Helför gegn litlum og fallegum fugli Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. október 2019 08:00 Eins og allir vita, er rjúpan fallegur, skaðlaus og varnarlaus lítill fugl, sem auðgar og skreytir lífríkið. Rjúpan er lykiltegund í íslenzku vistkerfi og einn einkennisfugla íslenzkrar náttúru. Flestum, sem unna dýralífi, náttúru og umhverfi, mun þykja afar vænt um þessa litlu, fallegu og friðsælu lífveru, sem prýðir og gleður með fegurð sinni og líflegu korri. Karrinn helgar sér óðal í apríl, og 2-3 vikum síðar veljast hæna og karri saman. Ef bæði lifa, bindast þau böndum saman all ævi. Rjúpan er því „einkvænisdýr“. Óðal karrans verður þeirra sameiginlega heimili, svo lengi, sem bæði lifa. Við eðlilegar aðstæður getur hænan orpið allt að 12 eggjum. Meðalvarp hér á Íslandi er hins vegar aðeins 6-8 ungar. Meðan ungarnir eru að vaxa úr grasi, dvelst karrinn í nánd við hreiðrið og gætir hænu og unga. Báðir foreldrar afla fæðu og fóðra ungana saman.Hörð lífsbarátta Fæðuleit er oftast einföld á sumrin, en rjúpan lifir aðallega á rjúpnalaufi, krækilyngi, bláberjalyngi, birki og grasvíði. Þegar haustar verður lífsbarátta rjúpunnar hins vegar oft hörð, einkum í harðæri og miklum snjóavetrum. Til marks um gáfnafar og þroska rjúpunnar, má nefna, að á vetrum byggja þær, 5-15 saman, snjóhús, þar sem þær dvelja að mestu yfir daginn. Í morgunsárið fara þær af stað í fæðisleit, sem oftast er hópvinna. Það er því langt í frá, að rjúpan sé „skynlaus skepna“ frekar en neitt annað dýr. Rjúpan hefur verið elt, ofsótt og drepin í gegnum tíðina, framan af af þörf, í harðbýlu landi, en þessi þörf er ekki lengur til staðar. Nú flokkast rjúpnadráp undir tómstundagaman og skemmtun, jafnvel sport. Í mín eyru er orðið „sport“ yfir að elta, ofsækja, limlesta og níða niður saklausar og varnarlausar lífverur, sem ekkert hafa sér til saka unnið, óheyrilegt. Náttúran hefur gefið rjúpunni 3 fjaðurhami á ári, til að verjast erkifjandanum, manninum, en það dugar skammt. Rjúpnaveiðimenn eru vopnaðir nýjustu sjónaukum og sjálfvirkum haglabyssum – marghlæðum – og er rjúpunni vart undankomu auðið, þegar dauðasveitin, yfirleitt um 6.000 veiðimenn, er komin í veiðiham.Stofninn á alvarlegri niðurleið Skv. nýlegri greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands, „Ástand rjúpnastofnsins 2019“, er allt að 70% niðursveifla í stofnstærð rjúpunnar, á 26 af 32 talningarsvæðum, en á Suðurlandi, og þá einkum á Suðausturlandi, er stofninn hruninn; þar fundust nú aðeins 2 karrar á ferkílómetra, en, þegar mest var þar síðustu áratugi, voru þeir allt að 40. – Um allt Suðausturland, Suðurland, Vestfirði og Norðvesturland er rjúpnastofninn á frá 20% upp í 70% niðurleið, á 12 talningarsvæðum af 13, aðeins á 5 svæðum af 18 á Norðausturlandi og Austurlandi hefur stofninn styrkst. Ætti því fuglinn skilyrðislaust að vera friðaður í ár alls staðar, nema þá helzt á Norðausturlandi. Þrátt fyrir þessa gífurlegu niðursveiflu rjúpnastofnsins 2019, miðað við 2018, er veiðitími nú aukinn, úr 15 dögum í fyrra og 12 dögum 2017, í 22 daga í ár. Er þeim mönnum, sem þessu stjórna, ekki sjálfrátt!? 2011 og 2012 voru veiðidagar 9. Hér hafa stjórnvöld, og þá einkum Umhverfisstofnun, látið undan þrýstingi og kröfum veiðimanna, og er eina vonin, að Guðmundur Ingi taki af skarið og stórminnki veiðisvæði og veiðitíma. Að fara með allt landið og veiðiákvarðanir sem eitt mál, við þessi skilyrði, er vitaskuld út í hött. Hér er að mestu um það að ræða, að veiðimenn skjóta á fljúgandi fugla, sem eru að reyna að forða sér, limlesta þá og særa, án þess að drepa þá endanlega, og geta þessi blessuðu helsærðu dýr komið sér undan, til þess eins þó, að kveljast til dauða – oft úr blóðeitrun – fjarri veiðimanni. - Er greinilegt, að tugþúsundir fugla hafa verið níddar til dauða með þessum ömurlega hætti ár hvert, en þetta er kallað „veiðiafföll“, þó að níðdráp væri réttnefni. Þessir fuglar eru auðvitað ekki taldir með í veiðitölum.Rjúpan er á válista Náttúrufræðistofnun Íslands heldur „Válista fugla“. Á þessum lista stendur rjúpan undir fyrirsögninni „Tegundir í yfirvofandi hættu“ árið 2018. Árið 2019, er ástand rjúpnastofnsins orðið miklu verra. Sluppu hér einhverjir, sem að veiðiákvörðun standa, út af Kleppi? Fáar verur á Íslandi hafa verið ofsóttar og hrelldar, meiddar og níddar til dauða í jafnmiklum mæli og rjúpan. Það er mál til komið, að fuglinn fagri og friðsæli, sem er lykiltegund í íslenzku vistkerfi og prýðir það og skreytir, fái grið og frið. Ég og þúsundir dýra- og rjúpnavina setjum traust okkar á Guðmund Inga – sem hefur tekið vel á loftslagsmálum, en lítið gert í dýravernd til þessa – með það, að hann taki nú nauðsynleg skref blessaðri rjúpunni til verndar og velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Eins og allir vita, er rjúpan fallegur, skaðlaus og varnarlaus lítill fugl, sem auðgar og skreytir lífríkið. Rjúpan er lykiltegund í íslenzku vistkerfi og einn einkennisfugla íslenzkrar náttúru. Flestum, sem unna dýralífi, náttúru og umhverfi, mun þykja afar vænt um þessa litlu, fallegu og friðsælu lífveru, sem prýðir og gleður með fegurð sinni og líflegu korri. Karrinn helgar sér óðal í apríl, og 2-3 vikum síðar veljast hæna og karri saman. Ef bæði lifa, bindast þau böndum saman all ævi. Rjúpan er því „einkvænisdýr“. Óðal karrans verður þeirra sameiginlega heimili, svo lengi, sem bæði lifa. Við eðlilegar aðstæður getur hænan orpið allt að 12 eggjum. Meðalvarp hér á Íslandi er hins vegar aðeins 6-8 ungar. Meðan ungarnir eru að vaxa úr grasi, dvelst karrinn í nánd við hreiðrið og gætir hænu og unga. Báðir foreldrar afla fæðu og fóðra ungana saman.Hörð lífsbarátta Fæðuleit er oftast einföld á sumrin, en rjúpan lifir aðallega á rjúpnalaufi, krækilyngi, bláberjalyngi, birki og grasvíði. Þegar haustar verður lífsbarátta rjúpunnar hins vegar oft hörð, einkum í harðæri og miklum snjóavetrum. Til marks um gáfnafar og þroska rjúpunnar, má nefna, að á vetrum byggja þær, 5-15 saman, snjóhús, þar sem þær dvelja að mestu yfir daginn. Í morgunsárið fara þær af stað í fæðisleit, sem oftast er hópvinna. Það er því langt í frá, að rjúpan sé „skynlaus skepna“ frekar en neitt annað dýr. Rjúpan hefur verið elt, ofsótt og drepin í gegnum tíðina, framan af af þörf, í harðbýlu landi, en þessi þörf er ekki lengur til staðar. Nú flokkast rjúpnadráp undir tómstundagaman og skemmtun, jafnvel sport. Í mín eyru er orðið „sport“ yfir að elta, ofsækja, limlesta og níða niður saklausar og varnarlausar lífverur, sem ekkert hafa sér til saka unnið, óheyrilegt. Náttúran hefur gefið rjúpunni 3 fjaðurhami á ári, til að verjast erkifjandanum, manninum, en það dugar skammt. Rjúpnaveiðimenn eru vopnaðir nýjustu sjónaukum og sjálfvirkum haglabyssum – marghlæðum – og er rjúpunni vart undankomu auðið, þegar dauðasveitin, yfirleitt um 6.000 veiðimenn, er komin í veiðiham.Stofninn á alvarlegri niðurleið Skv. nýlegri greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands, „Ástand rjúpnastofnsins 2019“, er allt að 70% niðursveifla í stofnstærð rjúpunnar, á 26 af 32 talningarsvæðum, en á Suðurlandi, og þá einkum á Suðausturlandi, er stofninn hruninn; þar fundust nú aðeins 2 karrar á ferkílómetra, en, þegar mest var þar síðustu áratugi, voru þeir allt að 40. – Um allt Suðausturland, Suðurland, Vestfirði og Norðvesturland er rjúpnastofninn á frá 20% upp í 70% niðurleið, á 12 talningarsvæðum af 13, aðeins á 5 svæðum af 18 á Norðausturlandi og Austurlandi hefur stofninn styrkst. Ætti því fuglinn skilyrðislaust að vera friðaður í ár alls staðar, nema þá helzt á Norðausturlandi. Þrátt fyrir þessa gífurlegu niðursveiflu rjúpnastofnsins 2019, miðað við 2018, er veiðitími nú aukinn, úr 15 dögum í fyrra og 12 dögum 2017, í 22 daga í ár. Er þeim mönnum, sem þessu stjórna, ekki sjálfrátt!? 2011 og 2012 voru veiðidagar 9. Hér hafa stjórnvöld, og þá einkum Umhverfisstofnun, látið undan þrýstingi og kröfum veiðimanna, og er eina vonin, að Guðmundur Ingi taki af skarið og stórminnki veiðisvæði og veiðitíma. Að fara með allt landið og veiðiákvarðanir sem eitt mál, við þessi skilyrði, er vitaskuld út í hött. Hér er að mestu um það að ræða, að veiðimenn skjóta á fljúgandi fugla, sem eru að reyna að forða sér, limlesta þá og særa, án þess að drepa þá endanlega, og geta þessi blessuðu helsærðu dýr komið sér undan, til þess eins þó, að kveljast til dauða – oft úr blóðeitrun – fjarri veiðimanni. - Er greinilegt, að tugþúsundir fugla hafa verið níddar til dauða með þessum ömurlega hætti ár hvert, en þetta er kallað „veiðiafföll“, þó að níðdráp væri réttnefni. Þessir fuglar eru auðvitað ekki taldir með í veiðitölum.Rjúpan er á válista Náttúrufræðistofnun Íslands heldur „Válista fugla“. Á þessum lista stendur rjúpan undir fyrirsögninni „Tegundir í yfirvofandi hættu“ árið 2018. Árið 2019, er ástand rjúpnastofnsins orðið miklu verra. Sluppu hér einhverjir, sem að veiðiákvörðun standa, út af Kleppi? Fáar verur á Íslandi hafa verið ofsóttar og hrelldar, meiddar og níddar til dauða í jafnmiklum mæli og rjúpan. Það er mál til komið, að fuglinn fagri og friðsæli, sem er lykiltegund í íslenzku vistkerfi og prýðir það og skreytir, fái grið og frið. Ég og þúsundir dýra- og rjúpnavina setjum traust okkar á Guðmund Inga – sem hefur tekið vel á loftslagsmálum, en lítið gert í dýravernd til þessa – með það, að hann taki nú nauðsynleg skref blessaðri rjúpunni til verndar og velferðar.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar