Stjórnendahópur EY breytist frekar Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. október 2019 14:52 Frá vinstri: Ragnar Oddur Rafnsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Guðjón Norðfjörð og Geir Steindórsson. EY Frekari breytingar hafa orðið í stjórnendahópi Ernst & Young (EY) á Íslandi, en rétt rúmur mánuður er síðan Margrét Pétursdóttir tók við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Að sögn Margrétar eru breytingar hjá EY, sem sérhæfir sig í endurskoðunar-, skattamála- og ráðgjafaþjónustu, „liður í stuðningi við vöxt og fjölbreytileika í starfsemi EY og til að efla okkur enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum, sem felast ekki síst í aukinni sjálfvirkni og tækniþróun.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helstu breytingarnar séu þær að Geir Steindórsson taki við stöðu sviðsstjóra endurskoðunarsviðs, sem Margrét gegndi áður. Þá verður Guðjón Norðfjörð sviðsstjóri rekstrarráðgjafar, Ragnar Oddur Rafnsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar og Valgerður Kristjánsdóttir mun gegna starfi gæðastjóra félagsins. Ferill þeirra er rakinn hér að neðan.Geir Steindórsson, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs.Geir Steindórsson hóf störf hjá EY árið 2009 og er hann einn af eigendum félagsins. Geir er löggiltur endurskoðandi, hagfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Geir hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í endurskoðun og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Geir er í sambúð með Olgu Eir Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn.Guðjón Norðfjörð, sviðsstjóri rekstrarráðgjafarGuðjón Norðfjörð, sem hefur verið sviðsstjóri alls ráðgjafasviðsins, mun nú sinna starfi sviðsstjóra rekstrarráðgjafar. Hann er með Cand Oecon í viðskiptafræði af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Guðjón er einn af eigendum félagsins og hefur yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana, sem og þjónustu til viðskiptavina á sviði reikningsskila. Guðjón er giftur Örnu Hansen og eiga þau þrjú börn.Ragnar Oddur Rafnsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.Ragnar Oddur Rafnsson, sem hefur verið yfirverkefnastjóri á ráðgjafarsviði, mun nú taka við starfi sviðsstjóra fyrirtækjaráðgjafar. Ragnar hóf störf hjá EY árið 2013 og er hann einn af eigendum félagsins. Hann er með Bsc. í rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 12 ár. Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd fjölda áreiðanleikakannana, virðismata og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og eiga þau fimm börn.Valgerður Kristjánsdóttir, gæðastjóri EY.Valgerður Kristjánsdóttir tekur við starfi gæðastjóra EY. Valgerður hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Hún er með Cand. Oecon gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Ásamt því að sinna viðskiptavinum EY hefur Valgerður sinnt margvíslegum verkefnum hjá EY, m.a. gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og þjálfun stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður mun halda áfram að veita viðskiptavinum EY þjónustu við reikningshald og endurskoðun á endurskoðunarsviði EY. Valgerður er gift Bjarka Guðjónssyni og eiga þau tvö börn. Vistaskipti Tengdar fréttir Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Frekari breytingar hafa orðið í stjórnendahópi Ernst & Young (EY) á Íslandi, en rétt rúmur mánuður er síðan Margrét Pétursdóttir tók við forstjórastöðu í fyrirtækinu. Að sögn Margrétar eru breytingar hjá EY, sem sérhæfir sig í endurskoðunar-, skattamála- og ráðgjafaþjónustu, „liður í stuðningi við vöxt og fjölbreytileika í starfsemi EY og til að efla okkur enn frekar í framtíðaráskorunum og tækifærum, sem felast ekki síst í aukinni sjálfvirkni og tækniþróun.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að helstu breytingarnar séu þær að Geir Steindórsson taki við stöðu sviðsstjóra endurskoðunarsviðs, sem Margrét gegndi áður. Þá verður Guðjón Norðfjörð sviðsstjóri rekstrarráðgjafar, Ragnar Oddur Rafnsson sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar og Valgerður Kristjánsdóttir mun gegna starfi gæðastjóra félagsins. Ferill þeirra er rakinn hér að neðan.Geir Steindórsson, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs.Geir Steindórsson hóf störf hjá EY árið 2009 og er hann einn af eigendum félagsins. Geir er löggiltur endurskoðandi, hagfræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann er með M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Geir hefur mikla reynslu af því að vinna með stórum og smáum fyrirtækjum í hinum ýmsu atvinnugreinum en hann hefur á síðustu árum sérhæft sig í endurskoðun og ráðgjöf til fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða. Geir er í sambúð með Olgu Eir Þórarinsdóttur og eiga þau tvö börn.Guðjón Norðfjörð, sviðsstjóri rekstrarráðgjafarGuðjón Norðfjörð, sem hefur verið sviðsstjóri alls ráðgjafasviðsins, mun nú sinna starfi sviðsstjóra rekstrarráðgjafar. Hann er með Cand Oecon í viðskiptafræði af reikningshalds- og endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Guðjón er einn af eigendum félagsins og hefur yfir 20 ára reynslu af fjölbreyttri ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana, sem og þjónustu til viðskiptavina á sviði reikningsskila. Guðjón er giftur Örnu Hansen og eiga þau þrjú börn.Ragnar Oddur Rafnsson, sviðsstjóri fyrirtækjaráðgjafar.Ragnar Oddur Rafnsson, sem hefur verið yfirverkefnastjóri á ráðgjafarsviði, mun nú taka við starfi sviðsstjóra fyrirtækjaráðgjafar. Ragnar hóf störf hjá EY árið 2013 og er hann einn af eigendum félagsins. Hann er með Bsc. í rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Ragnar býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á sviði fyrirtækjaráðgjafar og hefur starfað á því sviði sl. 12 ár. Hann hefur stjórnað og unnið að framkvæmd fjölda áreiðanleikakannana, virðismata og stýrt kaupa- og söluferli, einkavæðingu og sameiningu félaga hér heima og erlendis. Ragnar er í sambúð með Ágústu Sif Víðisdóttur og eiga þau fimm börn.Valgerður Kristjánsdóttir, gæðastjóri EY.Valgerður Kristjánsdóttir tekur við starfi gæðastjóra EY. Valgerður hóf störf hjá EY árið 2002 og er einn af eigendum félagsins. Hún er með Cand. Oecon gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands og er löggiltur endurskoðandi. Valgerður hefur víðtæka reynslu og þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og alþjóðlegum endurskoðunarstöðlum. Ásamt því að sinna viðskiptavinum EY hefur Valgerður sinnt margvíslegum verkefnum hjá EY, m.a. gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og þjálfun stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum á Íslandi fyrir hæfismat hjá Fjármálaeftirlitinu. Valgerður mun halda áfram að veita viðskiptavinum EY þjónustu við reikningshald og endurskoðun á endurskoðunarsviði EY. Valgerður er gift Bjarka Guðjónssyni og eiga þau tvö börn.
Vistaskipti Tengdar fréttir Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Margrét Pétursdóttir verður forstjóri EY Margrét Pétursdóttir mun taka við af Ásbirni Björnssyni sem forstjóri Ernst & Young á Íslandi. 9. september 2019 09:58