Ísland gæti lent á gráum lista þrátt fyrir samþykkt frumvörp Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2019 13:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum. vísir/vilhelm Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. Iðnaðar, ferðamála og nýsköpunarráðherra segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum en þingmaður Viðreisnar telur raunverulega hættu á að það gerist. Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að samtök þjóða sem berjast gegn peningaþvætti setji Ísland á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Samtökin eru kölluð FATF sem stendur fyrir The Finacial Action Task Force og voru stofnuð árið 1989. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að þrátt fyrir samþykkt þingsins á tveimur frumvörpum í síðustu viku með hraði líti út fyrir að fulltrúar Breta og Bandaríkjanna í samtökunum vilji setja Ísland á listann. „Með tilheyrandi skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki, orðspor Íslands og almennt íslensk heimili,“ sagði Hanna Katrín. Ísland yrði þar með á lista með löndum eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda.Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmSpurði Hanna Katrín Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra hvort hún hefði vitað áður en Alþingi samþykkti frumvörpin að þau dygðu ekki til. Ráðherra sagði ákvörðun varðandi Ísland ekki liggja fyrir. „Hverjir trúa því að við eigum margt sameignlegt með þeim löndum sem eru á þessum lista. Hvað er hægt að lesa í það að þessi lönd taki þá ákvörðun að setja Ísland á lista með þeim ríkjum sem þar eru,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hér væru allir innviðir til staðar og gripið hafi verið til allra ráðstafana sem krafist væri. „Hvaða önnur mál eru ókláruð að hálfu Íslands sem vekja þennan áhuga Bretlands og Bandaríkjanna að búa til slíkt fordæmi fyrir okkur að við förum á gráan lista? Af því við höfum ekki staðið okkur í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ sagði Hanna Katrín. Ráðherra staðfesti að enn ætti eftir að ljúka einu atriði. „Eina atriðið sem ekki er hægt að haka við að fullu er einhvers konar kerfi sem við þurfum að kaupa og höfum keypt. En ekki er búið að ljúka við innleiðingu. Það er einfaldlega ekki hægt að ljúka við þá innleiðingu á örfáum dögum eða vikum. Það er tímasett nákvæmlega hvenær það er. Þær upplýsingar liggja allar fyrir gagnvart því fólki sem vinnur þessa vinnu og tekur þessa ákvörðun,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Það liggur fyrir á morgun hvort Ísland verði sett á svo kallaðan gráan lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti. Iðnaðar, ferðamála og nýsköpunarráðherra segir Ísland alls ekki eiga heima á listanum en þingmaður Viðreisnar telur raunverulega hættu á að það gerist. Í síðustu viku samþykkti Alþingi tvö frumvörp með hraði sem stjórnvöld sögðu nauðsynlegt að lögleiða til að koma í veg fyrir að samtök þjóða sem berjast gegn peningaþvætti setji Ísland á lista yfir þjóðir sem ekki hafi komið upp regluverki og ráðstöfunum til að koma í veg fyrir peningaþvætti, sem meðal annars væri nýtt til að styðja við hryðjuverkasamtök. Samtökin eru kölluð FATF sem stendur fyrir The Finacial Action Task Force og voru stofnuð árið 1989. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að þrátt fyrir samþykkt þingsins á tveimur frumvörpum í síðustu viku með hraði líti út fyrir að fulltrúar Breta og Bandaríkjanna í samtökunum vilji setja Ísland á listann. „Með tilheyrandi skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk fyrirtæki, orðspor Íslands og almennt íslensk heimili,“ sagði Hanna Katrín. Ísland yrði þar með á lista með löndum eins og Afganistan, Jemen, Írak og Úganda.Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmSpurði Hanna Katrín Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðar-, ferðamála- og nýsköpunarráðherra hvort hún hefði vitað áður en Alþingi samþykkti frumvörpin að þau dygðu ekki til. Ráðherra sagði ákvörðun varðandi Ísland ekki liggja fyrir. „Hverjir trúa því að við eigum margt sameignlegt með þeim löndum sem eru á þessum lista. Hvað er hægt að lesa í það að þessi lönd taki þá ákvörðun að setja Ísland á lista með þeim ríkjum sem þar eru,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hér væru allir innviðir til staðar og gripið hafi verið til allra ráðstafana sem krafist væri. „Hvaða önnur mál eru ókláruð að hálfu Íslands sem vekja þennan áhuga Bretlands og Bandaríkjanna að búa til slíkt fordæmi fyrir okkur að við förum á gráan lista? Af því við höfum ekki staðið okkur í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka,“ sagði Hanna Katrín. Ráðherra staðfesti að enn ætti eftir að ljúka einu atriði. „Eina atriðið sem ekki er hægt að haka við að fullu er einhvers konar kerfi sem við þurfum að kaupa og höfum keypt. En ekki er búið að ljúka við innleiðingu. Það er einfaldlega ekki hægt að ljúka við þá innleiðingu á örfáum dögum eða vikum. Það er tímasett nákvæmlega hvenær það er. Þær upplýsingar liggja allar fyrir gagnvart því fólki sem vinnur þessa vinnu og tekur þessa ákvörðun,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30 Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bandaríkin vilja Ísland á gráan lista Margt bendir til þess að í lok vikunnar muni Ísland lenda á gráum lista þjóða sem ekki hafi gripið til fullnægjandi aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 17. október 2019 07:30
Orðspor landsins gæti skaðast Ef Ísland fer á gráan lista FATF er mikilvægt að stjórnvöld bregðist rétt við að sögn sérfræðinga í vörnum gegn peningaþvætti. Erfiðara að stofna til nýrra viðskipta erlendis. Orðsporið gæti beðið hnekki. 16. október 2019 07:30