Gagnrýnir stjórnlausa útgjaldaaukningu Sighvatur Arnmundsson skrifar 19. október 2019 08:00 segir Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd. „Ríkisstjórnin segist vera að forgangsraða í mennta- og velferðarmálum. Auðvitað er mesta aukningin í milljörðum talið í þessum málaflokkum, enda eru þetta langstærstu útgjaldaliðirnir. En þegar við horfum á hlutfallslega aukningu eru þessir liðir langt undir meðaltali,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd. Þorsteinn segir það sláandi hversu mikil hlutfallsleg útgjaldaaukning sé til opinbera kerfisins og opinbers reksturs. Hann birtir í dag aðsenda grein á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, þar sem hann gagnrýnir hið vaxandi ríkisbákn. „Þetta er bara stjórnlaus útgjaldaaukning. Áhyggjuefnið er tvíþætt. Afkoma ríkissjóðs mun versna verulega nú þegar tekið er að hægja mjög á í hagkerfinu. Þá er bara spurning hvort við séum búin að ganga of langt í útgjaldaaukningunni. Mun ríkissjóður standa undir þessu með góðu móti á næstu árum án þess að hallinn verði verulegur?“ Með þessari útgjaldaaukningu sé búið að festa í sessi skattahækkanirnar sem urðu í tíð vinstristjórnarinnar. „Þær voru rökstuddar með því að skattstofnar hefðu dregist mikið saman. Nú er skattheimta 120 milljörðum meiri á ári hverju en hún hefði verið ef skattprósentur væru þær sömu og fyrir hrun.“ Atvinnulíf og heimili hefðu gott af innspýtingu sem fælist í skattalækkunum. Vegna útgjaldaaukningar sé hins vegar ekkert svigrúm til slíks. „Hér voru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem gagnrýndu mjög harkalega þessar skattahækkanir á sínum tíma. Þeir eru búnir að vera nær óslitið við völd síðan og hafa ekki gert annað heldur en í raun og veru hækkað skatta frekar.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
„Ríkisstjórnin segist vera að forgangsraða í mennta- og velferðarmálum. Auðvitað er mesta aukningin í milljörðum talið í þessum málaflokkum, enda eru þetta langstærstu útgjaldaliðirnir. En þegar við horfum á hlutfallslega aukningu eru þessir liðir langt undir meðaltali,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd. Þorsteinn segir það sláandi hversu mikil hlutfallsleg útgjaldaaukning sé til opinbera kerfisins og opinbers reksturs. Hann birtir í dag aðsenda grein á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is, þar sem hann gagnrýnir hið vaxandi ríkisbákn. „Þetta er bara stjórnlaus útgjaldaaukning. Áhyggjuefnið er tvíþætt. Afkoma ríkissjóðs mun versna verulega nú þegar tekið er að hægja mjög á í hagkerfinu. Þá er bara spurning hvort við séum búin að ganga of langt í útgjaldaaukningunni. Mun ríkissjóður standa undir þessu með góðu móti á næstu árum án þess að hallinn verði verulegur?“ Með þessari útgjaldaaukningu sé búið að festa í sessi skattahækkanirnar sem urðu í tíð vinstristjórnarinnar. „Þær voru rökstuddar með því að skattstofnar hefðu dregist mikið saman. Nú er skattheimta 120 milljörðum meiri á ári hverju en hún hefði verið ef skattprósentur væru þær sömu og fyrir hrun.“ Atvinnulíf og heimili hefðu gott af innspýtingu sem fælist í skattalækkunum. Vegna útgjaldaaukningar sé hins vegar ekkert svigrúm til slíks. „Hér voru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, sem gagnrýndu mjög harkalega þessar skattahækkanir á sínum tíma. Þeir eru búnir að vera nær óslitið við völd síðan og hafa ekki gert annað heldur en í raun og veru hækkað skatta frekar.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira