Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2019 20:40 Kim Kielsen mætir á vettvang ásamt drengnum, sem horfir til baka á Nuuk-flugvöll. Núverandi braut er aðeins 950 metra löng en leggja á nýja 2.200 metra braut við hlið hennar. Mynd/Naalakkersuisut. Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga um leið og hann fékk átta ára dreng til að hjálpa sér að hleypa af fyrstu sprengingu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Forsíður grænlenskra fréttamiðla lýsa því vel hvað þetta þykja stór tímamót í sögu Grænlands en Kim þótti við hæfi að fá fulltrúa ungu kynslóðarinnar, drenginn Inooraq, til að hleypa verkinu af stað í gær.Kim Kielsen ávarpar viðstadda. Drengurinn Inooraq við hlið hans.Mynd/Naalakkersuisut.„Þetta eru innviðir sem munu gagnast borgurum Grænlands í framtíðinni, en mikilvægara er að tryggja betri aðstæður fyrir börnin okkar, framtíð okkar, þar sem það eru börnin sem munu nota flugvellina,“ sagði Kim Kielsen. Hann bað síðan hinn átta ára Inooraq að þrýsta með sér á hnappinn, sem hleypti sprengingunni af stað.Séð yfir framkvæmdasvæðið í Nuuk þar sem danski verktakinn Munck er byrjaður að sprengja fyrir nýrri flugbraut.Mynd/Naalakkersuisut.Þar með er flugvallagerðin hafin í Nuuk en þar verður lögð ný 2.200 metra flugbraut, nægilega löng til að taka við stórum þotum. Það sama verður gert í bænum Ilulissat við Diskó-flóa. Við bæinn Qaqortoq á Suður-Grænlandi verður lagður innanlandsvöllur með 1.500 metra braut. Flugvellirnir eiga allir að verða tilbúnir fyrir árslok 2023. Jafnframt eru uppi áform um gerð átta annarra nýrra innanlandsflugvalla.Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en auk þess verður nýr flugvöllur með 1.500 metra braut lagður í Qaqortoq.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Það er nauðsynlegt skref sem við stígum hér, stórt skref í sögu lands okkar,“ sagði Kim og sagði sprenginguna marka spennandi framtíð. „Nýju Atlantshafsflugvellirnir verða nauðsynleg miðstöð innviða Grænlands í framtíðinni og munu gegna lykilhlutverki í að tengja byggðir landsins saman og tengja landið við umheiminn,“ sagði leiðtogi Grænlendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 14. október 2019 09:56 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga um leið og hann fékk átta ára dreng til að hjálpa sér að hleypa af fyrstu sprengingu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Forsíður grænlenskra fréttamiðla lýsa því vel hvað þetta þykja stór tímamót í sögu Grænlands en Kim þótti við hæfi að fá fulltrúa ungu kynslóðarinnar, drenginn Inooraq, til að hleypa verkinu af stað í gær.Kim Kielsen ávarpar viðstadda. Drengurinn Inooraq við hlið hans.Mynd/Naalakkersuisut.„Þetta eru innviðir sem munu gagnast borgurum Grænlands í framtíðinni, en mikilvægara er að tryggja betri aðstæður fyrir börnin okkar, framtíð okkar, þar sem það eru börnin sem munu nota flugvellina,“ sagði Kim Kielsen. Hann bað síðan hinn átta ára Inooraq að þrýsta með sér á hnappinn, sem hleypti sprengingunni af stað.Séð yfir framkvæmdasvæðið í Nuuk þar sem danski verktakinn Munck er byrjaður að sprengja fyrir nýrri flugbraut.Mynd/Naalakkersuisut.Þar með er flugvallagerðin hafin í Nuuk en þar verður lögð ný 2.200 metra flugbraut, nægilega löng til að taka við stórum þotum. Það sama verður gert í bænum Ilulissat við Diskó-flóa. Við bæinn Qaqortoq á Suður-Grænlandi verður lagður innanlandsvöllur með 1.500 metra braut. Flugvellirnir eiga allir að verða tilbúnir fyrir árslok 2023. Jafnframt eru uppi áform um gerð átta annarra nýrra innanlandsflugvalla.Flugvellirnir í Nuuk og Ilulissat fá báðir 2.200 metra flugbraut en auk þess verður nýr flugvöllur með 1.500 metra braut lagður í Qaqortoq.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.„Það er nauðsynlegt skref sem við stígum hér, stórt skref í sögu lands okkar,“ sagði Kim og sagði sprenginguna marka spennandi framtíð. „Nýju Atlantshafsflugvellirnir verða nauðsynleg miðstöð innviða Grænlands í framtíðinni og munu gegna lykilhlutverki í að tengja byggðir landsins saman og tengja landið við umheiminn,“ sagði leiðtogi Grænlendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 14. október 2019 09:56 Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52
Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 14. október 2019 09:56
Alþjóðaflugvöllur Grænlands breytist í danskan herflugvöll Grænlensk og dönsk stjórnvöld undirrituðu í dag samkomulag um að danski herinn fái flugvöllinn í Kangerlussuaq til afnota þegar borgaralegt flug flyst þaðan til nýrra alþjóðaflugvalla á Grænlandi. 18. september 2019 21:13