Ágúst Jóhannsson fór í greiningarhornið í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport og fór yfir leik Fram og ÍR í Olísdeild karla.
Framarar urðu fyrsta liðið til þess að vinna ÍR í síðustu umferð þegar þeir fóru með 29-28 sigur í Safamýrinni.
„Mér fannst varnarleikurinn hjá ÍR, sérstaklega í fyrri hálfleik, mjög slakur,“ sagði Ágúst.
„Þeir voru framan af mjög passívir.“
„Þeir standa illa ÍR-ingarnir og þeir ná ekki að klára brotin.“
Fram spilaði hins vegar góðan varnarleik í leiknum að mati Ágústs og eru Framarar nú búnir að vinna tvo leiki í röð í deildinni.
Handbolti