Þungi hagstjórnar færist frá peningamálum til ríkisfjármála Lilja D. Alfreðsdóttir skrifar 16. október 2019 08:00 Lágvaxtaumhverfi hagkerfa er staðreynd á alþjóðavísu. Staðan sem uppi er í alþjóðakerfinu er án fordæma í nútímahagsögunni, þar sem hátt atvinnustig hefur jafnan verið ávísun á aukna verðbólgu. Sú hefur þó ekki verið raunin síðustu árin. Til dæmis er atvinnuleysi í Bandaríkjunum nú um 3,5% en verðbólga aðeins 1,4%. Þar, líkt og víða annars staðar, bendir ýmislegt til að á næstunni verði hagstjórnin í auknum mæli í höndum hins opinbera, sem taki að sér að örva hagkerfið í niðursveiflu. Minni verðbólga í hagkerfum heimsins á sér einkum þrjár skýringar. Í fyrsta lagi hefur þeim hagkerfum sem settu sér verðbólgumarkmið í kringum árið 2000 tekist að stýra verðbólguvæntingum. Í öðru lagi hefur hið opna hagkerfi, þar sem vörur, þjónusta og fjármagn flyst á milli hagkerfa, aukið hagkvæmni í viðskiptum. Í þriðja lagi hafa tækniframfarir og sjálfvirknivæðing lækkað framleiðslukostnað.Hagvöxtur og atvinnulífið Mikill hagvöxtur hefur einkennt íslenskt efnahagslíf síðustu misseri. Horfur hafa þó versnað tímabundið, meðal annars vegna minnkandi umsvifa í ferðaþjónustu og loðnubrests. Hægst hefur á hagvexti og spár gera ráð fyrir 0,2% samdrætti í ár. Framlag utanri´kisviðskipta til hagvaxtar á fyrsta fjórðungi var hins vegar ja´kvætt um sem nemur 4,4%. Áfram er vöxtur í einkaneyslu og samneyslu, þrátt fyrir að hann sé hægari en áður. Spár gera ráð fyrir að fjárfesting minnki um 5%. Atvinnuleysi er enn lágt í alþjóðlegu samhengi eða um 3,5%. Brýnt er að efnahagsaðgerðir nú aðstoði þjóðarbúið við að ná viðspyrnu.Sjálfstæð peningastefna stendur vaktina og veitir svigrúm Á þessu ári hefur verðbólga hjaðnað milli ársfjórðunga og nýjustu mælingar sýna 3,1% verðbólgu á þriðja fjórðungi. Verðstöðugleiki hefur aukist og verðbólga verið um 3% síðustu þrjú ár, en var að meðaltali um 8% á árunum 2006-2008. Langti´maverðbo´lguvæntingar hafa verið lægri undanfarin a´r og nær verðbo´lgumarkmiði Seðlabankans. Undanfarið hafa vextir verið lægri en þeir voru fyrir fja´rma´lakreppuna, hvort sem litið er til meginvaxta Seðlabankans eða langti´mavaxta á skuldabre´famarkaði. Þra´tt fyrir spennu i´ þjo´ðarbu´inu hefur verðbo´lga verið to¨luvert minni síðustu a´r en við lok si´ðasta þensluskeiðs. Þessi staða hefur gefið Seðlabankanum svigrúm til að lækka vexti. Gengisþróun er í ríkari mæli grundvölluð á undirliggjandi efnahagsþáttum og því hefur verðbólguþróun verið stöðug.Bolmagn heimila og fyrirtækja Skuldir heimila og fyrirtækja hafa minnkað mikið síðastliðinn áratug. Skuldir heimilanna na´mu í a´rslok 2018 um 75% af landsframleiðslu og höfðu lækkað um 45% frá a´rslokum 2008. Ástæður þessarar lækkunar eru meðal annars aðgerðir stjórnvalda í skuldamálum heimilanna, eins og Leiðréttingin og fleiri aðgerðir, auk þess sem ráðstöfunartekjur hafa aukist verulega. Kaupmáttur launa hefur aukist um 24% frá árinu 2007, þannig að hagur heimilanna hefur styrkst mikið. Skuldalækkun fyrirtækja er enn meiri, en i´ fyrra námu skuldir þeirra um 88% af landsframleiðslu en voru mestar 228% af landsframleiðslu a´rið 2008. Ánægjulegt er líka að sjá skuldir heimila, fyrirtækja og hins opinbera í erlendri mynt hafa lækkað verulega og því eru áhrif gengislækkunar mun minni nú en fyrir a´ratug. Þessi hagfellda staða heimilanna og fyrirtækjanna gerir þeim betur kleift að mæta niðursveiflu hagkerfisins en ella.Fjárfestingar hins opinbera sveiflist á móti hagsveiflunni Staða ríkissjóðs Íslands er sterk. Heildarskuldir hafa lækkað mjög hratt frá fjármálahruni, farið úr 90% af landsframleiðslu í 23%. Stöðugleikaframlög og aðferðafræðin við uppgjör föllnu bankanna hafa átt ríkan þátt í því að þessi hagfellda staða er uppi í ríkisfjármálum. Staðan gerir stjórnvöldum kleift að koma til móts við hagsveifluna og búa til svigrúm. Vegna þessa er stefnt að því að afgangur af heildarafkomu ri´kissjo´ðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði að la´gmarki i´ jafnvægi a´rin 2020 og 2021, en afgangur verði um 0,3% a´rið 2022. Afkoman mætir því þörfum efnahagslífsins til samræmis við breyttar horfur a´n þess þo´ að vikið verði ti´mabundið fra´ fja´rma´lareglum um afkomu og skuldir eins og lo¨g um opinber fja´rma´l heimila. Rétt er að nefna, að ri´kissjo´ði hafa aldrei a´ður boðist jafngo´ð kjo¨r a´ skuldabre´famo¨rkuðum og nú. Ljóst er að þróttur íslenska hagkerfisins er umtalsverður og hið opinbera mótar stefnu sína út frá breyttum forsendum til að koma til móts við hagsveifluna. Íslenska hagkerfið er undirbúið fyrir niðursveiflu og hið opinbera kemur til móts við hana með skattalækkunum og auknum opinberum framkvæmdum.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra og situr í ráðherranefnd um efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Lágvaxtaumhverfi hagkerfa er staðreynd á alþjóðavísu. Staðan sem uppi er í alþjóðakerfinu er án fordæma í nútímahagsögunni, þar sem hátt atvinnustig hefur jafnan verið ávísun á aukna verðbólgu. Sú hefur þó ekki verið raunin síðustu árin. Til dæmis er atvinnuleysi í Bandaríkjunum nú um 3,5% en verðbólga aðeins 1,4%. Þar, líkt og víða annars staðar, bendir ýmislegt til að á næstunni verði hagstjórnin í auknum mæli í höndum hins opinbera, sem taki að sér að örva hagkerfið í niðursveiflu. Minni verðbólga í hagkerfum heimsins á sér einkum þrjár skýringar. Í fyrsta lagi hefur þeim hagkerfum sem settu sér verðbólgumarkmið í kringum árið 2000 tekist að stýra verðbólguvæntingum. Í öðru lagi hefur hið opna hagkerfi, þar sem vörur, þjónusta og fjármagn flyst á milli hagkerfa, aukið hagkvæmni í viðskiptum. Í þriðja lagi hafa tækniframfarir og sjálfvirknivæðing lækkað framleiðslukostnað.Hagvöxtur og atvinnulífið Mikill hagvöxtur hefur einkennt íslenskt efnahagslíf síðustu misseri. Horfur hafa þó versnað tímabundið, meðal annars vegna minnkandi umsvifa í ferðaþjónustu og loðnubrests. Hægst hefur á hagvexti og spár gera ráð fyrir 0,2% samdrætti í ár. Framlag utanri´kisviðskipta til hagvaxtar á fyrsta fjórðungi var hins vegar ja´kvætt um sem nemur 4,4%. Áfram er vöxtur í einkaneyslu og samneyslu, þrátt fyrir að hann sé hægari en áður. Spár gera ráð fyrir að fjárfesting minnki um 5%. Atvinnuleysi er enn lágt í alþjóðlegu samhengi eða um 3,5%. Brýnt er að efnahagsaðgerðir nú aðstoði þjóðarbúið við að ná viðspyrnu.Sjálfstæð peningastefna stendur vaktina og veitir svigrúm Á þessu ári hefur verðbólga hjaðnað milli ársfjórðunga og nýjustu mælingar sýna 3,1% verðbólgu á þriðja fjórðungi. Verðstöðugleiki hefur aukist og verðbólga verið um 3% síðustu þrjú ár, en var að meðaltali um 8% á árunum 2006-2008. Langti´maverðbo´lguvæntingar hafa verið lægri undanfarin a´r og nær verðbo´lgumarkmiði Seðlabankans. Undanfarið hafa vextir verið lægri en þeir voru fyrir fja´rma´lakreppuna, hvort sem litið er til meginvaxta Seðlabankans eða langti´mavaxta á skuldabre´famarkaði. Þra´tt fyrir spennu i´ þjo´ðarbu´inu hefur verðbo´lga verið to¨luvert minni síðustu a´r en við lok si´ðasta þensluskeiðs. Þessi staða hefur gefið Seðlabankanum svigrúm til að lækka vexti. Gengisþróun er í ríkari mæli grundvölluð á undirliggjandi efnahagsþáttum og því hefur verðbólguþróun verið stöðug.Bolmagn heimila og fyrirtækja Skuldir heimila og fyrirtækja hafa minnkað mikið síðastliðinn áratug. Skuldir heimilanna na´mu í a´rslok 2018 um 75% af landsframleiðslu og höfðu lækkað um 45% frá a´rslokum 2008. Ástæður þessarar lækkunar eru meðal annars aðgerðir stjórnvalda í skuldamálum heimilanna, eins og Leiðréttingin og fleiri aðgerðir, auk þess sem ráðstöfunartekjur hafa aukist verulega. Kaupmáttur launa hefur aukist um 24% frá árinu 2007, þannig að hagur heimilanna hefur styrkst mikið. Skuldalækkun fyrirtækja er enn meiri, en i´ fyrra námu skuldir þeirra um 88% af landsframleiðslu en voru mestar 228% af landsframleiðslu a´rið 2008. Ánægjulegt er líka að sjá skuldir heimila, fyrirtækja og hins opinbera í erlendri mynt hafa lækkað verulega og því eru áhrif gengislækkunar mun minni nú en fyrir a´ratug. Þessi hagfellda staða heimilanna og fyrirtækjanna gerir þeim betur kleift að mæta niðursveiflu hagkerfisins en ella.Fjárfestingar hins opinbera sveiflist á móti hagsveiflunni Staða ríkissjóðs Íslands er sterk. Heildarskuldir hafa lækkað mjög hratt frá fjármálahruni, farið úr 90% af landsframleiðslu í 23%. Stöðugleikaframlög og aðferðafræðin við uppgjör föllnu bankanna hafa átt ríkan þátt í því að þessi hagfellda staða er uppi í ríkisfjármálum. Staðan gerir stjórnvöldum kleift að koma til móts við hagsveifluna og búa til svigrúm. Vegna þessa er stefnt að því að afgangur af heildarafkomu ri´kissjo´ðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði að la´gmarki i´ jafnvægi a´rin 2020 og 2021, en afgangur verði um 0,3% a´rið 2022. Afkoman mætir því þörfum efnahagslífsins til samræmis við breyttar horfur a´n þess þo´ að vikið verði ti´mabundið fra´ fja´rma´lareglum um afkomu og skuldir eins og lo¨g um opinber fja´rma´l heimila. Rétt er að nefna, að ri´kissjo´ði hafa aldrei a´ður boðist jafngo´ð kjo¨r a´ skuldabre´famo¨rkuðum og nú. Ljóst er að þróttur íslenska hagkerfisins er umtalsverður og hið opinbera mótar stefnu sína út frá breyttum forsendum til að koma til móts við hagsveifluna. Íslenska hagkerfið er undirbúið fyrir niðursveiflu og hið opinbera kemur til móts við hana með skattalækkunum og auknum opinberum framkvæmdum.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra og situr í ráðherranefnd um efnahagsmál.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun