Erdogan fundar í dag með Bandaríkjamönnum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. október 2019 08:00 Erdogan er enn kokhraustur. Nordicphotos/AFP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. Bandaríkjamenn vilja vopnahlé á svæðinu og hafa hótað að beita Tyrki efnahagsþvingunum en Erdogan segir að Tyrkir óttist þær ekki. Hann segir að ekki komi til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Ýmir þjóðarleiðtogar hafa reynt að miðla málum, enda telja margir aukna hættu á að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið rísi upp á ný vegna innrásar Tyrkja í Sýrland og brottflutnings bandarískra hermanna þaðan. Erdogan sagði í gær að hann hygðist halda innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands áfram þar til takmarkinu væri náð, að búa til öruggt 32 kílómetra svæði við landamærin. „Við höfum lagt fram tilboð um að ef allir hryðjuverkamenn leggja niður vopn, fjarlægja gildrur sínar og yfirgefa svæðið verði innrásin stöðvuð,“ sagði Erdogan á fundi með þingflokki sínum, AKP. Ekki hefur enn fengist upp gefið hvort Tyrklandsher stoppi við mörk öryggissvæðisins eða haldi áfram innrásinni til suðurs, í átt að höfuðstaðnum Raqqa. Rússar halda áfram að blandast í átökin. Um helgina höfðu þeir milligöngu um samning á milli Sýrlandsstjórnar og Kúrda um svæðin í kringum borgirnar Manbij og Kobani. Nú hafa Rússar sjálfir tekið að sér að vakta landamærin við borgina Manbij til að koma í veg fyrir átök. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, mun funda í Ankara í dag með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pompeo utanríkisráðherra og Robert O´Brien þjóðaröryggisráðgjafa, þrátt fyrir að forsetinn hafi áður sagst aðeins vilja funda með Donald Trump. Bandaríkjamenn vilja vopnahlé á svæðinu og hafa hótað að beita Tyrki efnahagsþvingunum en Erdogan segir að Tyrkir óttist þær ekki. Hann segir að ekki komi til greina að hefja viðræður við Kúrda í Sýrlandi. Ýmir þjóðarleiðtogar hafa reynt að miðla málum, enda telja margir aukna hættu á að hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið rísi upp á ný vegna innrásar Tyrkja í Sýrland og brottflutnings bandarískra hermanna þaðan. Erdogan sagði í gær að hann hygðist halda innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands áfram þar til takmarkinu væri náð, að búa til öruggt 32 kílómetra svæði við landamærin. „Við höfum lagt fram tilboð um að ef allir hryðjuverkamenn leggja niður vopn, fjarlægja gildrur sínar og yfirgefa svæðið verði innrásin stöðvuð,“ sagði Erdogan á fundi með þingflokki sínum, AKP. Ekki hefur enn fengist upp gefið hvort Tyrklandsher stoppi við mörk öryggissvæðisins eða haldi áfram innrásinni til suðurs, í átt að höfuðstaðnum Raqqa. Rússar halda áfram að blandast í átökin. Um helgina höfðu þeir milligöngu um samning á milli Sýrlandsstjórnar og Kúrda um svæðin í kringum borgirnar Manbij og Kobani. Nú hafa Rússar sjálfir tekið að sér að vakta landamærin við borgina Manbij til að koma í veg fyrir átök.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tyrkland Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna