýrslu starfshóps sem þrettán þingmenn óskuðu eftir og síðan skýrslu um framkvæmd samningsins undanfarið ár. Hann sagði þátttöku einstakra ráðuneyta og stofnana við tillögumótun innan EES samstarfsins hafa verið eflda þannig að Íslendingar kæmu að málum á frumstigi þeirra. En hann nefndi einnig mál sem verið hafi í mótun hjá Evrópusambandinu allt frá 2014 sem hann myndi aldrei samþiggja sem væri upptaka ríkisábygðar á innistæður í bönkum. Hann hafi fyrst andmælt þessu árið 2014. „Nægir að nefna að Icesavemál framtíðarinnar munu tapast verði slíkt ákvæði tekið upp í íslensk lög. Og það er alveg sama hversu góð kerfi Evrópusambandið eða aðrir finna upp; bankar munu fara á hausinn,“ sagði utanríkisráðherra. Kerfið sem var í gildi fyrir bankahrunið hafi átt að koma í veg fyrir slík áföll. „Ég ætla að lýsa því hér yfir að ég mun sem utanríkisráðherra Íslands aldrei standa að því að Ísland samþykki í sameiginlegu EES nefndinni eða á vettvangi EES samstarfsins upptöku og innleiðingu þessarar löggjafar með þeim hætti að hún feli í sér ríkisábyrgð á bankainnistæður. Aldrei,“ sagði Guðlaugur Þór. Þingmenn flestra flokka lýstu ánægju með skýrslurnar sem utanríkisráðherra mælti fyrir en ítrekuðu að íslensk stjórnvöld stæðu betur vaktina við mótun mála innan EES samstarfsins. Þó mátti skynja efasemdir hjá Ólafi Íslifssyni sem var fyrstu flutningsmaður á beiðni um gerð skýrslu um kosti og galla EES samstarfsins, meðal annars út af orkupakkamálinu þar sem skýrsla um stöðu mála hefði mátt koma fram fyrr. „Þess vegna fagna ég þeirri umræðu sem er hér um það að við beitum okkur í þessu ferli öllu saman á fyrri stigum en okkur auðnaðist að gera í orkupakkamálinu,“ sagði Ólafur.
Alþingi Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira