NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 10:00 Frá kynningu búninganna í gærkvöldi. NASA/Joel Kowsky Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, kynnti í gær nýja kynslóð geimbúninga. Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. Búningarnarir bera nöfnin Orion Crew Survival System (OCSS) og Exploration Extravehicular Mobility Unit (xEMU). xEMU er hannaður fyrir geimgöngur og göngutúra á tunglinu en OCSS er hannaður fyrir geimskot og lendingar. NASA ætlar að lenda tunglinu á nýjan leik árið 2024. Verkefnið ber heitið Artemis í höfuðið á grískri gyðju sem var systir guðsins Appolo. Artemis er einmitt gyðja tunglsins í grískri goðafræði. xEMU byggir á grunni sömu geimbúninga og notaðir voru á Apollo tímabilinu og síðan þá til geimgangna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Búningurinn er hannaður til að þola bæði 156 gráðu frost og 120 stiga hita. Á vef NASA segir að reynsla stofnunarinnar sýni að rykið á yfirborði tunglsins líkist agnarsmáum glerbrotum og því hafi verið mikilvægt að hanna xEMU á þann veg að ryki geti ekki borist í öndunarveg geimfara né í innri búnað búningsins. OCSS og xEMU.Vísir/NASA Hægt verður að skipta út einingum búningsins eftir því hvar verið er að nota hann og við hvaða störf. Þar að auki gerir búningurinn geimförum kleift að hreyfa sig mun betur en fyrri geimbúningar. Bæði munu þeir geta beygt sig niður og hreyft hendurnar og mjaðmirnar meira en áður. Geimfarar munu þó þurfa, eins og áður, að klæðast einskonar bleyjum þegar þeir fara í búninginn. Allt annar „fluggalli“ Orion-búningurinn er samkvæmt NASA mikið endurbætt útgáfa af klæðnaði sem oft er kallaður „fluggalli“ og er iðulega notaður við geimskot og lendingar. Hjálmur búningsins hefur til dæmis verið breytt verulega og er hann nú léttari, sterkari og þægilegri. Hann dregur sömuleiðis úr utanaðkomandi hljóði og gerir geimförum þar með auðveldara að ræða við hvert annað og stjórnendur á jörðu niðri. Búningurinn hefur einnig verið endurbættur varðandi hreyfigetu geimfara og hefur þeim verið gert auðveldara að fara í hann. Þó Orion-búningurinn sé hannaður fyrir geimskot og lendingar gæti hann bjargað lífi geimfara. Á vef NASA segir að ef gat kæmi á geimfar, gæti búningurinn haldið geimförum á lífi í allt að sex daga. Bandaríkin Geimurinn Tíska og hönnun Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, kynnti í gær nýja kynslóð geimbúninga. Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. Búningarnarir bera nöfnin Orion Crew Survival System (OCSS) og Exploration Extravehicular Mobility Unit (xEMU). xEMU er hannaður fyrir geimgöngur og göngutúra á tunglinu en OCSS er hannaður fyrir geimskot og lendingar. NASA ætlar að lenda tunglinu á nýjan leik árið 2024. Verkefnið ber heitið Artemis í höfuðið á grískri gyðju sem var systir guðsins Appolo. Artemis er einmitt gyðja tunglsins í grískri goðafræði. xEMU byggir á grunni sömu geimbúninga og notaðir voru á Apollo tímabilinu og síðan þá til geimgangna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Búningurinn er hannaður til að þola bæði 156 gráðu frost og 120 stiga hita. Á vef NASA segir að reynsla stofnunarinnar sýni að rykið á yfirborði tunglsins líkist agnarsmáum glerbrotum og því hafi verið mikilvægt að hanna xEMU á þann veg að ryki geti ekki borist í öndunarveg geimfara né í innri búnað búningsins. OCSS og xEMU.Vísir/NASA Hægt verður að skipta út einingum búningsins eftir því hvar verið er að nota hann og við hvaða störf. Þar að auki gerir búningurinn geimförum kleift að hreyfa sig mun betur en fyrri geimbúningar. Bæði munu þeir geta beygt sig niður og hreyft hendurnar og mjaðmirnar meira en áður. Geimfarar munu þó þurfa, eins og áður, að klæðast einskonar bleyjum þegar þeir fara í búninginn. Allt annar „fluggalli“ Orion-búningurinn er samkvæmt NASA mikið endurbætt útgáfa af klæðnaði sem oft er kallaður „fluggalli“ og er iðulega notaður við geimskot og lendingar. Hjálmur búningsins hefur til dæmis verið breytt verulega og er hann nú léttari, sterkari og þægilegri. Hann dregur sömuleiðis úr utanaðkomandi hljóði og gerir geimförum þar með auðveldara að ræða við hvert annað og stjórnendur á jörðu niðri. Búningurinn hefur einnig verið endurbættur varðandi hreyfigetu geimfara og hefur þeim verið gert auðveldara að fara í hann. Þó Orion-búningurinn sé hannaður fyrir geimskot og lendingar gæti hann bjargað lífi geimfara. Á vef NASA segir að ef gat kæmi á geimfar, gæti búningurinn haldið geimförum á lífi í allt að sex daga.
Bandaríkin Geimurinn Tíska og hönnun Tækni Artemis-áætlunin Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira