Te hjá Te og Kaffi hækkaði um rúm 20 prósent milli mánaða Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. október 2019 13:15 Kvittanirnar tvær sem bera með sér umrædda verðhækkun. KS Tugprósenta verðhækkun á tei er einangrað dæmi, að sögn vörustjóra Tes og kaffis. Verðlagsbreytingar undanfarinna ára séu skýringin. Viðskiptavinur Tes og kaffis vakti athygli á því að tiltekin te í 100 gramma pokum hefðu hækkað umtalsvert á rúmlega mánuði. Sýndi hann tvær kvittanir því til staðfestingar sem báðar urðu til eftir viðskipti við útibú Tes og kaffis í Kringlunni, þau fyrri áttu sér stað í lok ágúst og þau síðari í byrjun október. Kvittanirnar má sjá hér að ofan. Þær bera með sér að verð tegerðanna Pina Colada og Bora Bora, sem kostuðu 895 krónur í ágúst, hafði hækkað upp í 1095 krónur mánuði síðar. Mismunurinn er 200 krónur, sem samsvarar rúmlega 22 prósenta hækkun. Sunna Rós Dýrfjörð, vörustjóri Tes og kaffis, þekkti til hækkunarinnar þegar Vísir bar kvittanirnar undir hana. Skýringin sé sú að engar verðbreytingar hafi verið gerðar á umræddum tepokum undanfarin fjögur ár - „en á þessum tíma hafa bæði aðföng og laun hækkað töluvert,“ segir Sunna. Hún tekur þó fram að þessi hækkun sé einangrað dæmi. Te í 100 gramma pokum á kaffihúsum Tes og kaffis sé það eina sem hækkað hafi verið í verði að þessu sinni.Hefur þú tekið eftir sambærilegum verðbreytingum að undanförnu? Endilega sendu okkur ábendingu á netfangið ritstjorn@visir.is Neytendur Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Tugprósenta verðhækkun á tei er einangrað dæmi, að sögn vörustjóra Tes og kaffis. Verðlagsbreytingar undanfarinna ára séu skýringin. Viðskiptavinur Tes og kaffis vakti athygli á því að tiltekin te í 100 gramma pokum hefðu hækkað umtalsvert á rúmlega mánuði. Sýndi hann tvær kvittanir því til staðfestingar sem báðar urðu til eftir viðskipti við útibú Tes og kaffis í Kringlunni, þau fyrri áttu sér stað í lok ágúst og þau síðari í byrjun október. Kvittanirnar má sjá hér að ofan. Þær bera með sér að verð tegerðanna Pina Colada og Bora Bora, sem kostuðu 895 krónur í ágúst, hafði hækkað upp í 1095 krónur mánuði síðar. Mismunurinn er 200 krónur, sem samsvarar rúmlega 22 prósenta hækkun. Sunna Rós Dýrfjörð, vörustjóri Tes og kaffis, þekkti til hækkunarinnar þegar Vísir bar kvittanirnar undir hana. Skýringin sé sú að engar verðbreytingar hafi verið gerðar á umræddum tepokum undanfarin fjögur ár - „en á þessum tíma hafa bæði aðföng og laun hækkað töluvert,“ segir Sunna. Hún tekur þó fram að þessi hækkun sé einangrað dæmi. Te í 100 gramma pokum á kaffihúsum Tes og kaffis sé það eina sem hækkað hafi verið í verði að þessu sinni.Hefur þú tekið eftir sambærilegum verðbreytingum að undanförnu? Endilega sendu okkur ábendingu á netfangið ritstjorn@visir.is
Neytendur Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira