Þolinmæði opinberra starfsmanna á þrotum Árni Stefán Jónsson skrifar 17. október 2019 08:00 Samningaviðræður opinberra starfsmanna við ríkið hafa nú staðið yfir í rúmt hálft ár. Á þessu hálfa ári hefur nánast enginn árangur náðst. Því hafa opinberir starfsmenn vísað málinu til ríkissáttasemjara til að freista þess að ná einhverri niðurstöðu áður en við neyðumst til að grípa til aðgerða. Vonbrigðin eru mikil því satt að segja lögðum við af stað í viðræðurnar full bjartsýni um breytta tíma og ný vinnubrögð. Fyrir utan almennar kröfur um launahækkanir og breytingar á einstökum kjarasamningsgreinum lögðum við fram þrjár meginkröfur. Í fyrsta lagi þá lögðum við til styttingu vinnuvikunnar, enda höfum við verið í samstarfi bæði við ríki og Reykjavíkurborg um tilraunaverkefni í aðdraganda þessara samninga. Niðurstöður verkefnanna voru afar jákvæðar en sá árangur virðist ekki hafa skilað sér inn í viðræðurnar. Í öðru lagi var krafa okkar um jöfnun launa milli opinberra og almenna vinnumarkaðarins. Árið 2016 var gerður samningur milli opinberra starfsmanna, ríkisvaldsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um jöfnun lífeyrisréttinda milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Samningurinn var algjör tímamótasamningur því aldrei fyrr hafa svo stór og mikilvæg kjör launafólks verið samræmd milli markaða. Í samningnum var ákvæði um að launakjör yrðu einnig jöfnuð enda hafa kannanir sýnt að það sé um 16-20% launamunur milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði, opinberum starfsmönnum í óhag. Muninn átti að leiðrétta á næstu 6-10 árum samkvæmt samningnum. Því miður hafa engar leiðréttingar enn átt sér stað þrátt fyrir miklar umræður og þrýsting af okkar hálfu. Við erum því tilneydd til að draga fram þessa kröfu í kjarasamningsviðræðunum nú og höfum ítrekað kallað eftir tillögum atvinnurekenda á útfærslu leiðréttingarinnar. Við höfum lagt til ákveðnar tillögur en ekkert bólar á viðbrögðum viðsemjenda. Nú þegar liðin eru þrjú ár frá undirritun samnings er því nauðsynlegt að við náum fram ákvörðun um fyrstu skrefin og útfærslu til næstu ára. Viðsemjendur okkar þurfa að gera sér það ljóst að opinberir starfsmenn munu ekki ganga frá samningum án þess að frá þessu máli verði gengið. Þriðja stóra málið sem við höfum lagt áherslu á er útfærsla launaþróunartryggingarinnar eða launaskriðstryggingarinnar eins hún kallaðist í samningunum 2015. Tryggingin er að norrænni fyrirmynd og þykir yfirleitt góð aðferðafræði til að tryggja stöðugleika og jöfnuð í launaþróun á milli markaða. Við höfum sjálf séð hvernig hún virkar til jöfnunar síðastliðin ár og leggjum því mikla áherslu á að samkomulagið um launaþróunartrygginguna verði endurnýjað í þessum samningum. Það kemur sannarlega á óvart að finna ákveðna tregðu hjá viðsemjendum til þess að ganga frá tryggingunni inn í samningana nú. Eins og fyrr sagði hafa samningaviðræður staðið í rúmt hálft ár án nokkurs sýnilegs árangurs. Það er forkastanlegt að sjá hvernig vinnubrögð viðsemjanda hafa verið, sérstaklega í ljósi allrar þeirrar umræðu á milli aðila vinnumarkaðarins síðustu misseri um bætt vinnubrögð og árangursríkari viðræður. Þessar meginkröfur opinberra starfsmanna eru kröfur um jafnrétti og jafnræði á vinnumarkaði – um þær þarf ekki að deila.Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Samningaviðræður opinberra starfsmanna við ríkið hafa nú staðið yfir í rúmt hálft ár. Á þessu hálfa ári hefur nánast enginn árangur náðst. Því hafa opinberir starfsmenn vísað málinu til ríkissáttasemjara til að freista þess að ná einhverri niðurstöðu áður en við neyðumst til að grípa til aðgerða. Vonbrigðin eru mikil því satt að segja lögðum við af stað í viðræðurnar full bjartsýni um breytta tíma og ný vinnubrögð. Fyrir utan almennar kröfur um launahækkanir og breytingar á einstökum kjarasamningsgreinum lögðum við fram þrjár meginkröfur. Í fyrsta lagi þá lögðum við til styttingu vinnuvikunnar, enda höfum við verið í samstarfi bæði við ríki og Reykjavíkurborg um tilraunaverkefni í aðdraganda þessara samninga. Niðurstöður verkefnanna voru afar jákvæðar en sá árangur virðist ekki hafa skilað sér inn í viðræðurnar. Í öðru lagi var krafa okkar um jöfnun launa milli opinberra og almenna vinnumarkaðarins. Árið 2016 var gerður samningur milli opinberra starfsmanna, ríkisvaldsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um jöfnun lífeyrisréttinda milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. Samningurinn var algjör tímamótasamningur því aldrei fyrr hafa svo stór og mikilvæg kjör launafólks verið samræmd milli markaða. Í samningnum var ákvæði um að launakjör yrðu einnig jöfnuð enda hafa kannanir sýnt að það sé um 16-20% launamunur milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði, opinberum starfsmönnum í óhag. Muninn átti að leiðrétta á næstu 6-10 árum samkvæmt samningnum. Því miður hafa engar leiðréttingar enn átt sér stað þrátt fyrir miklar umræður og þrýsting af okkar hálfu. Við erum því tilneydd til að draga fram þessa kröfu í kjarasamningsviðræðunum nú og höfum ítrekað kallað eftir tillögum atvinnurekenda á útfærslu leiðréttingarinnar. Við höfum lagt til ákveðnar tillögur en ekkert bólar á viðbrögðum viðsemjenda. Nú þegar liðin eru þrjú ár frá undirritun samnings er því nauðsynlegt að við náum fram ákvörðun um fyrstu skrefin og útfærslu til næstu ára. Viðsemjendur okkar þurfa að gera sér það ljóst að opinberir starfsmenn munu ekki ganga frá samningum án þess að frá þessu máli verði gengið. Þriðja stóra málið sem við höfum lagt áherslu á er útfærsla launaþróunartryggingarinnar eða launaskriðstryggingarinnar eins hún kallaðist í samningunum 2015. Tryggingin er að norrænni fyrirmynd og þykir yfirleitt góð aðferðafræði til að tryggja stöðugleika og jöfnuð í launaþróun á milli markaða. Við höfum sjálf séð hvernig hún virkar til jöfnunar síðastliðin ár og leggjum því mikla áherslu á að samkomulagið um launaþróunartrygginguna verði endurnýjað í þessum samningum. Það kemur sannarlega á óvart að finna ákveðna tregðu hjá viðsemjendum til þess að ganga frá tryggingunni inn í samningana nú. Eins og fyrr sagði hafa samningaviðræður staðið í rúmt hálft ár án nokkurs sýnilegs árangurs. Það er forkastanlegt að sjá hvernig vinnubrögð viðsemjanda hafa verið, sérstaklega í ljósi allrar þeirrar umræðu á milli aðila vinnumarkaðarins síðustu misseri um bætt vinnubrögð og árangursríkari viðræður. Þessar meginkröfur opinberra starfsmanna eru kröfur um jafnrétti og jafnræði á vinnumarkaði – um þær þarf ekki að deila.Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun