Ísland gæti lent á gráum lista þrátt fyrir samþykkt frumvörp Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2019 13:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum. vísir/vilhelm Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. Iðnaðar, ferðamála og nýsköpunarráðherra segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum en þingmaður Viðreisnar telur raunverulega hættu á að það gerist. Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að samtök þjóða sem berjast gegn peningaþvætti setji Ísland á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Samtökin eru kölluð FATF sem stendur fyrir The Finacial Action Task Force og voru stofnuð árið 1989. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að þrátt fyrir samþykkt þingsins á tveimur frumvörpum í síðustu viku með hraði líti út fyrir að fulltrúar Breta og Bandaríkjanna í samtökunum vilji setja Ísland á listann. „Með tilheyrandi skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki, orðspor Íslands og almennt íslensk heimili,“ sagði Hanna Katrín. Ísland yrði þar með á lista með löndum eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda.Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmSpurði Hanna Katrín Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra hvort hún hefði vitað áður en Alþingi samþykkti frumvörpin að þau dygðu ekki til. Ráðherra sagði ákvörðun varðandi Ísland ekki liggja fyrir. „Hverjir trúa því að við eigum margt sameignlegt með þeim löndum sem eru á þessum lista. Hvað er hægt að lesa í það að þessi lönd taki þá ákvörðun að setja Ísland á lista með þeim ríkjum sem þar eru,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hér væru allir innviðir til staðar og gripið hafi verið til allra ráðstafana sem krafist væri. „Hvaða önnur mál eru ókláruð að hálfu Íslands sem vekja þennan áhuga Bretlands og Bandaríkjanna að búa til slíkt fordæmi fyrir okkur að við förum á gráan lista? Af því við höfum ekki staðið okkur í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ sagði Hanna Katrín. Ráðherra staðfesti að enn ætti eftir að ljúka einu atriði. „Eina atriðið sem ekki er hægt að haka við að fullu er einhvers konar kerfi sem við þurfum að kaupa og höfum keypt. En ekki er búið að ljúka við innleiðingu. Það er einfaldlega ekki hægt að ljúka við þá innleiðingu á örfáum dögum eða vikum. Það er tímasett nákvæmlega hvenær það er. Þær upplýsingar liggja allar fyrir gagnvart því fólki sem vinnur þessa vinnu og tekur þessa ákvörðun,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. Iðnaðar, ferðamála og nýsköpunarráðherra segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum en þingmaður Viðreisnar telur raunverulega hættu á að það gerist. Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að samtök þjóða sem berjast gegn peningaþvætti setji Ísland á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Samtökin eru kölluð FATF sem stendur fyrir The Finacial Action Task Force og voru stofnuð árið 1989. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að þrátt fyrir samþykkt þingsins á tveimur frumvörpum í síðustu viku með hraði líti út fyrir að fulltrúar Breta og Bandaríkjanna í samtökunum vilji setja Ísland á listann. „Með tilheyrandi skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki, orðspor Íslands og almennt íslensk heimili,“ sagði Hanna Katrín. Ísland yrði þar með á lista með löndum eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda.Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmSpurði Hanna Katrín Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra hvort hún hefði vitað áður en Alþingi samþykkti frumvörpin að þau dygðu ekki til. Ráðherra sagði ákvörðun varðandi Ísland ekki liggja fyrir. „Hverjir trúa því að við eigum margt sameignlegt með þeim löndum sem eru á þessum lista. Hvað er hægt að lesa í það að þessi lönd taki þá ákvörðun að setja Ísland á lista með þeim ríkjum sem þar eru,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hér væru allir innviðir til staðar og gripið hafi verið til allra ráðstafana sem krafist væri. „Hvaða önnur mál eru ókláruð að hálfu Íslands sem vekja þennan áhuga Bretlands og Bandaríkjanna að búa til slíkt fordæmi fyrir okkur að við förum á gráan lista? Af því við höfum ekki staðið okkur í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ sagði Hanna Katrín. Ráðherra staðfesti að enn ætti eftir að ljúka einu atriði. „Eina atriðið sem ekki er hægt að haka við að fullu er einhvers konar kerfi sem við þurfum að kaupa og höfum keypt. En ekki er búið að ljúka við innleiðingu. Það er einfaldlega ekki hægt að ljúka við þá innleiðingu á örfáum dögum eða vikum. Það er tímasett nákvæmlega hvenær það er. Þær upplýsingar liggja allar fyrir gagnvart því fólki sem vinnur þessa vinnu og tekur þessa ákvörðun,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30
Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30