Frelsisflokkurinn tregur í stjórn eftir kosningaskell Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. október 2019 09:15 Sebastian Kurz og Norbert Hofer í kappræðum. Nordicphotos/Getty Sebastian Kurz og Íhaldsflokkur hans unnu góðan sigur í nýafstöðnum þingkosningum í Austurríki. Fastlega er búist við því að hann verði forsætisráðherra á ný en möguleikum hans virðist hafa fækkað. „Við túlkum þessi kosningaúrslit ekki á þann veg að við höfum umboð til að setjast í ríkisstjórn,“ sagði Harald Vilimsky, aðalritari Frelsisflokksins. Flokkurinn þyrfti að ná tengslum við grasrótina á ný og því markmiði yrði betur náð í stjórnarandstöðu. Herbert Kickl, þingflokksformaður flokksins, hefur einnig talað á svipuðum nótum. Fastlega var búist við því að Kurz myndi reyna að mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum, sem er hægi popúlískur flokkur. Flokkarnir tveir mynduðu saman stjórn þar til spillingarmál, kennt við Ibiza, kom upp fyrr á árinu. Þegar það kom upp sagði Heinz-Christian Strache, formaður Frelsisflokksins og varakanslari, af sér embætti og forystu flokksins. Talið var víst að Kurz myndi ná saman með nýjum formanni, Norbert Hofer, en nú eru blikur á lofti og valdajafnvægið orðið mjög bjagað. Ef Kurz nær ekki að mynda stjórn með Frelsisflokknum er talið að hann leiti til hinna tveggja sigurvegara kosninganna, Græningjanna og NEOS, sem er frjálslyndur miðjuflokkur. Íhaldsflokkurinn og Græningjar gætu myndað tveggja flokka stjórn en talið er að Kurz vilji fá NEOS inn til að breikka stjórnina og hafa styrkari meirihluta. Ef Kurz næði að mynda slíka stjórn þyrfti hann að tóna verulega niður andstöðu sína við innflytjendur en hann og Frelsisflokkurinn hafa verið mjög samtaka í þeim málaflokki hingað til. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Sebastian Kurz og Íhaldsflokkur hans unnu góðan sigur í nýafstöðnum þingkosningum í Austurríki. Fastlega er búist við því að hann verði forsætisráðherra á ný en möguleikum hans virðist hafa fækkað. „Við túlkum þessi kosningaúrslit ekki á þann veg að við höfum umboð til að setjast í ríkisstjórn,“ sagði Harald Vilimsky, aðalritari Frelsisflokksins. Flokkurinn þyrfti að ná tengslum við grasrótina á ný og því markmiði yrði betur náð í stjórnarandstöðu. Herbert Kickl, þingflokksformaður flokksins, hefur einnig talað á svipuðum nótum. Fastlega var búist við því að Kurz myndi reyna að mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum, sem er hægi popúlískur flokkur. Flokkarnir tveir mynduðu saman stjórn þar til spillingarmál, kennt við Ibiza, kom upp fyrr á árinu. Þegar það kom upp sagði Heinz-Christian Strache, formaður Frelsisflokksins og varakanslari, af sér embætti og forystu flokksins. Talið var víst að Kurz myndi ná saman með nýjum formanni, Norbert Hofer, en nú eru blikur á lofti og valdajafnvægið orðið mjög bjagað. Ef Kurz nær ekki að mynda stjórn með Frelsisflokknum er talið að hann leiti til hinna tveggja sigurvegara kosninganna, Græningjanna og NEOS, sem er frjálslyndur miðjuflokkur. Íhaldsflokkurinn og Græningjar gætu myndað tveggja flokka stjórn en talið er að Kurz vilji fá NEOS inn til að breikka stjórnina og hafa styrkari meirihluta. Ef Kurz næði að mynda slíka stjórn þyrfti hann að tóna verulega niður andstöðu sína við innflytjendur en hann og Frelsisflokkurinn hafa verið mjög samtaka í þeim málaflokki hingað til.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira