Frelsisflokkurinn tregur í stjórn eftir kosningaskell Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. október 2019 09:15 Sebastian Kurz og Norbert Hofer í kappræðum. Nordicphotos/Getty Sebastian Kurz og Íhaldsflokkur hans unnu góðan sigur í nýafstöðnum þingkosningum í Austurríki. Fastlega er búist við því að hann verði forsætisráðherra á ný en möguleikum hans virðist hafa fækkað. „Við túlkum þessi kosningaúrslit ekki á þann veg að við höfum umboð til að setjast í ríkisstjórn,“ sagði Harald Vilimsky, aðalritari Frelsisflokksins. Flokkurinn þyrfti að ná tengslum við grasrótina á ný og því markmiði yrði betur náð í stjórnarandstöðu. Herbert Kickl, þingflokksformaður flokksins, hefur einnig talað á svipuðum nótum. Fastlega var búist við því að Kurz myndi reyna að mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum, sem er hægi popúlískur flokkur. Flokkarnir tveir mynduðu saman stjórn þar til spillingarmál, kennt við Ibiza, kom upp fyrr á árinu. Þegar það kom upp sagði Heinz-Christian Strache, formaður Frelsisflokksins og varakanslari, af sér embætti og forystu flokksins. Talið var víst að Kurz myndi ná saman með nýjum formanni, Norbert Hofer, en nú eru blikur á lofti og valdajafnvægið orðið mjög bjagað. Ef Kurz nær ekki að mynda stjórn með Frelsisflokknum er talið að hann leiti til hinna tveggja sigurvegara kosninganna, Græningjanna og NEOS, sem er frjálslyndur miðjuflokkur. Íhaldsflokkurinn og Græningjar gætu myndað tveggja flokka stjórn en talið er að Kurz vilji fá NEOS inn til að breikka stjórnina og hafa styrkari meirihluta. Ef Kurz næði að mynda slíka stjórn þyrfti hann að tóna verulega niður andstöðu sína við innflytjendur en hann og Frelsisflokkurinn hafa verið mjög samtaka í þeim málaflokki hingað til. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Sebastian Kurz og Íhaldsflokkur hans unnu góðan sigur í nýafstöðnum þingkosningum í Austurríki. Fastlega er búist við því að hann verði forsætisráðherra á ný en möguleikum hans virðist hafa fækkað. „Við túlkum þessi kosningaúrslit ekki á þann veg að við höfum umboð til að setjast í ríkisstjórn,“ sagði Harald Vilimsky, aðalritari Frelsisflokksins. Flokkurinn þyrfti að ná tengslum við grasrótina á ný og því markmiði yrði betur náð í stjórnarandstöðu. Herbert Kickl, þingflokksformaður flokksins, hefur einnig talað á svipuðum nótum. Fastlega var búist við því að Kurz myndi reyna að mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum, sem er hægi popúlískur flokkur. Flokkarnir tveir mynduðu saman stjórn þar til spillingarmál, kennt við Ibiza, kom upp fyrr á árinu. Þegar það kom upp sagði Heinz-Christian Strache, formaður Frelsisflokksins og varakanslari, af sér embætti og forystu flokksins. Talið var víst að Kurz myndi ná saman með nýjum formanni, Norbert Hofer, en nú eru blikur á lofti og valdajafnvægið orðið mjög bjagað. Ef Kurz nær ekki að mynda stjórn með Frelsisflokknum er talið að hann leiti til hinna tveggja sigurvegara kosninganna, Græningjanna og NEOS, sem er frjálslyndur miðjuflokkur. Íhaldsflokkurinn og Græningjar gætu myndað tveggja flokka stjórn en talið er að Kurz vilji fá NEOS inn til að breikka stjórnina og hafa styrkari meirihluta. Ef Kurz næði að mynda slíka stjórn þyrfti hann að tóna verulega niður andstöðu sína við innflytjendur en hann og Frelsisflokkurinn hafa verið mjög samtaka í þeim málaflokki hingað til.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira