Tafir við málsmeðferð milduðu dóminn yfir Árna Gils Andri Eysteinsson skrifar 16. október 2019 18:23 Árni Gils Hjaltason í dómsal ásamt verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni. Vísir/Vilhelm Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir Árna Gils Hjaltasyni. Árni var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Málið hefur lengi dvalið í dómskerfinu og hefur í tvígang fallið dómur yfir Árna, fyrst árið 2017. Í fyrstu atrennu ómerkti Hæstiréttur hins vegar dóm héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað. Árni var sakfelldur fyrir að hafa eftir stutt átök við annan mann við Leifasjoppu, „stungið hann með hnífi í höfuðið vinstra megin fyrir ofan eyra með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri og náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem flísaðist upp úr höfuðkúpunni.“ Árni hefur neitað sök í málinu frá upphafi og haldið því fram að hann hafi aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið.Sjá einnig: Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Í vottorði sérfræðings í heila- og taugaskurðlækningum segir að brotaþoli hafi haft áverka á höfuðleðri og höfuðkúpu. Flísast hafi upp úr höfuðkúpunni en til þess þurfi talsverðan áverka eða högg. Áverkinn hafi náð í gegnum beinþykktina en ekki inn fyrir kúpuna sjálfa og hafi ekki valdið skemmd eða blæðingum í heila. „Ef eggvopnið hefði hins vegar gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils varanlegs tjóns og jafnvel dauða.“Verjandi sagði vitnisburð brotaþola þann ótrúverðugasta Framburður sérfræðinga studdi að mati dómstólsins lýsingar brotaþola á áverkunum þó að þeir hafi ekki útilokað að þeir hefðu getað komið til fyrir slysni undir ákveðnum kringumstæðum. Þeir hafi útilokað að maðurinn hafi getað veitt sér áverkann sjálfur. Verjandi Árna, Oddgeir Einarsson, gagnrýndi rannsókn lögreglu og mat sérfræðinga við aðalmeðferð málsins. Lýsti hann vitnisburði brotaþola sem einum þeim ótrúverðugasta sem fram hefði komið í slíku máli. Biðlaði hann til dómstóla að ákærði ætti í ljósi þess skilið að njóta vafans.Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir.Fréttablaðið/EyþórÍ niðurstöðu Héraðsdóms segir að „ákærða mátti vera ljóst að með því að stinga brotaþola með hníf, sem hann sjálfur hefur lýst sem „risastórum“, gæti hann orðið fyrir lífshættulegum áverka. Þótt ekki hafi farið þannig var það hending ein sem réð því hvar hnífurinn lenti og hversu langt hann gekk inn.“ Árni var dæmdur sekur um tilraun til manndráps og litu dómarar til þess að ekki hlutust miklar líkamlegar afleiðingar fyrir brotaþola af brotinu þrátt fyrir alvarleika þess. Auk þess var litið til þeirra tafa sem urðu á málinu vegna endurtekinnar málsmeðferðar. Var því refsing ákvörðuð fjögurra ára fangelsisvist. Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47 Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. september 2019 17:15 Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. 16. október 2019 11:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir Árna Gils Hjaltasyni. Árni var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Málið hefur lengi dvalið í dómskerfinu og hefur í tvígang fallið dómur yfir Árna, fyrst árið 2017. Í fyrstu atrennu ómerkti Hæstiréttur hins vegar dóm héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað. Árni var sakfelldur fyrir að hafa eftir stutt átök við annan mann við Leifasjoppu, „stungið hann með hnífi í höfuðið vinstra megin fyrir ofan eyra með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut skurð á höfði og slagæðarblæðingu úr höfuðleðri og náði áverkinn í gegnum fulla þykkt höfuðkúpunnar auk þess sem flísaðist upp úr höfuðkúpunni.“ Árni hefur neitað sök í málinu frá upphafi og haldið því fram að hann hafi aðeins varist árás mannsins sem hlaut stungusárið.Sjá einnig: Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Í vottorði sérfræðings í heila- og taugaskurðlækningum segir að brotaþoli hafi haft áverka á höfuðleðri og höfuðkúpu. Flísast hafi upp úr höfuðkúpunni en til þess þurfi talsverðan áverka eða högg. Áverkinn hafi náð í gegnum beinþykktina en ekki inn fyrir kúpuna sjálfa og hafi ekki valdið skemmd eða blæðingum í heila. „Ef eggvopnið hefði hins vegar gengið inn í heilavefinn hefði ekki verið að sökum að spyrja og áverkinn getað leitt til mikils varanlegs tjóns og jafnvel dauða.“Verjandi sagði vitnisburð brotaþola þann ótrúverðugasta Framburður sérfræðinga studdi að mati dómstólsins lýsingar brotaþola á áverkunum þó að þeir hafi ekki útilokað að þeir hefðu getað komið til fyrir slysni undir ákveðnum kringumstæðum. Þeir hafi útilokað að maðurinn hafi getað veitt sér áverkann sjálfur. Verjandi Árna, Oddgeir Einarsson, gagnrýndi rannsókn lögreglu og mat sérfræðinga við aðalmeðferð málsins. Lýsti hann vitnisburði brotaþola sem einum þeim ótrúverðugasta sem fram hefði komið í slíku máli. Biðlaði hann til dómstóla að ákærði ætti í ljósi þess skilið að njóta vafans.Atvikið átti sér stað fyrir framan Leifasjoppu í Breiðholti. Myndin tengist ekki málinu sem hér um ræðir.Fréttablaðið/EyþórÍ niðurstöðu Héraðsdóms segir að „ákærða mátti vera ljóst að með því að stinga brotaþola með hníf, sem hann sjálfur hefur lýst sem „risastórum“, gæti hann orðið fyrir lífshættulegum áverka. Þótt ekki hafi farið þannig var það hending ein sem réð því hvar hnífurinn lenti og hversu langt hann gekk inn.“ Árni var dæmdur sekur um tilraun til manndráps og litu dómarar til þess að ekki hlutust miklar líkamlegar afleiðingar fyrir brotaþola af brotinu þrátt fyrir alvarleika þess. Auk þess var litið til þeirra tafa sem urðu á málinu vegna endurtekinnar málsmeðferðar. Var því refsing ákvörðuð fjögurra ára fangelsisvist.
Dómsmál Mál Árna Gils Tengdar fréttir Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46 Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00 Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47 Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. september 2019 17:15 Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. 16. október 2019 11:14 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Þinghaldi lokað á meðan fyrrverandi vinkona Árna bar vitni Dómari féllst á beiðni saksóknara sem sagði vitnið óttaslegið og telja viðvist fólks í dómsalnum geta haft áhrif á framburð sinn. 20. september 2019 13:46
Átti í átökum skömmu fyrir áflogin við Leifasjoppu Þetta kom fram í fyrsta skipti þegar réttað var yfir Árna í annað skipti vegna ákæru um tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:00
Sakar Árna Gils um árás með hafnaboltakylfu: „Gaurinn bara snappaði“ Vitni sem gaf skýrslu í máli Árna Gils Hjaltasonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sakaði hann um að hafa ráðist á sig með hafnaboltakylfu þegar hann sneri baki í hann skömmu fyrir átök við Leifasjoppu þar sem Árni er sakaður um að hafa veitt öðrum manni stungusár á höfði. 20. september 2019 14:47
Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 20. september 2019 17:15
Árni Gils dæmdur í fjögurra ára fangelsi Árni Gils Hjaltason var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps. 16. október 2019 11:14