Hugarfar segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2019 23:36 Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars. facebook/hugarfar Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. Félagið segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi og bitni ástandið sem nú ríkir þar á meðferð sjúklinga. Í kjölfar uppsagnanna lýstu starfsmenn yfir vantrausti á stjórn SÍBS og fjöldi lækna sögðu upp störfum. Hugarfar segir meðferðina sem boðið er upp á á Reykjalundi bráðnauðsynlega fyrir bata þeirra sem hlotið hafa heilaskaða og því skipti sköpum að ró skapist um starfsemina til þess að sjúklingar geti fengið faglega meðferð. „Þrátt fyrir að heilaskaði er ein algengasta orsök áunninnar fötlunar hjá ungu fólki og ein meginorsök ótímabærs dauða þá er engin heildstæð stefna né langtíma meðferðarúrræði til staðar.“ Þá kemur fram að árlega verði um 900 manns fyrir heilaskaða og einungis áttatíu af þeim fái greiningu og bráðameðferð vegna þessa. Þá sitji eftir ríflega 800 manns sem ekki fái endurhæfingu. „Það er ljóst að kostnaður samfélagsins er gríðarlega mikill þar sem stór hópur fær ekki endurhæfingu við hæfi. Til þess að einstaklingar með heilaskaða geti fótað sig sjálfir í samfélaginu á ný þarf að stórefla þá endurhæfingu í boði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, að mikilvægt sé að á síðastliðnum árum hafi átt sér stað öflug uppbygging heilaskaðateymis á Reykjalundi og mjög mikilvægt að áframhald verði á því.“ Hún segir heilaskaðateymið búa yfir mikilli þekkingu á afleiðingum höfuðhögga og heilaskaða. Sú þekking sé af skornum skammti í heilbrigðiskerfinu. „Samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra, byggt á skýrslu starfshóps um stefnubreytingar í meðferð einstaklinga sem hlotið hafa heilaskaða, þá stendur til að bæta meðferðina, m.a. á Reykjalundi,“ segir Guðrún. „Mikilvægt að sú innleiðing gangi eftir með nýjum stjórnendum. Við erum jafnframt áhyggjufull fyrir hönd okkar skjólstæðinga enda er ástand þeirra mjög viðkvæmt og nauðsynlegt að ekki ríki órói í kringum starfsemi stofnunarinnar og tryggð sé áframhaldandi fagleg meðferð.“ Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. 11. október 2019 18:30 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Hugarfar, félag fólks með ákominn heilaskaða og aðstandendur þeirra, sendu í dag frá sér yfirlýsingu vegna uppsagna fyrrverandi framkvæmdarstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, og fyrrverandi yfirmanns lækninga, Magnúsar Ólasonar. Félagið segir starfshætti stjórnar SÍBS hafa skapað mikinn óróa á Reykjalundi og bitni ástandið sem nú ríkir þar á meðferð sjúklinga. Í kjölfar uppsagnanna lýstu starfsmenn yfir vantrausti á stjórn SÍBS og fjöldi lækna sögðu upp störfum. Hugarfar segir meðferðina sem boðið er upp á á Reykjalundi bráðnauðsynlega fyrir bata þeirra sem hlotið hafa heilaskaða og því skipti sköpum að ró skapist um starfsemina til þess að sjúklingar geti fengið faglega meðferð. „Þrátt fyrir að heilaskaði er ein algengasta orsök áunninnar fötlunar hjá ungu fólki og ein meginorsök ótímabærs dauða þá er engin heildstæð stefna né langtíma meðferðarúrræði til staðar.“ Þá kemur fram að árlega verði um 900 manns fyrir heilaskaða og einungis áttatíu af þeim fái greiningu og bráðameðferð vegna þessa. Þá sitji eftir ríflega 800 manns sem ekki fái endurhæfingu. „Það er ljóst að kostnaður samfélagsins er gríðarlega mikill þar sem stór hópur fær ekki endurhæfingu við hæfi. Til þess að einstaklingar með heilaskaða geti fótað sig sjálfir í samfélaginu á ný þarf að stórefla þá endurhæfingu í boði,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir Guðrún Harpa Heimisdóttir, formaður Hugarfars, að mikilvægt sé að á síðastliðnum árum hafi átt sér stað öflug uppbygging heilaskaðateymis á Reykjalundi og mjög mikilvægt að áframhald verði á því.“ Hún segir heilaskaðateymið búa yfir mikilli þekkingu á afleiðingum höfuðhögga og heilaskaða. Sú þekking sé af skornum skammti í heilbrigðiskerfinu. „Samkvæmt tillögum heilbrigðisráðherra, byggt á skýrslu starfshóps um stefnubreytingar í meðferð einstaklinga sem hlotið hafa heilaskaða, þá stendur til að bæta meðferðina, m.a. á Reykjalundi,“ segir Guðrún. „Mikilvægt að sú innleiðing gangi eftir með nýjum stjórnendum. Við erum jafnframt áhyggjufull fyrir hönd okkar skjólstæðinga enda er ástand þeirra mjög viðkvæmt og nauðsynlegt að ekki ríki órói í kringum starfsemi stofnunarinnar og tryggð sé áframhaldandi fagleg meðferð.“
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00 Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. 11. október 2019 18:30 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Segjast ekki ásælast fé Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn SÍBS og vilja að ráðherra grípi inn í stöðuna. Stjórnarformaður segir fjarstæðukennt að verið sé að ásælast fé Reykjalundar og skilur ekki hvers vegna verið sé að láta skoðanaágreining bitna á sjúklingum. 11. október 2019 08:00
Staðan á Reykjalundi áhyggjuefni Ríkissjóður setur tvo milljarða í rekstur Reykjalundar á ári án þess að hafa aðkomu að rekstrinum. 11. október 2019 18:30
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27
Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. 14. október 2019 16:57