Tafir við málsmeðferð milduðu dóminn yfir Árna Gils Andri Eysteinsson skrifar 16. október 2019 18:23 Árni Gils Hjaltason í dómsal ásamt verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni. Vísir/Vilhelm Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir Árna Gils Hjaltasyni. Árni var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Málið hefur lengi dvalið í dómskerfinu og hefur í tvígang fallið dómur yfir Árna, fyrst árið 2017. Í fyrstu atrennu ómerkti Hæstiréttur hins vegar dóm héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað. Árni var sakfelldur fyrir að hafa eftir stutt átök við annan mann við Leifasjoppu, „stungið hann með hnífi í höfuðið vinstra megin fyrir ofan eyra með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri og náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem flísaðist upp úr höfuðkúpunni.“ Árni hefur neitað sök í málinu frá upphafi og haldið því fram að hann hafi aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið.Sjá einnig: Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Í vottorði sérfræðings í heila- og taugaskurðlækningum segir að brotaþoli hafi haft áverka á höfuðleðri og höfuðkúpu. Flísast hafi upp úr höfuðkúpunni en til þess þurfi talsverðan áverka eða högg. Áverkinn hafi náð í gegnum beinþykktina en ekki inn fyrir kúpuna sjálfa og hafi ekki valdið skemmd eða blæðingum í heila. „Ef eggvopnið hefði hins vegar gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils varanlegs tjóns og jafnvel dauða.“Verjandi sagði vitnisburð brotaþola þann ótrúverðugasta Framburður sérfræðinga studdi að mati dómstólsins lýsingar brotaþola á áverkunum þó að þeir hafi ekki útilokað að þeir hefðu getað komið til fyrir slysni undir ákveðnum kringumstæðum. Þeir hafi útilokað að maðurinn hafi getað veitt sér áverkann sjálfur. Verjandi Árna, Oddgeir Einarsson, gagnrýndi rannsókn lögreglu og mat sérfræðinga við aðalmeðferð málsins. Lýsti hann vitnisburði brotaþola sem einum þeim ótrúverðugasta sem fram hefði komið í slíku máli. Biðlaði hann til dómstóla að ákærði ætti í ljósi þess skilið að njóta vafans.Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir.Fréttablaðið/EyþórÍ niðurstöðu Héraðsdóms segir að „ákærða mátti vera ljóst að með því að stinga brotaþola með hníf, sem hann sjálfur hefur lýst sem „risastórum“, gæti hann orðið fyrir lífshættulegum áverka. Þótt ekki hafi farið þannig var það hending ein sem réð því hvar hnífurinn lenti og hversu langt hann gekk inn.“ Árni var dæmdur sekur um tilraun til manndráps og litu dómarar til þess að ekki hlutust miklar líkamlegar afleiðingar fyrir brotaþola af brotinu þrátt fyrir alvarleika þess. Auk þess var litið til þeirra tafa sem urðu á málinu vegna endurtekinnar málsmeðferðar. Var því refsing ákvörðuð fjögurra ára fangelsisvist. Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47 Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. september 2019 17:15 Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. 16. október 2019 11:14 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir Árna Gils Hjaltasyni. Árni var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Málið hefur lengi dvalið í dómskerfinu og hefur í tvígang fallið dómur yfir Árna, fyrst árið 2017. Í fyrstu atrennu ómerkti Hæstiréttur hins vegar dóm héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað. Árni var sakfelldur fyrir að hafa eftir stutt átök við annan mann við Leifasjoppu, „stungið hann með hnífi í höfuðið vinstra megin fyrir ofan eyra með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri og náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem flísaðist upp úr höfuðkúpunni.“ Árni hefur neitað sök í málinu frá upphafi og haldið því fram að hann hafi aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið.Sjá einnig: Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Í vottorði sérfræðings í heila- og taugaskurðlækningum segir að brotaþoli hafi haft áverka á höfuðleðri og höfuðkúpu. Flísast hafi upp úr höfuðkúpunni en til þess þurfi talsverðan áverka eða högg. Áverkinn hafi náð í gegnum beinþykktina en ekki inn fyrir kúpuna sjálfa og hafi ekki valdið skemmd eða blæðingum í heila. „Ef eggvopnið hefði hins vegar gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils varanlegs tjóns og jafnvel dauða.“Verjandi sagði vitnisburð brotaþola þann ótrúverðugasta Framburður sérfræðinga studdi að mati dómstólsins lýsingar brotaþola á áverkunum þó að þeir hafi ekki útilokað að þeir hefðu getað komið til fyrir slysni undir ákveðnum kringumstæðum. Þeir hafi útilokað að maðurinn hafi getað veitt sér áverkann sjálfur. Verjandi Árna, Oddgeir Einarsson, gagnrýndi rannsókn lögreglu og mat sérfræðinga við aðalmeðferð málsins. Lýsti hann vitnisburði brotaþola sem einum þeim ótrúverðugasta sem fram hefði komið í slíku máli. Biðlaði hann til dómstóla að ákærði ætti í ljósi þess skilið að njóta vafans.Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir.Fréttablaðið/EyþórÍ niðurstöðu Héraðsdóms segir að „ákærða mátti vera ljóst að með því að stinga brotaþola með hníf, sem hann sjálfur hefur lýst sem „risastórum“, gæti hann orðið fyrir lífshættulegum áverka. Þótt ekki hafi farið þannig var það hending ein sem réð því hvar hnífurinn lenti og hversu langt hann gekk inn.“ Árni var dæmdur sekur um tilraun til manndráps og litu dómarar til þess að ekki hlutust miklar líkamlegar afleiðingar fyrir brotaþola af brotinu þrátt fyrir alvarleika þess. Auk þess var litið til þeirra tafa sem urðu á málinu vegna endurtekinnar málsmeðferðar. Var því refsing ákvörðuð fjögurra ára fangelsisvist.
Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47 Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. september 2019 17:15 Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. 16. október 2019 11:14 Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46
Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00
Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47
Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. september 2019 17:15
Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. 16. október 2019 11:14